19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 32
Súper-mubla? (karlmaður, giftur í 15 ár) Stöðutákn karlmanns er fallegt stórt heimili, fullt af fínum hlut- um. Þar eru falleg börn og fögur kona. Hún er ánægð (samkv. uppskriftinni), af því að heimilið er svo fallegt. Hin fagra og ánægða eiginkona kórónar sköpunarverkið. Að hafa félagsskap af konu er á vissan hátt ólíkt því að eiga karl að félaga — það breikkar sviðið og er forvitnilegra. Ég veit hvernig karlar hugsa, en konur hafa aðra reynslu. Kyn- ferðisleg áhrif eru meðvirkandi, án þess að sambandið sé þó kyn- ferðislegt. En ég finn t.a.m., hvernig ég sem kennari örvast meira í starfi við kennslu stúlkna en pilta. Kynferðislíf er ekki upphaf og endir alls, það er ekki hægt að leysa öll vandamál með því að elskast. Þó tel ég tæpast hægt að vera án kynlífs. Sumir fullyrða að þeir geti það, en það brýst þá út i ofstæki, svo sem trúarlegu eða pólitísku, og hjá öðrum í ýmis konar öfuguggahætti. Oft er sagt að konur hafi mök við menn sína af skyldurækni, án löngunar. Hvað um karla? Karlar eru mjög uppteknir af að vera karlmenn. Ég man að hafa lesið einhvern tíma, að eðli- legt væri að hafa samfarir tvisvar í viku, oftar eða sjaldnar væri óhollt. Við karlar leggjum okkur mjög fram um að uppfylla þær kröfur, sem samfélagið gerir til okkar. Karlmaður gæti því stundað kynlíf fram yfir raunverulega löngun, fremur til að staðfesta getu sína en þóknast konunni. Fáir karlar eru svo heimspeki- legir, að þeir viðurkenni að standa ekki í stykkinu, ef konan vill hafa mök. Hræðslan við getuleysi er mjög sterk. Slíkir karlar hafa ekki athugað atferli dýra. S.l. sumar sá ég tvær urtur reyna með miklum kúnstum að örva brimil til ásta. Hann flat- magaði í sólskininu og nennti alls ekki að ómaka sig fyrir þær. Um daginn sá ég læðu leika sama leikinn við gamlan, væru- kæran högna. Eftir nokkurt þóf, tókst henni að fá hann til við sig. Fljótlega vildi hún aftur, en þá var hann alveg búinn að fá nóg og labbaði burtu. Hvaða skoðun hefurðu á sam- búð karls og konu? Ég er ekki byltingarmaður í þeim efnum. Sambúð karls og konu á sér sögulegar forsendur og þær venjur hafa þróast öldum saman. Við getum ekki lagt þær niður í einu vetfangi. Sambúð verður að ræða út frá þessum staðreyndum. Það tíðkast að fólk taki saman og eignist börn. Æskuást er reynsla, sem flestir eða allir verða fyrir. Hún er mjög eðlilegt fyrir- bæri og getur verið svæsin á meðan hún er í hámarki! Ég kann ekki að skilgreina ástina, en hún er skemmtileg, erfið og marg- slungin, eins og allt annað mannlegt. Ur æskuástinni verður oft hjónaband, sem getur þróast á ýmsa vegu. Unga fólkið þekkir ekki sjálft sig og á eftir að þrosk- ast. Ýmist saman eða hvort frá öðru. Æskuástin gleymir demónin- um í manneskjunni og allri þeirri útrás sem hún þarf. Best er að hlaupa af sér hornin fyrir hjóna- bandið. Þó ber að varast að gefa formúlur. Ef sambúðin gengur illa, er heppilegra að slíta henni, en það er óþarfi að gera með ósköpum, ef hjónin geta tjáð sig. Reyndar stendur það flestum hjónabönd- um fyrir þrifum að hjónin geta ekki tjáð sig. Margir karlmenn telja sig ó- frjálsa í hjónabandinu, oft er það vegna þess, að þeir hafa ekki kwc?q€ká/(oi<ff Hrffi- fengið nægilega reynslu af frels- inu áður. Hvort sem fólk sættir sig við hjónaband sitt eða slítur því, þá er það staðreynd, að í flestum til- vikum heftir sambúðin frelsi. Frelsið til að njóta sín sem manneskja. Stöðutákn karlmanns er fallegt stórt heimili, fullt af fínum hlut- um. Þar eru falleg börn og fögur kona. Hún er ánægð (samkv. uppskriftinni), af því að heimilið er svo fallegt. Hin fagra og ánægða eiginkona kórónar sköp- unarverkið, er eins konar „súper- mubla“. Hún á að vera „myndarleg húsmóðir“, búa til góðan mat, vera „góð móðir“ og „heimilið er henni allt“. Eiginmanninum er ekki um það gefið, að hún standi honum jafnfætis á öðrum sviðum en lúta 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.