19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 40
I vestfirska'
FRETTABLASID
er landsmálablað
sem kemur út á
fimmtudögum
gefur innsýn í lífsbaráttu
fólks, sem býr strjált
í harðbýlum landshluta
er ekki ríkisstyrkt blað
textinn er svo góður, hún hefur sál-
fræðilega dýpt... en fleira kemur til.
Þessir tímar sem sagan gerist á minna
að ýmsu leyti á þá tíma sem við lifum.
1865 í Rússlandi: þá voru upplausnar-
tímar, bændaánauðinni hafði nýlega
verið aflétt og vonir voru bundnar við
framtíðina, en jafnframt ríkti viss ótti
vegna þess að gömul gildi höfðu gengið
sér til húðar og enginn vissi í raun og
veru hvað tæki við. Það var mikið
svindlað, stolið og braskað, og hvers-
kyns glæpir færðust í aukana, upp-
lausnin var bæði efnahagsleg og sið-
ferðisleg... Dostojevskí lýsir þessu af
ótrúlegri dýpt.
Heldurðu áfram að þýða Dostojev-
skí?
- Mig klæjar auðvitað í puttana, já.
Og ég ætla mér að þýða meira eftir
hann, hvenær sem það verður. En nú
var ég að fá fjögurra mánaða starfslaun
og þau ætla ég að nota til annars. Ég
skrifa ekki eins mikið og ég gjarnan
vildi - tvö börn og ekkert sérherbergi...
Skiptum alveg um umræðuefni Ingi-
björg. Þú hefur um árabil verið kvik-
myndagagnrýnandi og hefur Ifklega séð
flestar íslensku kvikmyndirnar. Finnst
þér þú merkja einhverja þróun á þeim
vettvangi, einhvern íslenskan svip að
fæðast í þeirri listgrein?
- Þetta er erfið spurning! Mér dettur
í hug það sem sagt var einhverntíma um
frægan leikstjóra í Hollywood: liann
gerði yfir 100 myndir og fyrstu 40 voru
skelfing slæmar. Ég held að kvikmynda-
gerðarmennirnir okkar séu ekki ennþá
búnir að afla sér þeirrar reynslu sem
þarf til að hægt sé að tala um „íslenskan
skóla“. Þetta kemur vonandi með tím-
anum, þótt útlitið sé reyndar í dekkra
lagi um þessar mundir. Þar er þó ekki
við listamennina að sakast, heldur yfir-
völd, sem af sorglegri skammsýni hafa
svikist um að veita fé í kvikmyndasjóð.
Ég óttast að þessi skammsýni leiði til
þess að þær fáu kvikmyndir sem gerðar
verða í landinu einkennist um of af
málamiðlun. Að fjárhagslega aðþrengdir
kvikmyndagerðamenn reyni að gera
öllum til geðs til að tryggja góða
aðsókn. Þá er hætt við að meðal-
mennskan verði allsráðandi og „ís-
lenska kvikmyndavorið“ breytist fyrir-
varalítið í nöturlegt haust. Hún er ann-
ars undarleg þessi árátta yfirvalda að
líta alltaf á menninguna sem ómaga. Ég
veit ekki betur en kvikmyndagerð hafi
víða þótt arðvænleg atvinnugrein,
alveg burtséð frá því hver lífsnauðsyn
það er okkur sem þjóð að eiga okkar
eigin kvikmyndalist.
M.S.
er ekki tengt neinum
stjórnmálaflokki og
á gengi sitt allt
undir vinsældum
sínum meðal lesenda
svo og því áliti, sem það
nýtur hjá auglýsendum
er sent í pósti til
áskrifenda um land allt
Auglýsinga- og
áskrittarsími blaðsins eru
94-4011 94-3223 og 94-3100
utan almenns vinnutíma
I vestfirska ~~l
FRETTABLADID
PÓSTHÓLF 33 400 ÍSAFIRÐI
STEFÁM
THORAREMSEN HF
Menningar- og minningarsjóður kvenna
Menningar- og minningarsjóður kvenna hcfur nú gefið út fimmta bindi
æviminningabóka íslenskra kvenna. Fyrsta bindið kom út 1955. í þeim bókum,
sem út eru komnar, eru hátt á fjórða hundrað greinar um íslenskar konur úr
flestum þeim starfsstéttum, er konur hafa sinnt fram að þessu.
I fimmta bindi æviminningabókanna, sem nú er komið út, eru greinar um
rúmlega 90 konur, maka þeirra og afkomendur. í bókum þessum öllum er að
finna mikinn ættafróðleik, auk almenns fróðleiks úr íslensku jojóðlffi, allt frá
miðri síðustu öld og fram á okkar daga.
Ennþá eru fáanleg 2. 3. og 4. bindi æviminningabókanna. Fyrsta bindi er
uppselt. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu KRFI að Hallveigarstöðum, sími
18156. Skrifstofan er opin frá kl. 14—17, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga. Þar er bókin (bækurnar) til sölu.
40