19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 17
Eggert E. Þórarinsson Vill verða flugmaður. Maður trúlofar sig, fer í sambúð og giftir sig svona 21-22 ára og eignast 2 börn. Ef konan viH vinna úti þá er það í lagi. Þau eiga að gera jafnmikið heima og hjálpast að en konan á að clda. „Konan kann meira inni en maðurinn kann meira úti.“ Ólöf A. Guðjónsdóttir „Eg ætla að læra og verða sjúkraliði, því mamma er það.“ Vill gifta sig um 25 ára aldur og eignast 2-4 börn, en bíða nieð það þar til hún er búin að læra. „Konan á að búa til matinn og halda liúsinu hreinu. Hann máfara íbúðirog kaupa í matinn og hann má hjálpa við að taka til. En hann má ekki elda nema hann sé kokkur.“ Bjarney Jóhannsdóttir „Það er skemmtilegra að vinna - ekki bara vera heima og ég ætla að verða dýralæknir." Vill gifta sig 23-25 ára gömul og eignast 3-4 börn en ekki fyrr en að loknu námi. Sambúð er í lagi en bara í stuttan tíma. Þegar börnin eru orðin nógu stór ætlar hún út að vinna. Líst ekki á þá tillögu að hún vinni úti og maðurinn sé heima. Finnst eðlilegt að bæði vinni úti og hjálpist síðan að við heimilisstörfin. Margrét Y. Richter Ætlar að verða fóstra (eins og mamma) og vinna á barnaheimili. „Annars veit ntaður aldrei hvernig það verður þegar maður verður stór.“ Hún vill ekki vera í santbúð heldur gifta sig - passlegt 21-22 ára og eignast 3 börn. „Hjónin eiga að hjálpast að heima, því það er ekki meira konuverk.“ Finnst rétt að konan minnki við sig vinnu utan heimil- is meðan börnin eru ung. Jú, pabbinn geti veriö heim, en hún vilji frekar hafa það svona. Eðlilegt að hafa það eins og er heima hjá henni. „Það liggur ekkert á að eiga börn - fyrst vil ég læra, vinna og koma upp heimili.“ L Kristbjörn Búarson Langar að verða verkfræðingur og vinna kannski með tölvur (pabbi er verkfræðingur). Vill gifta sig svona um tvítugt og eiga 1-3 börn - ekki efni á fleiri börnum. Finnst eðlilegt að konan vinni úti ef börnin geta séð um sig sjálf. Hann vill ekki sjálfur vera heima hjá börnunum nema kannski einstöku sinnum. Ef konan vill ekki hætta að vinna og vera heima? „Nú þá eigum við bara engin börn og verðum rík (segir Kristbjörn hlæjandi) nú eða þá maður fær sér aðra.“ Honum líst ekki á sambúð. „Þeir sem eru ógiftir eru lausari við - gifting eða þá sleppa því.“ Sigrún Gísladóttir Við viljum vekja athygli á nýrri bók sem Kvennasögusafn íslands gefur út. Bókin „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár“ er afrakstur rannsókna Önnu Sigurðar- dóttur forstöðumanns safnsins. Kvennasögusafn Islands Hjarðarhaga 26, 4. hæð t. h. Reykjavík, er opið cftir samkomulagi. Sími 12204. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.