19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 10
Sigríður Snævarr sendiráðu- nautur er ein fárra kvenna sem gegnt hafa embættisstörfum í utanríkisþjónustunni, en þar hefur hún um 7 ára skeið gegnt ýmsum embætt- um, nú síðast sem blaðafulltrúi utanrík- isráðuneytisins. Sigríður á líka að baki námsferil sem er nokkuð óvenjulegur fyrir konur héðan af íslandi. Hún stundaði nám í ítölsku úti á Ítalíu, fór svo þaðan til náms í alþjóða- samskiptum í London og loks til fram- haldsnáms í þeim fræðum í Bandaríkj- unum. Því þótti 19. júní tilvalið að spyrja hana út í ástæður þess að hún fór inn á þessar brautir í námi sínu og starfi. Hún var fyrst spurð hvað hefði ráðið mestu um námsvalið. „ítölskuna ákvað ég að læra þegar ég var fimm ára gömul og kynntist latn- esku stúdentasöngvunum og náms- greinina „alþjóða samskipti" fann ég í handbók breskra háskóla," svarar Sig- ríður með glettnissvip. „Þetta er alveg sannleikanum samkvæmt, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég var þeirrar skoðunar að við námsval væri fyrst og fremst rétt að velja út frá eigin styrkleika þ.e. þau efni sem lágu best fyrir mér en það voru tungumál, saga og stjórnvísindi. Ég vildi ekki með náms- vali einskorða mig við fáa kosti í starfs- vali og ákvað því að stjórnvísindin yrðu aðalfag og tungumálin aukafag. Þess vegna sótti ég fyrst um ítalskan styrk og hélt til Ítalíu með Gullfossi haustið eftir stúdentspróf. Italíuárið notaði ég jafn- framt því að njóta dvalarinnar og læra málið til þess að velta fyrir mér fram- haldinu, hvort ég ætti að halda heim og læra lögfræði eða dvelja áfram erlendis við nám í einhverjum stjórnvísindum. Teningnum var svo kastað þegar ég fann þessa tiltölulega nýju námsbraut „alþjóða samskipti" í handbókinni. Þá sá ég leik á borði, að nýta mér reynslu mína sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna, og jafnframt bæði áhuga- málin, tungumálin og stjórnvísindin. Ég gat vel hugsað mér framtíðarstarf á sviði alþjóða samskipta í einhverri mynd. Fáar bekkjarsystur í Ijós kom að þessi námsbraut var með mjög mismunandi hætti eftir háskólum. Ég valdi að lokum London School of Economics og hóf þar nám 1974 og lauk B.SC.Econ. prófi 1977. Bekkjarbræður mínir í London (því miður voru bekkjarsystur sárafáar) urðu heldur hissa þegar ég afréð svo að halda til Boston í Bandaríkjunum til framhaldsnáms við Feltcher School of Law and Diplomacy. Astæðan fyrir undrun þeirra var sú að á þeim tíma var ekki talið nausynlegt að halda áfram námi eftir fyrstu gráðu, nema fyrir verðandi háskólakennara og fræði- menn. Bretar töldu þá og kannski enn, að aðalatriði væri að nema við góðan, virtan skóla, námslengd og námsgrein skiptu engu aðalmáli við starfsval. Háskólamenntun var talin vera fyrst og fremst tímabundið næði frá lífsbaráttu og dægurþrasi sem gaf nauðsynlegt ráðrúm til að sjá heiminn úr nokkurri fjarlægð, setja sér markmið í andlegri vinnu og vinna hana skipulega. Þannig var menntun ekki talin afmarkandi, ekki til að skorða manneskjuna í starfs- vali, heldur styrkjandi og hvetjandi til virkrar þátttöku í stjórnun á hvaða vinnustað sem er, með þekkingu og ögun að vopni. Rætt við Sigríði Snævarr, blaðafulltrúa utanríkis- r ráðuneytisins og formann sendinefndar Islands á kvennaráðstefnu SÞ í Nairobi á sumri komanda 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.