19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 7
Sólveig Ólafsdóttir á skrifstofu sinni, en hún er nú framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa. (Ljósmynd Anna Fjóla Gísladóttir). fyrir og mér var ljóst að þessar konur höfðu unnið geysimikið starf. Hverri nýrri kynslóð hættir nefnilega til að gleyma því sem á undan hefur farið. Ég játa það líka fúslega að ég varð alveg undrandi þegar ég tók mig til og las gamlar fundargerðir félagsins frá lands- fundum og fulltrúaráðsfundum og gerði mér grein fyrir því að það var augljóst samband á milli samþykkta KRFI og félagslegrar löggjafar í landinu, þótt þar hafi auðvitað komið fleiri félög við sögu. Ég gerði mér því fljótt ljóst að KRFÍ var merkilegt félag sem átti sér langa og gagnmerka sögu. Ég er satt að segja mjög stolt af þessu félagi.“ — En það hlýtnr að hafa vakið athygli á félaginu að fá svo unga manneskju í forsvar fyrir jafn gamalt og virðulegt félag? „Já, ég held mér sé óhætt að taka undir það. En það kom líka fleira til. Upp úr þessu fór áhugi á félaginu vax- andi, þetta var á sjálfu kvennaárinu 1975 og jafnréttismál voru mjög í sviðs- ljósinu. Kvenréttindafélagið tók þátt í alls kyns nefndum og störfum sem beinlínis tengdust aðgerðum í tilefni kvennaársins og allt það ár var mikið um að vera hjá félaginu. Sem nýgræð- ingur í formannssætinu var ég stundum skelfingu lostin yfir þeirri ábyrgð sem ég hafði tekið á mig. Þetta blessaðist samt allt saman og ég er ekki í minnsta vafa um það að kvennaárið og þá sér í lagi hinn einstaki atburður, kvennafrí- dagurinn, höfðu mikil áhrif og urðu •yftistöng fyrir jafnréttismálin almennt °g ekki síður fyrir Kvenréttindafélagið. Upp úr þessu fór nýjum og yngri félögum fjölgandi, þeir voru virkir í starfi og rödd félagsins fór að heyrast æ oftar.“ Skattamálin hugleikin - Að kvennaárinu frátöldu, livaða mál eru þér efst í huga frá formannsferli þínum? „Á þeim sex árum sem ég gegndi for- mennsku í KRFÍ finnst mér tvö mál standa upp úr. Hið fyrra er skattamálin sem hafa verið mér persónulega mjög bugleikin frá því að ég fór fyrst að velta jafnréttismálum fyrir mér. Reyndar hafði KRFÍ margoft látið skattamál hjóna til sín taka allt frá því á 5. ára- tugnum og átt fulltrúa í opinberum nefndum sem fjölluðu um þau mál. En um miðjan síðasta áratug hafði um hríð lítið heyrst frá félaginu um skattamál, enda virtist það eiga lítinn hljómgrunn þá að hrófla hið minnsta við samskött- unarkerfinu og þeirri reglu að draga 50% af launum konunnar frá launum karlsins, áður en skattur var lagður á hann. Árið 1976 gerðist það svo að lagt var fram á Alþingi frumvarp til nýrra skattalaga. Þar var gert ráð fyrir því að tekjur hjóna væru lagðar saman og síðan deilt í með tveimur áður en hjón væru skattlögð hvort í sínu lagi. Ekki var leitað eftir umsögn KRFÍ um þetta frumvarp. En við sendum samt Alþingi ítarlega umsögn um það þar sem við lýstum eindreginni andstöðu við þær hugmyndir sem þar komu fram. Látið var í veðri vaka að frumvarpið fæli í sér sérsköttun þótt svo væri í rauninni alls ekki. Félagið hélt uppi öflugum áróðri gegn frumvarpinu og átti fulltrúa á nær öllum fundum sem haldnir voru um málið. Þegar félagið átti 70 ára afmæli 27. janúar 1977, gengumst við fyrir fundi um skattafrumvarpið í Krystalssalnum á Hótel Loftleiðum og þar var fjallað um málið fyrir fullu húsi. Þessi fundur var geysilega skemmtilegur og fróð- legur og átti áreiðanlega einna drýgstan þátt í því að okkur tókst það sem við kepptum að, sem sé að konta í veg fyrir að frumvarpið yrði samþykkt. Það var dregið til baka á þessu þingi, en næsta haust, þ.e. haustið ’77, var svo lagt fram nýtt frumvarp sem fól í sér hreina sér- sköttun launatekna og náði það fram að ganga árið 1978. Þau lög hafa verið í gildi síðan. Á síðastliðnum vetri var hins vegar samþykkt á Alþingi, nánast án nokkurrar umræðu, að stíga skref aftur á bak í skattlagningu hjóna í átt til samsköttunar launatekna. Með þessu er verið að hverfa frá þeirri þróun sem orðið hefur til aukins jafnréttis ein- staklinganna, hvort sem þeir eru giftir, í sambúð eða halda heimili með ein- hverjum öðrum. Það á að taka tillit til bamafólks með verulegum bamabótum 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.