19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 54
Samsköttun SKATTA Greinargerð K.R.F.Í. um skattalagafrumvarpið 1977 „Helmingaskiptareglan við skattlagningu hjóna sem boðuð er í frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi (98. löggjþ.), og túlkuð hefur verið sem sérsköttun ... er í raun sam- sköttun í nýju formi". „Sú aðstaða tveggja einstaklinga, að tekjur annars hafi áhrif á skattlagningu hins, getur verkað ýmist hvetjandi eða letjandi á at- vinnuþátttöku þeirra". Stjórn Kvenréttindafélags Islands og starfshópur félagsins um skattamál hefur í umræðum sínum um skattlagningu einstaklínga og heimila ekki einskorðað sig við frumvarp það til laga um tekju- skatt og eignarskatt, er hún liggur fyrir Alþingi (98. löggjþ.). Leitast hefur verið við að finna markmið, er i samræmi við stefnu KRFl stuðli að jafnri stöðu karla og kvenna hér á landi. Á grundvelli umræðna á almennum fundum félagsins, ályktana landsþinga KRFl undanfarna áratugi og nú fjöl- margra funda stjórnar og starfshóps um skattamál, er stjórn KRFl einhuga um eftirfarandi atriði: Tillögur KRFl i Lög um tekjuskatt og eignarskatt nr. Viðhorfsbreyting — 1. Stjórn KRFl er andvíg núverandi tilhögun hjóna, þ.e. algerri samskött- un með helmingsfrádrætti á launa- tekjum giftrar konu. 2. Stjórn KRFl hafnar þeirri tilhögun á skattlagningu hjóna, tekjuhelminga- skiptum, sem boðuð er í frumvarpi um tekjuskatt og eignarskatt, er nú liggur fyrir Alþingi. 3. Stjórn KRFl leggur til að tekin verði upp sérsköttun af séraflafé og komið á staðgreiðslu skatta. Miðað við núver- andi þjóðfélagsaðstæður telur stjórn- in óhjákvæmilegt að taka tillit til þess þjóðfélagshóps, sem nær eingöngu hefur byggt efnahagsafkomu sina á 52 Kynferði fólks og hjúskaparstétt ræður ekki lengur hverjir eru skattþegnar. Hjón voru áður samsköttuð, en verða tveir sjálfstæðir skattaðilar og eiga NÚ hvort um sig að telja fram launa- tekjur sínar. ÞAÐ SEM ÁÐUR VAR NÁNAST ALGJÖRT FRÁVIK ER NÚ MEG- INREGLA. vinnuframlagi á heimilum, en ekki launatekjum eða beinum arði af rekstri. Sem tímabilsbundið aðlögunar- atriði fyrir þennan hóp, álítur stjórn KRFl rétt að miða fyrst um sinn við hjúskaparstöðu, þegar skattar eru lagðir á hjón/sambúðarfólk og milli- færa ónýttan persónuafslátt. Per- sónuafsláttur verði hinn sami fyrir alla einstaklinga án tillits til hjú- skaparstöðu. 4. Stjórn KRFl leggur til að frumvarpið í núverandi mynd verði dregið til baka og fram fari heildarathugun á því, hvernig skattlagningu einstakl- inga og fjölskyldna verði best háttað, miðað við breyttar aðstæður í þjóð- félaginu. 5. Stjórn KRFl hefur kynnt sér umsögn þá um frumvarpið, er Félag einstæðra foreldra hefur sent fjárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar Alþingis, og lýsir eindregnum stuðningi við þau sjónarmið, er þar koma fram. 1 meðfylgjandi greinargerð koma fram nokkur þeirra sjónarmiða, er leiddu til ofangreindrar niðurstöðu stjórnar KRFl. Greinargerð: Samsköttun hjóna á rætur að rekja til vinnutilhögunar, þar sem karlinn aflaði tekna, en konan starfaði eingöngu innan veggja heimilisins. Með breyttum þjóð- félagsháttum hefur staða heimilisins breyst frá því að vera bæði framleiðslu- eining og neyslueining, í það að vera eingöngu neyslueining, þ.e.a.s. afla verð- ur rekstrarfjár til að standa straum af aðkeyptum nauðsynjum. Samsköttun hef- ur valdið því að gift kona, jafnvel þótt hún hafi eigin tekjur, hefur orðið háð eiginmanni sinum. Skattalöggjöf hefur grundvallast á þjóðfélagsstöðu karlsins og gift kona nánast skoðast sem hluti eiginmannsins, en ekki sjálfstæður ein- staklingur. A undanfömum árum og áratugum hefur markvisst verið unnið að því að lagalegt jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika. Lög um réttindi og skyldur hjóna frá 1923 byggja á, að jafn- ræði sé með hjónum — skattalöggjöfin hefur hins vegar alla tíð verið andstæð þeim grundvallarsjónarmiðum. Til á- réttingar má benda á, að í kennslubók í Framh. á bls. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.