19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 11
nema að kaupa í matinn, sér- staklega á sveitaheimili þar sem oft er margt um manninn. „Hér er flest 14 manns í heimili á sumrin og þá er verið að elda allan daginn. Við getum ekki bundið okkur við klukkuna og verðum oft að skiptast á að fara inn í mat svo hægt sé að halda vélunum gangandi. Þetta eykur vitaskuld mikið vinnuna innan- húss". „Það erfiðasta við að búa í sveit er að þurfa að hafa vinnukraft, sem er yfir manni bæði í vinnu- tima og frístundum", sagði Sigríður. „Þar á móti kemur að það hjálpar varðandi samheldn- ina í fjölskyldunni að heimilið er jafnframt vinnustaðurinn". Að vera einn með sjálfum sér En það eru líka erfiðleikar samfara því að hafa vinnustaðinn á heimilinu. Kjartan sagði að sér fyndist það helst skorta á, að hann hefði lítinn tíma til að vera einn með sjálfum sér. „Sigríður á erfitt með að sætta sig við að ég þurfi að vera stund- um út af fyrir mig. Það finnst mér hins vegar nauðsynlegt einstaka sinnum, sérstaklega þegar ég er ekki vel fyrir kallaður". „Þetta er rétt hjá honum", sagði Sigríður. „Við erum svo ólíkir persónuleikar. Ég hef aldrei þessa þörf fyrir að vera ein og á þess vegna erfitt með að skilja hann að þessu leyti". Mátulega ólík Þegar hingað var komið í sam- talinu, kölluðu skyldustörfin á Kjartan, en við Sigriður veltum fyrir okkur spurningunni hvað sé gott hjónaband. „Ég held að það sé gott að hjónin séu mátulega ólík", sagði hún. „Ef bæði væru þung, gæti það valdið hreinum fjandskap, og ef bæði væru ör til reiði, gæti það orðið eilíft þras. I hjónabandi þarf að gefa og þiggja. Ég held, að oftast sé það annar aðilinn sem Útllutningur ullarvara er orðið mitt aðalstarf. gefur meira, en á meðan það er ekki bara á annan veginn, er allt í lagi. Okkur hefur tekist að skilja hvort annað betur með árunum og bætum hvort annað upp á ýmsan hátt. Við erum líka svo vel sett að hafa sameiginleg áhuga- mál sem tengja okkur. Við höfum bæði áhuga á hestum og íslenska hundinum. Einu utanferðirnar sem við förum, fyrir utan við- skiptaferðir, eru ferðir á hesta- mannamót, sem haldin eru ann- að hvert ár í Evrópu. Við getum að vísu ekki farið saman, en við hittumst þó á mótunum. Annað sameiginlegt áhugamál er að við höfum mikinn áhuga á öllum fögrum listum. Kjartan les geysimikið og alltaf þegar hann sér eitthvað, sem hann heldur að ég hafi áhuga á, les hann upphátt fyrir mig. Hann er líka alinn upp við myndlist. Það eru áhrif frá föðurbræðrum hans, Finni og Ríkarði Jónssonum. Við höfum gaman af að fylgjast með ákveðnum listamönnum og reyn- um að fara á allar þeirra sýning- ar. Ef eitthvað það kemur upp, sem ætla má að valdi ágreiningi, reynum við að forðast að ræða hlutina strax, heldur láta málin lægja örlítið áður en við setjumst niður í stofunni á kvöldin til að ræða saman. Þar fáum við að vera í friði fyrir börnunum, ef við viljum. Annars tökum við börnin oft inn í umræðurnar, því að við teljum að þau hafi rétt á sinni skoðanamyndun, þótt hún falli ekki alltaf saman við okkar skoð- anir. Við viljum ekki binda börnin á klafa, heldur leiðbeina þeim án þess að finna lausnina fyrir þau". Börn Sigríðar og Kjartans eru Blm. „19. júni" skoðar vaminginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.