19. júní


19. júní - 19.06.1978, Page 61

19. júní - 19.06.1978, Page 61
Félagsstarfið Úr skýrslu formanns KRFÍ á aðalfundi 9. mars 1978. Félagsmenn i Kvenréttindafélaginu eru nú skv. spjaldskrá 330 einstaklingar, en aðildarfélög eru 12 í Reykjavík og 35 utan Reykjavikur. Á starfsárinu voru haldnir 4 félags- fundir, auk fundar með jafnréttis- nefndum aðildarfélaganna í Reykjavik og nágrenni vegna merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Stjórn KRFf tók upp það nýmæli að halda stjórnarfundi hálfsmánaðarlega og hafa alls verið haldnir 15 stjórnarfundir á árinu. Á félagsfundi í apríl 1977 var rætt um jafnrétti innan fjölskyldu og á vinnu- markaði. Frummælendur voru Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Gestur Ólafsson, Guðrún Gisladóttir og Guðrún Sigriður Vilhjálmsdóttir. Félagsfundur var haldinn 13. okt. 1977 og þar sagði Guðrún Erlendsdóttir frá samstarfi jafnréttisráða á vegum Norðurlandaráðs og Bergþóra Sig- mundsdóttir talaði um starf Jafnréttis- ráðs hér á landi. Formaður Kvenréttindafélags Noregs, Kari Skjönsberg, kom hingað til lands s.l. haust í boði Norræna hússins. Flutti hún þar tvo fyrirlestra, en auk þess kom hún á fund hjá KRFÍ hinn 1. nóvember og ræddi um Kvinnesak — strategi for videre arbeid. Hinn 15. febrúar s.l. var á félagsfundi fjallað um tvö frumvörp, sem lágu fyrir Alþingi: frumv. til barnalaga og frumv. til ættleiðingalaga. Frummælandi var Ármann Snævarr. Fyrirhugað var að halda á starfsárinu ráðstefnu um verkmenntun og jafnrétti, en henni var frestað til 8. apríl 1978. Verður væntanlega sagt frá henni i næsta ársriti, en ráðstefnan var fjölsótt og tókst í alla staði mjög vel. Á s.l. hausti voru settir á fót starfs- hópar til að sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið. Einn hópurinn endurskoð- aði spjaldskrá félagsins og endurbætti upplýsingaforða um félagsmenn. Var spjaldskráin borin saman við [jjóðskrá, færð inn nafnnúmer, fæðingardagar og ár og heimilisföng leiðrétt. Prentuð voru ný spjaldskrárspjöld og verður nú á næstunni lokið við að færa inn á þau og taka í notkun. Annar starfshópur vann að þvi að gera húsnæði félagsins hreint og var þar allt tekið í gegn hátt og lágt. Stjórn KRFl ákvað að stofna fjár- öflunarhóp til þess að gera tillögur um og undirbúa fjáröflun fyrir félagið, en fjár- hagur þess hefur verið mjög bágborinn. Var ákveðið að gefa Menningar- og minningarsjóði kvenna og „19. júní“ kost á að taka þátt í þessu verkefni. 1 þessum starfshópi voru Björg Einarsdóttir, Guð- rún Sigríður Vilhjálmsdóttir, Lilja Stjórn K.R.F.Í. á svölum Hallvelgarstaða. Ólafsdóttir, Else Mia Einarsdóttir og Erna Ragnarsdóttir. Síðar bættust nokkrir fleiri félagsmenn í hópinn. Markmiðið með fjáröfluninni var, að afla fjár til þess að bæta starfsaðstöðu félags- ins á Hallveigarstöðum. Var ákveðið, að halda veltu með bækur, tímarit, hljóm- plötur o.fl. á Hótel Borg hinn 1. desem- ber. Gífurleg vinna var lögð í að safna á veltuna, og var beiðnum um gjafir viðast hvar vel tekið. Guðrún Ásmundsdóttir var fengin til að vera kynnir á veltunni og rabbaöi hún við gesti og lék hljómplötur meðan þeir freistuðu gæfunnar. Plötu- snúður var Guðmann Þórvaldsson. Hagnaður af þessari fjáröflun varð kr. 256.815,— sem skipt var milli aðila, og síðan lagður inn á sérstaka sparisjóðsbók. Hér kemur síðan húshópurinn til sög- unnar, en hann fékk áðurnefnda spari- sjóðsinnistæðu til ráðstöfunar til kaupa á húsgögnum og ýmsu fleiru til skrifstof- unnar. Hefur þegar verið keypt fundar- borð, skrifborð með vélritunarborði, spjaldskrárkassi og ýmislegt fleira. Þá ákvað stjórnin að festa kaup á stólum við fundarborðið og skrifborðið, og skjala- skáp. Fyrr á árinu höfðu verið keyptir bekkir með sessum og má nú segja, að gjörbreyting hafi orðið á aðstöðu allri í skrifstofuhúsnæði félagsins. í nóvember s.l. sendi stjórn KRFI frá sér opið bréf til stjórnmálaflokka á Is- landi. Var bréfið sent formönnum allra stjórnmálaflokkanna og fjölmiðlum og er það birt í heild hér í blaðinu. Hinn 16. janúar s.l. samþykkti stjórn KRFl ályktun vegna ákvörðunar yfir- nefndar í verðlagsmálum landbúnaðar- ins um að meta landbúnaðarstörf til mismunandi launa eftir því hvort þau eru unnin af karli eða konu. Ályktun jtessi er einnig birt hér í blaðinu. Hefur félaginu borist þakkarbréf frá stjórn Stéttarsambands bænda fyrir þann stuðning við málstað bændafólks, sem í ályktuninni felst. Stjórnarmenn KRFl sóttu nokkrar ráðstefnur og fundi fyrir hönd félagsins. Bandalag háskólamanna hélt ráðstefnu á s.l. hausti um framhaldsskólafrumvarpið og sótti Gerður Steinþórsdóttir hana. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir því, 59

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.