19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 50
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort rétt sé og æskilegt að hvetja
konur til þátttöku. Það tel ég
hikiaust vera. Þarna geta
kvennasamtök komið inn í
myndina og gert margt þeim til
hjálpar. Þau eiga að veita þeim
þjálfun í félagsstörfum og virkja
þær. Þau eiga að hjálpa konun-
um til að öðlast sjálfstraust og
byggja þær upp. Kvennasamtök-
in hafa ákveðið gildi og mikil-
vægt, en þau eiga ekki að nýta
sína meðlimi svo til eingöngu í
sambandi við kökubakstur og
fleira slíkt.
Þær raddir hafa heyrst að til
þess að auka þátt kvenna í
stjórnmálum og opinberu lífi beri
að veita þeim ákveðinn forgang.
Slíkt tel ég alveg fráleitt. Það
myndi ef til vill flýta þróuninni,
en það myndi ekki gera breyting-
una traustari.
Á allra síðustu árum hafa orðið
miklar breytingar á stöðu kvenna
í þjóðfélaginu, breytingar sem
munu leiða til hugarfarsbreyt-
ingar. Veruleg þátttaka kvenna í
stjórnmálum verður ekki fyrr en í
kjölfar slíkrar hugarfarsbreyting-
ar. — Konur eiga óhikað að sækja
fram á vettvangi stjórnmálanna
og þær verða að gera sér grein
fyrir því að það er allt undir þeim
sjálfum komið. Ef þær vilja þá
geta þær það. En þær eiga fyrst
og fremst að fara til starfa í
stjórnmálum sem einstaklingar,
en ekki sem fulltrúar kvenna.
Hjóna-
skilnaðir
á íslandi
Við Félagsfræðideild Háskóla
Islands eru unnar margar merk-
ar athuganir, sem alltof sjaldan
48
koma fyrir almenningssjónir.
Eina þeirra vann Edda Níels,
félagsfræðingur, árið 1976 til BA
prófs. Hún gerði athugun á
hjónaskilnuðum hér á landi, or-
sökum þeirra og afleiðingum.
Aðalefni ritgerðarinnar er
könnun á efnahagslegri stöðu
fólks fyrir og eftir skilnað. Hag-
ræðis vegna tók hún eingöngu
Reykvíkinga í athugun sina, og
með samanburði við meðaltekjur
borgarbúa á þessum tíma (1970)
komst Edda að því að fólk sem
skilur er flest úr láglaunastétt.
Fólk úr þeirri stétt giftir sig líka
fyrr en t.d. langskólafólk, og
æskuhjónabönd eru ekki langlíf
samkvæmt athugun Eddu.
Það kemur fram, sem engan
undrar, að fjárhagsleg staða frá-
skilinna kvenna er mun bág-
bornari en karla. Þó hafa þær
börnin á sínu framfæri í lang-
flestum tilvikum. 80% kvennanna
eru í tveim lægstu launaþrepun-
um eftir skilnað, en þar er aðeins
21% karlanna. Þarna veldur
miklu lélegri starfsmenntun
kvennanna, en karlar á sama báti
virðast þó eiga mun betra með að
vinna sig upp í vel launaðar
stöður. Einnig kemur í ljós að
fleiri karlar en konur sitja áfram í
húsnæði hjónanna eftir skilnað,
konurnar þá farnar burtu með
börnin. Þetta hlýtur að valda
mörgum konum erfiðleikum eins
og ástandið er í leigumálum.
Edda telur að við þessar að-
stæður sé eina ráðið fyrir kon-
urnar að gifta sig aftur, enda geri
þær það óðfluga næstu árin eftir
skilnaðinn. Það er ekki gert ráð
fyrir því að einstæð móðir komist
af, mæðralaun eru hlægilega lág,
meðlag gerir ekki betur en greiða
dagvistun barna á opinberum
stofnunum, sem aftur eru fáar og
erfitt að koma börnum þar að.
Skóladagheimili eru ennþá færri,
þannig að börn einstæðra mæðra
— og auðvitað líka börn frá
heimilum þar sem báðir foreldrar
vinna úti — verða að ganga
sjálfala frá 6 ára aldri nema
greiðasemi einstaklinga komi til.
I lokakafla ritgerðarinnar
hvetur Edda fólk til að horfast í
augu við þann veruleika að
hjónaband er ekki lengur eini
vettvangur kvenna. Þorri giftra
kvenna vinnur utan heimilis
enda er það þjóðfélagi okkar brýn
nauðsyn. Þar að auki fer sífellt í
vöxt að hjón skilji, og þá má ekki
félagsleg aðstaða barnanna
versna. Til að koma á móts við
þessar breyttu aðstæður verður
að auka alla samhjálp til muna,
þjónustu við börn og foreldra og
samneyslu. Það kikna of margir
undir þeirri ábyrgð að ala börn
upp við erfiðar aðstæður og lé-
legan efnahag.
Ef hjónaband á að blessast
verður það að byggjast á jafnrétti.
Bæði kyn verða að afla sér starfs-
menntunar. Bæði verða að taka
ábyrgð á heimili og börnum,
vinna saman. Þá yrði fjölskyldan
„hæfari til að fullnægja þeim til-
finningaþörfum einstaklinganna,
sem er æ erfiðara að fullnægja í
sífellt ópersónulegri samskiptum
einstaklinga innan samfélags,
sem verður æ flóknara“ segir
Edda í lok sinnar fróðlegu rit-
gerðar.
S. A.