19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 6
hjá Gunnari, það var blátt áfram óhugsandi að ætla sér að búa saman án þess að vera gift. Það dugði eiginlega ekki til vegna þess að ég kallaði mig Kristinsdóttur eftir sem áður, en það voru sí- felldar augnagotur og vandræði því samfara, þannig að ég lét að lokum undan og kallaði mig Friðbjörnsson. Þess má líka geta að til þess að komast inn á hjónagarða í Bretlandi þarf fólk að sýna hjónavígsluvottorð. Höfðuð þið sem unglingar tal- ið það öruggt að hjónaband lægi fyrir ykkur? Ella Kolbrún: 1 hreinskilni sagt, þá hafði ég aldrei hugsað út í það. Þegar ég afréð að fara til Dan- merkur að læra sjúkraþjálfun, hafði ég fyrst og fremst í huga hversu alþjóðleg menntun þetta væri. Ég var staðráðin í þvi að læra eitthvað sem gæfi mér starfsmöguleika sem viðast og auk þess vantaði tilfinnalega fólk með þessa menntun á Islandi. Gunnar: Ég hafði eiginlega aldrei velt því fyrir mér hvort það ætti fyrir mér að liggja að verða fjölskyldumaður. Höfðuð þið hugmyndir fyrir- fram um það hvernig hjóna- bandið yrði? Gunnar: Ég held að við höfum tekið hjónavígsluna mjög lítið hátíðlega og ákvörðunin um þetta spor ekki verið stærri en að afráða eina bíóferð í Gamla Bíó. Astæðan var auðvitað sú, að þetta var það sem við vildum og það var sæmilega góður aðdrag- andi að þessu. Þegar að stundinni var komið var enginn óraunsæis- blær yfir þessu og það má líka hafa í huga að við vorum orðin 24 ára gömul. Mér þótti það eigin- lega viðmiðunaratriði þess að fólk ætti gott með að búa saman, þegar því þætti orðið gott að þegja saman. Voru einhverjar hugmyndir uppi um hlutverkaskiptingu? Ella Kolbrún: Það kom aldrei til að við ræddum um það, að þetta ætti ég að gera og Gunnar eitt- hvað annað. Sú hætta sem sífellt er verið að tala um í sambandi við mismunandi hlutverk hjónanna, held ég að komi fyrst og fremst upp þar sem annar aðilinn dregst aftur úr hinum, staðnar á ein- hvern hátt. Það má taka sem dæmi fólk sem fylgist að í skóla fram að ákveðnum aldri. Annar aðilinn heldur síðan áfram námi og hinn ekki og slíkt getur oft leitt til þess að sá aðilinn sem ekki hélt áfram er farinn að telja sér trú um að hinn sé sér fremri. Slík hjóna- Á vinnustað, í sjúkraþjálfunardeild H. f. 4 bönd eru þá komin í hættu þar sem hjón eru hætt að líta á hvort annað sem jafningja. Höfðuð þið einhverja fasta skiptingu með ykkur varðandi heimilishaldið? Ella Kolbrún: Þegar við fórum fyrst út saman var Gunnar enn í sínu námi og ég vann að mínu starfi. Barn kom fljótlega til sög- unnar, sem við höfðum á vöggu- stofu. Þegar heim kom á kvöldin, skiptum við yfirleitt með okkur þeim verkum sem lágu fyrir, „ef þú þværð upp tek ég þvottinn" og þetta gekk vel fyrir sig. Gunnar: Þetta breyttist ekki svo mikið eftir að ég lauk námi. Við hugsuðum bæði um barnið þegar við vorum ekki að vinna, en Ella vann töluvert mikið vaktavinnu og þá var ég með barnið, en það kom ekki til árekstra. Þið fluttuð heim 1967 en stóð- uð stutt við, hver var ástæðan? Ella Kolbrún: Við höfðum aldrei hugsað okkur að vera eilíflega er- lendis og ákváðum að drífa okkur heim, en það fór ekki allt eins og við höfðum vonað. Gunnar fékk ekki vinnu hér í Reykjavík, þar sem ég starfaði og fór því norður í land þar sem hann fékk verkefni. Eg var hér í borginni með barnið, en það var aldrei sameiginlegt heimilishald þennan stutta tíma sem við stóðum við. Gunnar: Það voru ekki nema nokkrir mánuðir sem liðu áður en við ákváðum að fara út aftur. Ég fór að vinna sem arkitekt, en Ella Kolbrún fór út í það að læra kennslu í sjúkraþjálfun. í miðjum klíðum eignuðumst við annað barnið okkar og ég hafði svona meiri veg og vanda af því barni en hinu eldra. Ella Kolbrún: Þær voru margar hverjar hissa nágrannakonurnar þegar þær sáu hvað Gunnar var mikið með barnið. Það hittist líka þannig á að þegar stelpan var um 6 vikna þurfti ég að fara vegna náms míns i aðra borg og hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.