19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 60

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 60
Svafa Þórleifsdóttir In Memoriam Svafa Þórleifsdóttir var fædd 20. október 1886 á Skinnastað í Öxar- firði, dáin 7. mars 1978 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Sess- elja Þórðardóttir og Þórleifur Jóns- son, prestur að Skinnastað. Svafa átti tvö systkini, eina systur og einn bróður. Svafa naut í æsku meiri menntunar en þá var tíðast, enda bæði gáfuð og námfús, og hæg heimatökin, því séra Þórleifur faðir hennar var vel lærður og góður fræðari. Aðeins 16 ára gömul vetur- inn 1902—1903 er Svafa við nám í Mjólkurskólanum á Hvanneyri. Næsta ár liggur leiðin í gagnfræða- skólann Flensborg i Hafnarfirði, og um svipað leyti er hún nokkra mán- uði óreglulegur nemandi i Kvenna- skólanum á Blönduósi. Kennarapróf tekur Svafa árið 1910 og allmörgum árum síðar, eða 1935 sækir hún kennaranámskeið að Askov (í Dan- mörku). Það er augljóst að hugur Svöfu hefur snemma hneigst að fræðslustörfum, því hún tekur þegar um tvítugsaldur að kenna börnum og unglingum. Fyrstu árin aðallega á bernsku og æskuslóðum sinum í Norður-Þingeyjarsýslu. Á þessum árum og raunar allt frá bernsku, tekur hún mikinn þátt í félagslífi byggðarlagsins, bæði i Ungmenna- félagi og Kvenfélagi Öxfirðinga og er um tima í stjórnum tveggja þessara félaga. Árið 1913 fluttist Svafa úr heimabyggð sinni og ræðst skóla- stjóri við barnaskólann á Bildudal. Hún gegnir þvi starfi til 1919. Einnig þarna lætur hún að sér kveða í félagsmálum og á t.d. sæti í stjórnum bæði kvenfélagsins og ungmenna- félagsins á Bíldudal. Haustið 1919 gerist Svafa skólastjóri barnaskólans á Akranesi og gegnir því starfi næstu 25 árin. Lengst af þeim tíma er hún einnig skólastjóri gagnfræðaskólans þar, og seinustu sex árin sem hún er á Akranesi er henni auk þess falin skólastjórn Iðnskólans þar á staðn- um. Jafnframt skólastjórastörfunum var Svafa í fararbroddi flestra vel- ferðarmála barna og ungmenna á Akranesi öll þessi ár. Hún var t.d. gæslumaður ungtemplara, en það hafði hún einnig verið á Bíldudal, formaður barnaverndarnefndar, í stjórn Barnavinafélags Akraness og nokkur ár ritstjóri Foreldrablaðsins á Akranesi. 1 viðbót við allt þetta var hún formaður Kvenfélags Akraness árin 1926— 1944, og formaður Sam- bands borgfirskra kvenna árin 1931-1944. Árið 1944 hætti Svafa kennslu og fluttist til Reykjavíkur. Hún ræðst þá framkvæmdastjóri Kvenfélaga- sambands Islands (K.I.) og er það til 1948. Þessi ár vann hún mjög mikil- vægt starf að skipulagsmálum K.I. Hún átti einnig mikinn þátt í að ráðist var í útgáfu „Húsfreyjunnar“ tímarits Kvenfélagasambandsins og var ritstjóri hennar árin 1953— 1968. Á kennaraárum sínum tók Svafa að sjálfsögðu þátt ! samtökum stéttar sinnar og var t.d. í fyrstu stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Eftir að hún fluttist til Reykjavík- ur var hún um skeið í stjórn Lands- sambands íslenskra barnaverndar- félaga. Svafa var lengi mikilvirkur og traustur félagi í Kvenréttindafélagi Islands og allmörg ár í stjórn þess. Hún átti einnig sæti í ýmsum nefnd- um á vegum félagsins, og komu þá ekki síst hinir ágætu skipulagshæfi- leikar hennar að góðum notum. Þegar ársrit K.R.F.I. „19. júni“ hóf göngu sína árið 1951 var Svafa í fyrstu ritnefndinni, og hún var jafn- framt ritstjóri þess fyrstu árin. Mesta starf Svöfu í tengslum við K.R.F.I. var þó vafalaust hið mikla og fórn- fúsa starf, sem hún gegndi árum saman við Menningar- og minning- ; arsjóð kvenna. Hún sat í stjórn sjóðsins árin 1945—1972 og var gjaldkeri og framkvæmdastjóri hans Svafa Þórleifsdóttir. 1949—1968. Hún sá einnig að lang- mestu leyti um útgáfu þriggja fyrstu Æviminningabókanna. Auk þeirra ritstarfa Svöfu, sem hafa verið nefnd hér að framan, skrifaði hún allmarg- ar greinar í blöð og tímarit um upp- eldis- og menningarmál. Einnig fékkst hún nokkuð við þýðingar. Svafa átti við erfiðan sjúkdóm að striða allmörg seinustu árin. En þrátt fyrir það og háan aldur var hún ó- buguð andlega til hins síðasta. Svafa giftist ekki, en hún átti einn fóstur- son. Svafa var heiðursfélagi í K.R.- F.I. Guð blessi minningu þessara merkiskvenna. G. H. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.