19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 36
Verka- skiptingin breyttist á kvennaárinu Fjörutíu og sjö ára: Verkaskipt- ingin á heimilinu hefur verið með ýmsu móti, þótt ábyrgð á heimil- isstörfunum hafi alltaf verið hjá mér einni. Eg féll því miður í þá gryfju að láta aðallega dæturnar hjálpa til, en karlmennirnir sluppu við slíkt að mestu. Þó hef- ur þetta breyst talsvert síðustu árin, ekki síst fyrir tilstilli kvennaársins. Áður fyrr hjálpaði maðurinn mér með því að vaska upp sjálfur. Núna sér hann um þá hlið málsins, án þess að telja það sérstaklega hjálp við mig, og ræður þá líka hvernig það verk skiptist á milli hins heimilisfólks- ins. Hjónaband okkar hefur að miklu leyti snúist um börnin og uppeldi þeirra. Ekki er þó svo að skilja, að það hafi verið ætlunin í upphafi, því að ég notaði allar getnaðarvarnir, sem tiltækar voru þá, svo sem hettu, froðu og stikkpillur, en allt kom fyrir ekki. Eg var orðin svo örþreytt á þessu, þegar fimmta barnið fæddist, og hið elsta var aðeins sjö ára, að ég fór fram á ófrjósemisaðgerð, en því var synjað að sjálfsögðu, þar sem ég var hvorki líkamlega né andlega vanheil. J. G. WWMtt? 20 Umhverfið leit á mig sem dömuna hans Einkamál Hjálp! Óska eftirað kynnast manni á þrítugs aldri :sem á bíl.joí> •' jbúð °g getur aðstoðað mig. við aó" komast á rétta ríillu. Farið verður með þetta sem algjört trúnaðar- mál. Tilboð sendist. Nú ert þú stúlka nálægt þrí- tugu sem býrð ein. Auglýsir þú svona? Sjálfsagt finndist samfélaginu ekkert sjálfsagðara en ég auglýsti svona í blöðunum, því það er litið á það sem óeðlilegt ástand að kona sé ekki gift á mínum aldri. Fæstir líta svo á, að ástandið sé afleiðing frjáls vals, heldur að konan sé fyrir einhverra hluta sakir ekki hæf á hjónabands- markaðinn, sem sagt gallað ein- tak. Er húsmóðurhlutverkið ekki hluti af sjálfsímynd þinni? Ég hef ætíð séð sjálfa mig fyrst og fremst, sem einstakling, en ekki sem eiginkonu eða húsmóð- ur. Ég hef alltaf efast um yfir- burði karla gagnvart konum, en hitti sjaldan karla sem eru sama sinnis, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Þú hefur verið í dæmigerðri sambúð. Hvað féll þér ekki í henni? í raun féll ég í skuggann af honum og fannst hann og um- hverfið líta á mig sem dömuna hans. Ég tók upp daglega um- gengni við fólk í hans vina- og kunningjahópi en samband mitt við mína vini minnkaði. Hvað húshaldið varðaði, krafðist sam- viska mín þess að ég eyddi meiri tíma í það en ég hefði látið mér nægja sjálf sem einbúi. Þér líka þá ekki hússtörf? Ég hef aldrei heillast af „þjón- ustuhlutverkinu", sem felur i sér uppþvott, matseld, innkaup o.s.- frv. Ég vil að aðstæður mínar séu þannig að þessi störf taki sem allra minnst af tíma mínum. Og hvað gerir þú þá við tím- ann? Ég hef mörg áhugamál og þeim hef ég alla tíð sinnt í ein- rúmi og ákveðið sjálf, hvernig mínum tíma er ráðstafað. Ég á því erfitt með að þurfa ætíð að taka allar ákvarðanir um lifnað- arhætti mína með tilliti til þess hvað hentar einhverri annarri persónu. Hvað með einmanaleik? Ég á fjölda vina og kunningja og einmanaleiki hræðir mig ekki. Ég get ekki séð, að það að búa í kjarnafjölskyldu, sé örugg trygg- ing gegn einmanaleik. Langar þig ekki til að eignast börn? Aðstæðurnar í þjóðfélaginu í dag virka ekki hvetjandi á mig til að fjölga Islendingum, það þarf ekki annað en líta á dagvistunar- málin. Þar fyrir utan finnst mér börnum enginn greiði gerður að fæða þau í þennan heim. S. S. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.