19. júní


19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 35

19. júní - 19.06.1978, Blaðsíða 35
undarlegt megi virðast entist þetta hjónaband í rúm 3 ár.“ Eftir slíka lífsreynslu væri fróðlegt að vita álit þitt á hjóna- bandinu almennt. „Ég er ekki bitur, og ég hefi ekki leyfi til að dæma hjónabönd eftir minni reynslu. Ég er ekki á móti hjónaböndum, hefi bæði vitað af mörgum vel heppnuðum, en einnig mörgum misheppn- uðum. 1 mínum tilfellum ásaka ég engan nema sjálfa mig, að ekki gekk betur. Auðvitað vil ég und- anskilja annað hjónabandið, þar eð ég varð ekkja, svo að þeirri spurningu verður aldrei svarað, hvort það hefði enzt eður ei. En þá upplifði ég hamingjuna, og ég tel það mjög heilbrigt, að tvær manneskjur stofni heimili. Og þá er númer eitt, finnst mér, að fólk- ið sé samhent í einu og öllu. Ég á þá ekki við, að það þurfi að hafa sömu skoðanir á öllum málum, en að vera samhent í að byggja upp á heilbrigðan hátt sinn lífs- feril. Mér finnst nauðsynlegt, að einstaklingarnir, sem eru ólíkir, fái að halda sínum persónuleika og vera þeir sjálfir, megi ekki hefta sig, en auðvitað verða að- iljar að taka fullt tillit hvor til annars. Það er mjög mikilvægt í hverju hjónabandi. Persónuein- kennin mega ekki hverfa, þótt fólk sýni tillitssemi. Því miður vill oft verða svo, að annar eða jafnvel báðir reyna að breyta hinum aðilanum eftir sínu höfði, þegar í hjónabandið er komið. Fólk ætti að gera sér far um að kynnast vel fyrir hjónaband. Því að komi eitthvað i ljós við nána kynningu, sem manni mislíkar mjög mikið, þá falla margir á því að halda, að það breytist, þegar komið er út í sambúð. Auðvitað er enginn gallalaus, en þar kemur tillits- semin inn í spilið, að mínu mati. Það er hægt að leiða hjá sér ýmsa smágalla, þegar margir kostir vega upp á móti; það má slípa til. En meiri háttar bresti og lyndis- einkunnir, sem maður finnur, að eru mjög ríkjandi í fari þeirrar manneskju, sem maður hyggst bindast, þeim breytir maður ekki eftir að komið er í hjónabandið. Er mitt dæmi i þriðja tilfellinu ákaflega sterkt dæmi; ég vissi al- veg, að hverju ég gekk, en vildi ekki vita það. Þú hefur sem sagt trú á, að hjónaband geti blessast mjög vel? , Já, en ég hef orðið þess vör, að fólk stofnar of ungt til hjóna- bands í dag. Ég tel nauðsynlegt, að ungt fólk öðlist einhverja reynslu í lífinu, því að það hefur illilega oft komið í ljós, að eftir 3ja—4ra ára sambúð verður fólk allt í einu vart við, að það átti eftir að rasa út, eins og það er kallað. Þegar þetta vandamál kemur upp, álít ég, að fólkið sé of ungt og reynslulítið til að geta miðlað málum til betri vegar. Ef til vill hafa mörg slík hjónabönd farið forgörðum, sem ella hefðu getað orðið ágæt, ef fólk hefði haft meiri þroska og reynslu, og átt sjálft þessi yngri ár sín. Og eitt enn. Barn hvorki heldur saman né bætir sambúð. Eg veit engin dæmi þess. En þú varst sjálf enginn ungl- ingur, þegar þú giftist í fyrsta sinn. Eftir þínu að dæma, hefðir þú átt að hafa þessa reynslu og þroska, sem þú talar um hér að framan. Hvernig geturðu útskýrt það? „Þessi spurning var frábær. Og ég skal svara því í fáum orðum, af hverju mér mistókst. Ég fór ein- göngu eftir tilfinningunum, not- aði ekki skynsemina. Það fer satt að segja oft í taug- arnar á mér að þurfa að nota skynsemina, því að tilfinning- arnar eru oft ráðandi afl í mér. En mér ber skylda til í dag, sem fimmtug kona að láta skynsem- ina komast meira að, sem ég og nú geri. Og þetta með aldurinn hlýtur að sjálfsögðu að vera ein- staklingsbundið. Hærri aldur til giftingar er enginn öryggisventill á að hjónaband endist. En ég átti mín góðu ár óbundin og naut lífsins í ríkum mæli, naut sjálf- stæðis míns. Þess vegna gat ég ekki kennt því um að hafa farið á mis við þessi dýrmætu ár; að vera ung og óháð, — vera ég sjálf. Hefur persónuleiki þinn breyst með aldrinum? „Eftir að ég missti eiginmann minn, var ég ekki eins félagslynd og lífsglöð og áður fyrr. Og það er fyrst nú, eftir öll þessi ár, sem ég finn að ég er að verða eins og ég átti að mér. Ég finn, að ég hefi þörf fyrir að taka meira þátt í félagsstörfum, því að óneitanlega hefur það veitt mér það sjálfs- öryggi, sem mér fannst mig hafa vantað í langan tíma. Og aldur- inn hefur gert það, að ég hefi líka meiri áhuga á ýmsu, sem ég hafði ekki, þegar ég var yngri. Sjón- deildarhringur minn hefur víkkað til muna. Mundirðu leggja út í enn eitt hjónaband? „Nei, alls ekki, þó svo að ég hitti mann, sem ég yrði yfir mig hrifin af. Eg held, að sambúð kæmi ekki til greina, en góðan vin væri gott að eiga. Hver er þá formúlan fyrir góðu hjónabandi ef hún er þá til? „Ást, samheldni, tillitssemi og virðing fyrir persónusérkennum hvors annars. Ef þetta er fyrir hendi, þá álít ég, að kynlífið verði einnig í lagi. En hjónabands- stofnunin er fyrst og fremst vinna og aftur vinna. U. J. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.