19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 46
misjafnt hvað prestar taka þessar sáttaumleitanir alvarlega. Sumir leggja hart að sér til þess að reyna að tala á milli hjónanna, en aðrir afgreiða þessi mál á fljótlegri hátt, enda verður að segja það eins og er, að í mörgum tilfellum eru sáttaumleitanir gjörsamlega gagnslausar, þegar hjón koma til prests og segja: ,,við erum ákveð- in í að skilja og það þýðir ekkert að reyna að breyta því". Ég álít, að persóna prestsins geti haft mikil áhrif að þessu leyti, ef hjón fara til reynds prests, sem kannske hefur þekkt fjölskylduna um langt árabil, þá tel ég, að hann hafi miklu betri möguleika á að koma á sáttum milli hjóna heldur en yngri prestur. Það segir sig raunar sjálft, að ungur og ó- reyndur prestur er ekki í góðri aðstöðu til þess að tala á milli roskinna hjóna. 1 lögunum um stofnun og slit hjúskapar segir, að ákveða megi, að könnun á mál- efnum hjóna og sáttatilraun í stofnun um fjölskylduráðgjöf geti komið í stað þeirra sátta, sem nú eru í gildi og er ekki nema gott eitt um það að segja, ef slíkri stofnun yrði komið á fót. En ég er þeirrar skoðunar, að það sé fyrir- komulag, sem er nú, þ.e.a.s. að prestur leiti sátta, sé oft árang- ursríkt. Telur þú hugsanlegt, að skiln- uðum myndi fækka, ef fyrir hendi væru á e-u stigi í þjóðfél- aginu (t.d. í skólum) fræðsla um málefni fjölskyldna, réttindi og skyldur hjóna í hjúskap og/eða við slit hans. Er slík fræðsla að e-u marki að þínu mati æskileg? Ef já, hver ætti þá að annast hana? Já, vissulega álít ég, að slík fræðsla sé bráðnauðsynleg og hlyti að bera góðan árangur. Er það ekki í rauninni fáránlegt, að nú á dögum, þegar fólk stundar skólanám í ár og áratugi og sækir námskeið í ólíklegustu greinum, að þá skuli það álitið ónauðsyn- legt að búa sig undir það, sem flestum er það mikilvægasta í líf- inu, ævilöng sambúð í hjóna- bandi og uppeldi barna. Sjálfsagt væri að hafa þessa fræðslu í grunnskólanum, en ég held nú samt að við verðum að byrja heima, við verðum að byrja á sjálfum okkur og börnum okkar. Innræta sonum okkar að heimil- isstörf séu ekki lítilmótleg heldur þvert á móti, og að börn, barna- uppeldi og hússtörf séu jafnt þeirra ábyrgð sem maka þeirra. Að láta þá taka þátt í heimilis- störfunum strax í bernsku, eftir því sem geta þeirra leyfir. Á sama hátt tel ég, að hugsanaháttur for- eldra gagnvart dætrum sínum þurfi að breytast. Við þurfum að gera þeim ljóst, að eins og íslenskt þjóðfélag er í dag verði þær að axla byrðar og ábyrgð til jafns við karlmenn, en geti ekki lengur vænst þess að sitja inni á heimil- unum allt sitt líf og láta rétta sér allt upp i hendurnar. Við þurfum að brýna fyrir þeim, að afla sér þeirrar þekkingar og menntunar sem gerir þeim kleift að standa fjárhagslega og félagslega á eigin fótum. Nú hefur þú sem lögmaður aðstoðað l'ólk, sem stendur í skilnaði, hver er afstaða þín til hjúskapar, sem sambýlisforms? Er e-u hægt að breyta? Eins og okkar lögum er skipað í dag er hjónaband æskilegasta sambýlisformið. Það er ákaflega gremjulegt að hugsa til þess, að margar konur eru búnar að vera í sambúð í mörg ár, og jafnvel áratugi og hafa bæði með vinnu á heimili og jafnvel utan þess, lagt sitt af mörkum til að byggja upp eignir búsins. Síðan slitnar upp úr sambúðinni og eftir standa þessar konur slyppar og snauðar með kröfur til ráðskonulauna nokkur ár aftur í tímann, sem eina réttarúrræðið. 1 mörg ár hefur verið rætt um breytingar vegna þess hve sam- býlisformið er algengt hérlendis, en meðan það ekki hefur orðið, þykir mér brýn ástæða til að hvetja þessar konur til að ganga tryggilega frá sínum málum. Þótt sambúðin gangi vel í dag veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar löggjafinn veitir sam- býlisfólki sama rétt og giftu, sýn- ist mér að sambúðarformið sem slíkt geti verið alveg jafn æskilegt og hjónaband, þótt ég persónu- lega sjái hins vegar ekki hvaða kosti sambúð ætti að hafa fram yfir hjónaband. I.R. Eftirtaldir aðilar hafa styrkt útgáfu blaðsins Lögmenn Garðastræti 16, sími 29411 Hárgreiðslustofan Venus, Garðastræti 11, sími 21777 Edda h.f., Sundaborg 11 — 13, sími 86166 Ábyrgð h.f., tryggingarfélag bindindismanna, Skúlagötu 63, sími 26122 Bananar h.f., Elliöaárvegi 10, sími 81674 Hverfitónar, Aðalstræti 9, Reykjavík 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.