19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 42
konan var sköpuð úr rifi Adams á meðan hann fékk sér blund. Staða kon- unnar skv. Bíblíunni var því sem aðstoðarmanns að Guðsgjöf. Petta við- horf til kvenna efldist mjög í borgar- menningu hinna rómversk-kaþólsku Kynin voru jöfn í upphafí í Snorra-Eddu ianda, en náði ekki að ryðja sér til rúms í kristinni hugmyndafræði á íslandi á þjóðveldisöld. Kemur þar fram sú sérstaða sem ísland hafði sem jaðar- svæði, fjarri áhrifavaldi páfakirkjunn- ar. í ritgerð Ólafíu velur hún þrjú þemu til að varpa ljósi á spurninguna hvort hinar sterku, meðvituðu konur íslend- ingasagna hefðu verið fulltrúar þess veruleika sem íslenskar konur bjuggu við á þjóðveldisöld; hjónabandið sem félagsleg stofnun, staða kvenna á frjálsum vinnumarkaði, og hlutdeild þeirra í framkvœmdavaldinu. Dr. Ólafía ásamt fjölskyldu sinni er þau heimsóttu ísland sumariö 1984. Hjónabandið sem félagsleg stofnun Ólafía telur að hjónabandið, eins og það var á íslandi áður fyrr, hafi verið nær fullkomið ef litið er til efnahagslegs sjálfstæðis og persónulegs frelsis aðil- anna innbyrðis. Petta sambúðarform kynjanna fól í sér sambærilega stöðu eða jafnrétti, sem var byggt á djúpstæð- um, gagnkvæmum jöfnuði. Hjóna- bandið, eins og það tíðkaðist í íslenska þjóðveldinu, hafði ekki trúarlegt yfir- bragð, eða að yfir því hvíldi helgi eða tilbeiðsla. Það var samkomulag milli karls og konu, og það sem einstaklinga. Má líta á stofnun hjónabandsins sem sérstakan efnahagssamning, þar sem allar samningaviðræður sem fram fóru á undan stofnun hjónabandsins snerust um fjárhagsmálin. Athyglisvert er að heimanfylgja og mundur konunnar voru séreign hennar allt hjónabandið. Þótt karlinn rataði í ólán og safnaði skuldum gat enginn snert þessa eign hennar. Mun líklega hafa verið algengast að hjónin hefðu séreignir. Eiginmaðurinn átti þó ætíð að hafa umsjón með þeim hluta eigna konunnar, sem var utan húss, en þurfti að standa skil á hlut hennar í búinu og vöxtum af honum á hverju ári. Efna- hagsgrundvöllur hjónabandsins minnti því mest á hlutafélag. Efnahagslegt jafnrétti karls og konu í hjónabandinu kemur ekki síst fram í skilnaðarmálum, en skilnaðir voru síður en svo sjaldgæfir á þjóðveldisöld. í lögum var þess stranglega krafist að sérhver kona, gift eða ógift, gæfi réttar upplýsingar um föður barns síns. Ef um óskilgetið barn var að ræða, átti móð- irin að láta lýsa því yfir hver væri faðir- inn á fyrsta þingi eftir fæðinguna. Ef hlutaðeigandi gat ekki hrakið staðhæf- Efnahagsgrundvöllur hjóna- bandsins minnti mest á hlutafélag ingu hennar, var hann úrskurðaður faðir að barninu fyrir framburð hennar eingöngu. Varð hann að taka á sig 2/3 framfærsluskyldunnar þar til barnið var orðið 16 vetra gamalt. Sýnir þetta hve sterk staða konunnar var á þessu sviði. Konur nutu og mikillar réttarverndar skv. lögum Grágás. Þar var talið upp hvaða mótgjörðir gagnvart konum voru refsiverðar. Má nefna sem dæmi að ef karlmaður reyndi að kyssa konu gegn vilja hennar, gat legið við fjörbaugs- garður. Þá lá skóggangur einnig við því að yrkja mansöng til konu. Það getur því ekki talist undarlegt að konur Islendingasagna, allt frá húsfreyju til vinnukvenna, hafi verið óþvingaðar í J 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.