19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 66
W-Á Æ kjp'i' i \
7 m 1 j&Jmi í
Albína Thordarson við þyrlu sína. (Ljósmynd Anna Fjóla Gísladóttir).
Ég spyr hana fyrst wn þyrluþjónustuna og
hvers konar fyrirtœki þetta sé.
„Þyrluþjónustan er minnsta flugfélag á
landinu, með fjögurra farþega sætaframboð
og þyrlan mín er sú eina í einkaeign á land-
inu. Þetta er þó ekki ódýrasta flugfélagið í
rekstri, þar sem þyrla kostar á að giska fimm
sinnum meira en venjuleg flugvél, sem ber
jafn marga.“
- En hvernig gengur reksturinn?
„Hann gengur vel í þeim skilningi að ég er
með fyrsta flokks flugvél og hef verið með
fyrsta flokks flugmenn. Ég hef flugmann í
fullu starfi á sumrin, cn kaupi viðhald á þyrl-
unni af öðrum.“
- Hvernig stóð á því að þú fórst úl íþennan
rekstur?
„Fyrri maðurinn minn, Ásgeir Höskulds-
son, var umboðsmaður fyrir Hughes Heli-
copters. Við vorum nýbúin að kaupa þyrlu
þegar hann fórst 1977. Þá tók ég við umboð-
inu, enda hafði ég fylgst með starfi hans og
tekið þátt í því með honum. Þremur árum
síðar stofnaði ég svo þyrluþjónustuna."
Fólksbíll látinn detta í flóann
- Hver eru verkefni fyrir þyrlur á íslandi?
„Þau eru margvísleg, en þó engan veginn
eins margvísleg og í öðrum löndum. Það
stafar meðal annars af því að við erum á
norðurslóðum að verkefnin eru flest sumar-
verkefni. Þess vegna nota ég Hughes 500 D
þyrlu, sem er kröftug og traust vél. Til cru
ódýrari þyrlur í sama stæröarflokki, en í
íslensku veðurfari, ekki síst á hálendinu, vil
Þyrluheimurinn
er karlaheimur
Albína Thordarson stundar tvær at-
vinnugreinar. Aðra þeirra stunda
nokkrar konur á íslandi, en hina
er hún algerlega ein um hér á landi og jafnvel
í heiminum. Hún gerir út þyrlu með starfi
sínu sem arkitekt, ogekki er alltaf ljóst hvort
er aðalstarfið.
Á efstu hæð í Skipholti 37 er Albína til
húsa, með bæði sín störf, í björtu og rúm-
góðu turnherbergi, með útsýni til allra átta.
Þar reka þær saman teiknistofu, hún ogyngri
66
systir hennar Guðfinna, sem einnig er arki-
tekt.
Þær systur eru niðursokknar í störf sín við
teikniborðin, þegar blaðamaður 19. júní
lítur inn einn vordaginn, til að spyrja frétta.
Albína býður upp á kaffi, glaðleg og hress í
fasi og ber sig um með sjálfsöryggi þeirrar
persónu, sem veit hvað hún vill. Albína
hafði sagt mér að koma þennan dag, þó að
allt væri vitlaust að gera, því að næsta vika
yrði enn verri.
ég ekki gera þær út. Það er engin tilviljun
hvað þessar þyrlur eru algengar í Norður-
Noregi, Svíþjóð, Norður-Kanada og
Alaska.
En verkefnin eru mörg: landmælingar,
vatnamælingar, steypuvinna, efnisflutningar
af ýmsu tagi í krók neðan á vélinni, smala-
mennska og flutningur á kindum, flutningur
á skíðamönnum á háa tinda og flutningur á
girðingarefni. Fjölmargt annað mætti nefna,
svo sem að flytja fólksbíl út á Faxaflóa og