19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 12
þitt og starf fyrirfram og utmið skipu-
lega að ákveðnu marki. Ertu kannski
sú manngerð sem tekur stefnu og heldur
svo fast við hana hvað sem á gengur?
„Ekki get ég nú beinlínis tekið undir
það, en þegar maður rekur feril sinn
eins og ég hef gert, þá hljómar það
kannski eins og bein lína sem ákveðin
var fyrirfram og allt er slétt og fellt.
Ég held m.a.s. að það geti reynst
manni skeinuhætt að ákveða of mikið
fram í tímann og hengja sig í einhverja
eina leið og líta svo á sig sem píslarvott
ef hún reynist ekki fær. En það er nauð-
synlegt að setja markið hátt og miða að
því að verða heilsteypt manneskja og
reyna að standa undir trausti í stórum
málum og smáum. Kínverjar eiga
marga merkilega orðskviði, þar á
meðal að ekki beri að stefna að háum
stöðum, heldur stefna að þeirri þekk-
ingu og reynslu sem þarf til að gegna
hárri stöðu. Sá sem því marki hefur
náð, hefur raunarhreppthnossið, hvort
sem staðan fylgir eða ekki.“
/ karlaheimi
- Hvernig er svo að vera kona í karla-
heimi utanríkisþjcmustunnar?
„Ég held að það sé varasamt að líta á
karlmenn sem órofaheild, sem standa
sameinaðir að því að útiloka konur og
berjast gegn þeim. Ég held að það geri
þeirri konu lífið nær óbærilegt sem
hugsar um umhverfi sitt á þann hátt.
Þó svo það sé mikið áhyggjuefni hve illa
er komið fram við konur á vinnumark-
aðnum og hve illa þeim gengur að kom-
ast áfram. Draugar úr fortíðinni gægj-
ast sífellt fram og ekki síst á örlaga-
stundu við mannaráðningar og ákvarð-
anir um stöðuhækkanir. Ég gæti nefnt
hér alþekkt dæmi, þegar karlmaður
kemur á vinnustað og spyr konu „hvort
enginn sé við“. Það er auðvitað ekki
hægt að móðga annan einstakling meira
en með því að afneita tilvist hans beint
upp í geðið á honum. Þetta er slæmt þó
það séu ekki samantekin ráð að vinna
skipulega gegn konum. Við vitum að
karlmenn keppa innbyrðis og fordómar
ríkja gegn karlmönnum vegna ýmissa
þátta. Við vitum líka að besti karlmað-
urinn kemst ekki alltaf lengst. Allar
svona kenningar um ástandið eins og
það er, vekja engan sérstakan áhuga
hjá mér, heldur fyrst og fremst leita ég
úrlausnar.
12
Gamlar goðsagnir og
manndómspróf
Hvað á til bragðs að taka? Hvernig á
maður sem einstaklingur að bregðast
við þessum fordómum sem enginn einn
getur kveðið niður. Ég held að svarið
felist í því að trúa á eigin málsstað og
láta ekki andstæðinga jafnréttisins
segja sér hver maður er. Amma mín,
Ásdís Þorgrímsdóttir, brynjaði sig gegn
fordómunum með setningu sem eftir
henni er höfð: „það er allt satt sem sagt
er um konur. Það gildir bara um bæði
kynin“. Ég skildi hana ekki til fullnustu
þegar hún sagði þetta, ég var svo lítil,
en síðan hafa þessi orð hennar og aðrar
brýningar fylgt mér, en amma var
brennandi í anda jafnréttisins.
„Karlar“, sagði amma, „eru verndaðir
fyrir gangrýni á störf sín og frammi-
stöðu vegna goðsagnarinnar um karl-
manninn, konur aftur berskjaldaðar
fyrir gagnrýni vegna goðsagnarinnar
um konuna. í raun eiga allir lestir sem
eignaðir eru konum einum við bæði
kynin og munurinn á þeim í öllu því
sem máli skiptir er sáralítill." Við
barnabörnin gegnum öll undir
„manndómspróf“ hjá ömmu, að geta
drukkið kaffi. Ég hef allt frá því að hún
eggjaði mig til kaffidrykkju sex ára
gamla verið kaffisvelgur eins og hún.
Amma var af aldamótakynslóðinni
og trúði á hæfileika fólks og bjartari
framtíð. „Lítið þjóðfélag hefur ekki
efni á að hundsa hæfileikafólk. Það
kemur ekkert í staðinn fyrir greind og
hæfni“ sagði hún einhvern tíma,
„hvorki kynferði né ætterni.“ Það er
ekki svo lítið að hafa fengið hvatningu
af þessu tagi sem barn.
Að banka upp á
Lítum á hvernig aðrir hópar hafa
brugðist við fordómum og borið sigur
úr býtum. Faðir minn hefur sagt mér
hversu erfitt það var fyrir stráka utan af
landi og stúdenta frá Akureyri að verða
fullgildir í hópi háskólastúdenta fyrir
sunnan. Þá voru tilteknar embættis-
mannaættir og ekki nægði að vera
karlkyns. Smám saman sönnuðu utan-
bæjarmennirnir ágæti sitt og enginn
spyr lengur hvar menn eru fæddir og
menntaðir fram að stúdentsprófi í
dreifbýli eða þéttbýli. Utanbæjar-
mennirnir bönkuðu upp á og gerðu til-
kall til æðstu embætta í þjóðfélaginu,
og þeir sem fyrir voru veittu mótstöðu
til að byrja með. Mér finnst það hjálpa
mér til að sætta mig við þetta ástand að
reyna að sjá okkur konur sem nýjan
hóp sem bankar upp á, og megum ekki
gefast upp þótt ekki sé opnað í fyrstu
umferð".
— Finnst þér einhver munur á við-
horfum erlendra karla og íslenskra til
þess að kona sé diplómat?
Sigríður Snævarr fór að skellihlæja
við þessari spurningu og sagði að það
væru nær 160 ríki í Sameinuðu þjóð-
unum þannig að stórt væri spurt. „En
síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var
kjörin forseti finnst mönnum auðvitað
eðlilegt að aðrar íslenskar konur geri
hvað sem er. Ég man að þegar frú
Vigdís var kjörin forseti var ég í sendi-
ráðinu í Moskvu og veitti því forstöðu í
fjarveru sendiherra. Einn sendiherrann
sem hringdi til að óska okkur til ham-
ingju með nýjan forseta spurði svo í
leiðinni: „En hvernig er það, fá strák-
arnir ekkert að gera hjá ykkur lengur?"
J