19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 38
Gestur Ólafsson arkitekt: íbúðir fyrir jafnræðisfjölskyldur Að undanförnu hefur mikið verið um það rætt hvaða framtíð það sambýlisform, sem algengast er hér á landi, eigi fyrir sér. Margir afgreiða málið með því að hefðbundin sambúð í fjölskyld- um sé óumbreytanlegur horn- steinn þjóðfélagsins en aðrir álíta kommúnur eina raunhæfa val- kostinn. Fáir gera sér grein fyrir þeim valkostum sem allir ein- staklingar eiga um það hvaða lífsmynstur þeir kjósa. Algengt er að fólk gangi blind- andi inn í þau sambýlisform og hefðir sem eru óskráð, en hafa verið fest í stein í þeirri íbúð sem þau kaupa eða leigja og sama máli gegnir yfirleitt um þá sem byggja sjálfir. Alltof oft kaupa þeir sem ætla að byggja staðlaða teikningu sem gerir ráð fyrir úr- eltu sambýlisformi, í stað þess að hugleiða í samráði við arkitekt hvernig lífi það vill í raun og veru lifa og hvernig hægt sé að gera viðkomandi íbúð eða hús þannig úr garði að hún henti sem best þessu lífsformi. Áður en varir eru svo verstu vankantar orðnir að vana, menn eldast, börnin vaxa upp og þeir möguleikar á lífsfyll- ingu sem viðkomandi íbúð eða hús hefði getað veitt liggja ónot- aðir. Mörgu fólki sem festir ráð sitt bregður illa við að glata því næði, sem það hafði i eigin herbergi i foreldrahúsum eða þegar það bjó eitt. Alla jafna er talið sjálfsagt að hjón séu saman um herbergi þótt það þyki jafn sjálfsagt að börnin þcirra séu ein í herbergi. Ef aukaherbergi er i íbúðinni fyrir 36 annaðhvort hjóna er því undan- tekningarlítið ráðstafað fyrir „húsbóndann". Svefnherbergi hjóna hér á landi eru líka yfirleitt það lítil og óvistleg að þau eru varla nothæf til annars en að sofa í þeim. Engin aðstaða er til skrifta eða tómstundaiðju og varla til lestrar. Ef einhvern fjölskyldu- meðlima langar til að horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp, grammófón eða teip í sameigin- legum hluta íbúðarinnar er næð- ið yfirleitt búið. Ef annað hjóna er með fund eða bridspartí hefur hitt oft ekki í neinn þolanlegan stað að venda í íbúðinni á meðan. Eí annað hjóna vill fara fyrr að sofa en hitt, eða fyrr á fætur, eða ef annað þeirra hrýtur veldur þetta oft ónæði og leiðindum fyr- ir hinn aðilann. Margt bendir til þess að á næstu árum muni jafnræði milli fjölskyldumeðlima aukast veru- lega bæði hérlendis og erlendis. 1 jafnræðisfjölskyldum hefur hver fjölskyldumeðlimur sitt eigið herbergi. Þessi herbergi eru öll það rúm að fullorðin manneskja eða barn getur búið þar og haft sína persónulegu muni, pappír og bækur í friði. Þessi herbergi eru sólrík og aðlaðandi bæði til svefns og tómstundastarfa og hljóðein- Ott má skipta venjulegu hjónaherbergi ítvennt með litlum tilkostnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.