19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 47
veir heimar í þessari grein drepur INGA HULD HÁKONAR- DÓTTIR, sagnfræðinemi, á nokkur atriði í þeirri hugmyndafræði, sem mótað hefur viðhorf fólks, allt fram á okkar daga, til verkaskiptingar karla og kvenna. FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR, teiknari, lítur efnið sínum augum. tynfó&ts „Þessi skal vera hold af mínu holdi og bein af mínum beinum" sagði Adam um Evu. Og í sam- félagi okkar er út frá því gengið að hjón séu eins og sambrædd sál í elsku og kærleika. En í raun lifa konur og karlar hvort í sínum heimi, þó að þau sofi saman hverja nótt og borði saman alla daga. Karlmaðurinn lifir og hrærist í ísköldum heimi markaðslögmála, hún í hlýjum heimi tilfinninga. Hans heimur er opinber og sýnilegur. Hennar er leyndur og ósýnilegur. Hann hugsar með höfðinu, hún með hjartanu. Ef öllum börnum í Reykjavík yrði allt í einu sleppt lausum út á göturnar mundi skapast þar al- gjört öngþveiti. Borgin er ekki byggð út frá þörfum þeirra. Og ekki er gott að draslast með lítil börn niðri í bæ. Þau eru illa séð á búðum, skrifstofum og kaffihús- um. Það er alls ekki gert ráð fyrir að þau séu á ferðinni. Fyrir bíla eru vegir og stæði þar sem full- orðnir karlmenn snudda á kaupi. En hvar er hús eða jafnvel garður, þar sem hægt er að skilja börn eftir í góðum höndum í miðbæn- um litla stund? Ef arkitektar, sem teikna borgir, væru skyldaðir til að draga með sér tvævetling hvert sem þeir færu í eina viku eða svo, þá mundu þær líta öðru vísi út. Okkar ytri heim hafa karl- menn hannað. Þeir gerðu tækni- byltinguna, skipulögðu ríkis- báknið, byggðu upp atvinnulífið. Heimur þeirra stjórnast af markaðslögmálum. Þar er hugsað í mínútum, krónum og afköstum. Allir byrja nákvæmlega klukkan eitthvað í vinnu, eða skóla. Hvert handtak karlmanns er greitt eftir starfsmati með föstum taxta eftir flóknum útreikningum. Allt sem gerist í þessum heimi er mjög mikilvægt, að sjálfsögðu, og fréttir þaðan fylla alla fjöl- miðla. En af heimi kvenna og barna segir fátt. Heimilin þar sem þau búa eru eins konar friðhelgir felustaðir. Þar ríkir öll önnur hrynjandi. Enginn hættir á vissri mínútu að vera móðir né eigin- kona. Og húsverk eru ekki metin sem vinna. Laun fyrir þau eru greidd á miðaldavísu í fæði og húsnæði og fötum. Sumar konur fá nýja eldhúsinnréttingu. En flestum þeirra finnst sér fulllaun- að, ef maður þeirra elskar þær sem sína hjartans útvöldu, virðir þær sem drottningu hjarta síns. Því konur meta og dæma ^jálf- ar sig eftir því hvort öðru fólki þykir vænt um þær, hvern sess þær skipa í tilfinningalífi ann- arra. Meðan karlmenn hugsa í framkvæmdum, hverju þeir sjálf- ir fái áorkað, hversu mikilla tekna þeim lánist að afla. Konur standa á einhverju stigi, sem karlmenn hafa kvatt. Af hverju tóku þær ekki þátt í að skipuleggja okkar iðnvædda borgfélag? Því lærðu þær ekki að hugsa stærðfræðilega, af kaldri rökhyggju? A íslandi flyst hægt og hægt inn borgmenning, sem á rætur á siðaskiptaskiptaöld og áhrif hennar bárust inn í íslenzkar sveitir, t. d. með Minni fræðum Lúthers. Þeirri menningu tengd- ust ákveðnar hugmyndir um fastan valdastiga á himni og jörðu. María mey og allir dýr- lingar, en margir þeirra voru 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.