19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 66
BÆKUR BÆKUR BÆKUR því að til eru íslenskir kvenrithöf- undar, þótt ekki fari mikið fyrir þeim í bókmenntasögum eða öðrum opinberum vettvangi. Jafnframt á það að geta veitt innsýn í hugarheim kvenna, við- horf þeirra og vitund á hverjum tíma." Sögunum er skipt í þrjú tíma- bil sem hvert um sig tengjast kvenréttindabaráttu. Fyrsta tímabilið spannar árin 1880— 1930 og tengist Torfhildi Hólm, en hún á elstu söguna í safninu. Það næsta eru árin 1930—1970, tengt lýðveldisstofnuninni og þriðja tímabilið kvenréttinda- baráttunni nýju. Þar eru nýjar sögur sem sérstaklega voru samd- ar vegna útgáfu þessarar bókar. Undirstöðurit er varðar rann- sókn á kjörum kvenna er „A Room of One's Own" eftir Virginia Woolf. Ljóst er að konur hafa ekki haft aðstöðu á borð við karla til ritstarfa. Hitt er jafnljóst að kvenréttindabarátta hefur orðið konun hvatning til dáða á öllum sviðum. Um þetta atriði segir Ragnheiður Jónsdóttir: „Án kvenréttindabaráttunnar hefði ævi mín að sjálfsögðu orðið önnur og lítil líkindi til þess að ég hefði nokkurn tíma fengist við ritstörf." (Melkorka 1960). Ekki verða einstökum sögum gerð skil hér, en þær sýna hver með sínum hætti einhvern þátt kvenvitundar. Aðeins þrír höf- undar skipa nú nokkuð öruggan sess í ísl. bókmenntasögu, þær Hulda, Jakobína Sigurðardóttir og Svava Jakbbsdóttir. En það eru líka karlmenn sem hafa ráðið gildismatinu. Mottó bókarinnar er örstutt saga eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Draumur, og fjallar í fyrstu persónu um við- skipti skáldkonu við Óðin sjálfan. 64 Jafnvel hann átti ekki nema eitt erindi við konu. Það sem athygli vekur við lestur er hversu stuttar sögurnar eru og margar fremur þættir. Þetta getur stafað af því að Helga hafi valið að koma sem flestum höfundum að á sem fæstum blaðsíðum. Rannsóknir á kvennabókmenntum eru nær ó- plægður akur hér og því mikið verk fyrir höndum. Safn það sem hér um ræðir tel ég vera góðan inngang að frekari lestri kvenna- bókmennta. Gerður Steinþórsdóttir. Ljósmæður á Islandi Ljósmæðrafélag Islands, sem er eitt af aðildarfélögum KRFl, var stofnað 2. maí 1919 og verður því 60 ára á næsta ári. Af því tilefni hefur félagið ráðist í að gefa út ritverkið „Ljósmæður á Islandi" og er áætlað að það komi út fyrir árslok 1979. Aðaluppistaða verksins verður stéttartal ljósmæðra, en skipu- lögð fræðsla yfirsetukvenna hófst hér á landi með tilkomu fyrsta landlæknisins, Bjarna Pálssonar, árið 1760 og mun starfstalið ná aftur til þess tíma. Ljósmóöurstarfið var fyrsta viðurkennda starfsgrein kvenna hér á landi og lengst af sú eina, sem konur áttu kost á að læra og taka próf í og eru þær þannig elsta embættisstétt islenskra kvenna. Auk stéttartalsins, sem rúmar hátt í tvö þúsund nöfn ásamt æviágripum og fjölda mynda, verður í ritinu sögulegur fróðleikur um fæðingarhjálp frá upphafi íslandsbyggðar, sem Anna Sigurðardóttir, forstöðu- maður Kvennasögusafns Islands skráir. Rituð verður saga Ljós- mæðrafélags Íslands í sex áratugi, birtir valdir kaflar úr bók Sigur- jóns Jónssonar, læknis, „Ágrip af sögu ljósmæðrafræðslu á Is- landi", sem Ljósmæðrafélagið gaf út árið 1959 og fleira. Sérstök ritnefnd er starfandi meðan þetta mikla verk er í und- irbúningi og er Sólveig Matthíasdóttir formaður hennar, en ritstjóri verksins er Björg Ein- arsdóttir. Núverandi formaður Ljósmæðrafélagsins, Steinunn Finnbogadóttir, hefur starfað með ritnefndinni frá upphafi. Ljósmæðrafélagið hefur skrif- stofu í eigin húsnæði að Hverfis- götu 68A í Reykjavík og er við- talstími þar vegna ljósmæðra- talsins alla virka daga frá kl. 16:00 til 17:00 eða í síma 24295. BjE Afmælisrit til Önnu Sigurðardóttur I ráði er að gefa út rit í tilefni sjötugsafmælis Önnu Sigurðar- dóttur forstöðumanns Kvenna- sögusafns Íslands. All margar konur hafa nú þeg- ar lofað að skrifa í ritið og vonir standa til að það geti orðið fjöl- breytt og skemmtilegt. Þeir sem áhuga hafa geta tekið þátt í heillaóskalista og gerst áskrifendur. Allar upplýsingar um útgáf- una veita Valborg Bentsdóttir, Ljósheimum 16B, Reykjavík, Guðrún Gísladóttir, Hlíðarvegi 16, Kópavogi og Else Mia Einarsdóttir, Granaskjóli 25, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.