19. júní


19. júní - 19.06.1985, Side 42

19. júní - 19.06.1985, Side 42
konan var sköpuð úr rifi Adams á meðan hann fékk sér blund. Staða kon- unnar skv. Bíblíunni var því sem aðstoðarmanns að Guðsgjöf. Petta við- horf til kvenna efldist mjög í borgar- menningu hinna rómversk-kaþólsku Kynin voru jöfn í upphafí í Snorra-Eddu ianda, en náði ekki að ryðja sér til rúms í kristinni hugmyndafræði á íslandi á þjóðveldisöld. Kemur þar fram sú sérstaða sem ísland hafði sem jaðar- svæði, fjarri áhrifavaldi páfakirkjunn- ar. í ritgerð Ólafíu velur hún þrjú þemu til að varpa ljósi á spurninguna hvort hinar sterku, meðvituðu konur íslend- ingasagna hefðu verið fulltrúar þess veruleika sem íslenskar konur bjuggu við á þjóðveldisöld; hjónabandið sem félagsleg stofnun, staða kvenna á frjálsum vinnumarkaði, og hlutdeild þeirra í framkvœmdavaldinu. Dr. Ólafía ásamt fjölskyldu sinni er þau heimsóttu ísland sumariö 1984. Hjónabandið sem félagsleg stofnun Ólafía telur að hjónabandið, eins og það var á íslandi áður fyrr, hafi verið nær fullkomið ef litið er til efnahagslegs sjálfstæðis og persónulegs frelsis aðil- anna innbyrðis. Petta sambúðarform kynjanna fól í sér sambærilega stöðu eða jafnrétti, sem var byggt á djúpstæð- um, gagnkvæmum jöfnuði. Hjóna- bandið, eins og það tíðkaðist í íslenska þjóðveldinu, hafði ekki trúarlegt yfir- bragð, eða að yfir því hvíldi helgi eða tilbeiðsla. Það var samkomulag milli karls og konu, og það sem einstaklinga. Má líta á stofnun hjónabandsins sem sérstakan efnahagssamning, þar sem allar samningaviðræður sem fram fóru á undan stofnun hjónabandsins snerust um fjárhagsmálin. Athyglisvert er að heimanfylgja og mundur konunnar voru séreign hennar allt hjónabandið. Þótt karlinn rataði í ólán og safnaði skuldum gat enginn snert þessa eign hennar. Mun líklega hafa verið algengast að hjónin hefðu séreignir. Eiginmaðurinn átti þó ætíð að hafa umsjón með þeim hluta eigna konunnar, sem var utan húss, en þurfti að standa skil á hlut hennar í búinu og vöxtum af honum á hverju ári. Efna- hagsgrundvöllur hjónabandsins minnti því mest á hlutafélag. Efnahagslegt jafnrétti karls og konu í hjónabandinu kemur ekki síst fram í skilnaðarmálum, en skilnaðir voru síður en svo sjaldgæfir á þjóðveldisöld. í lögum var þess stranglega krafist að sérhver kona, gift eða ógift, gæfi réttar upplýsingar um föður barns síns. Ef um óskilgetið barn var að ræða, átti móð- irin að láta lýsa því yfir hver væri faðir- inn á fyrsta þingi eftir fæðinguna. Ef hlutaðeigandi gat ekki hrakið staðhæf- Efnahagsgrundvöllur hjóna- bandsins minnti mest á hlutafélag ingu hennar, var hann úrskurðaður faðir að barninu fyrir framburð hennar eingöngu. Varð hann að taka á sig 2/3 framfærsluskyldunnar þar til barnið var orðið 16 vetra gamalt. Sýnir þetta hve sterk staða konunnar var á þessu sviði. Konur nutu og mikillar réttarverndar skv. lögum Grágás. Þar var talið upp hvaða mótgjörðir gagnvart konum voru refsiverðar. Má nefna sem dæmi að ef karlmaður reyndi að kyssa konu gegn vilja hennar, gat legið við fjörbaugs- garður. Þá lá skóggangur einnig við því að yrkja mansöng til konu. Það getur því ekki talist undarlegt að konur Islendingasagna, allt frá húsfreyju til vinnukvenna, hafi verið óþvingaðar í J 42

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.