19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 77
16. landsfundur Kvenrétt-
r
indafélags Islands
landsfundur Kvcnrétt-
indafélags Islands var
haldinn dagana 15. og
• 16. mars 1985 í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi Reykjavík.
Fundinn sátu um 80 manns víðs vegar að af
landinu.
Menntamálaráðherra, Ragnhildur Helga-
dóttir flutti ávarp í upphafi fundarins. Rifj-
aði hún upp þá tíma er hún gekk í KRFÍ,
starfsemi þess þá og nú og aukningu á virkni
ungra kvenna innan félagsins. Hún kom
einnig með þá hugmynd að félagsmenn í
KRFÍ fari í framhaldsskólana og kynni starf-
semi sína þar og taldi það vænlega leið til að
ná til ungs fólks.
Aðalviðfangsefni landsfundarins var
kynning á niðurstöðum könnunar sem
KRFÍ lét gera um hlut kvenna og karla á
vinnumarkaðnum eftir tilkomu tölvubylting-
arinnar. Þá var fjallað um skattamál hjóna,
launamál kvenna auk innri nrálefna félagsins.
Framsöguerindi voru átta og öll flutt fyrri
daginn. Sólveig Ólafsdóttir sagði frá ’85-
nefndinni, samstarfsnefnd um lok kvenna-
áratugar SÞ á Islandi. Ragnheiður Harðar-
dóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg Svav-
arsdóttir kynntu niðurstöður könnunar senr
þær höfðu unnið fyrir KRFÍ, „Tölvutæknin.
Hlutur kvenna og karla á vinnumarkaðn-
um“. Greint er frá þessari athugun annars
staðar í blaðinu. Jónína M. Guðnadóttir
fjallaði um breytingar á stefnuskrá félagsins
og drög að reglugcrð 19. júní. Brynhildur
Kjartansdóttir var með hugleiðingar um
Menningar- og minningarsjóð kvenna. Ingi-
björg R. Guðmundsdóttir fjallaði um
launamál kvenna og Arndís Steinþórsdóttir
fjallaði um skattamál hjóna.
Að loknum framsöguerindum voru
umræður. Fyrri degi landsfundar lauk með
heimsókn landsfundarfulltrúa að Bessastöð-
um til forseta íslands, Vigdísar Finnboga-
dóttur.
Laugardaginn 16. mars hófst landsfundur
kl. 9.00 með því að fjórir starfshópar störf-
uðu.
Starfshópur 1 fjallaði um tölvutæknina og
hlut kvenna á vinnumarkaðnum.
Helstu niðurstöður starfshópsins voru:
a) Að nauðsynlegt væri að vinna markvisst
að því að gera konum kleift að nota sér
tölvutækni.
b) Þar sem fyrirsjáanlegt væri atvinnuleysi
kvenna í kjölfar tölvubyltingarinnar væri
nauðsynlegt að ríkið kostaði og skipu-
legði endurmenntun vinnuaflsins.
c) Mikilvægt væri að starfsmenn fengju
tækifæri til þess að fylgjast með ákvarð^
anatöku og skipulagningu tölvuvæðingar
í fyrirtækjum.
d) Starfshópurinn beindi því til stjórnar
KRFÍ að vinna að aukinni umræðu um
þessi mál og athuga möguleika á fræðslu-
námskeiðum um tölvur.
Samþykkt var ályktun frá starfshópnum
þar sem bent er á þá staðreynd að sú
nýsköðun atvinnulífs hér á landi sem nauð-
synleg er talin og stjórnvöld stefna að mun
snerta mjög viðkvæma stöðu kvenna með
takmarkaða grunnmenntun á vinnumark-
aðnum. Skorað er á félagsmálaráðuneytið
að það beiti sér fyrir átaki til menntunar
kvenna í verslunarstétt sent nú þegar eru að
hverfa af vinnumarkaði vcgna tækniþróun-
ar. Loks er átalin harðlega skipan starfshóps
um nýja tækni á vegum félagsmálaráðuneyt-
isins, þar sem engin kona á sæti í.
Starfshópur 2 fjallaði um innri mál KRFÍ.
Hópurinn gerði lítillegar breytingar á
stefnuskrá KRFÍ og verður hún sérprentuð og
gefin út síðar ásamt lögum KRFÍ. Þá var
samþykkt tillaga frá hópnum um að hlutast
verði til um að 10. grein skipulagsskrár
MMK verði breytt þannig að á landsfundi
KRFÍ verði kosnar 3 stjórnarkonur og 2 til
vara, en á aðalfundi KRFÍ í Reykjavík mitt
á milli landsfunda verði kosnar 2 stjórnar-
konur og 3 til vara.
Starfshópurinn lagði fram drög að reglu-
gerð fyrir 19. júní og lagði til að þau yrði
samþykkt sem var og gert.
Starfshópur 3 fjallaði um skattamál hjóna.
Miklar umræður og skiptar skoðanir voru
í þessum starfshópi. Hópurinn lagði fram
áskorun sem var samþykkt. Þar cr skorað á
stjórnvöld að halda áfram á þeirri braut til
sérsköttunar við álagningu tekjuskatts á
hjón, sem mótuð var með lögum nr. 40/1978
um tekur og eignarskatt. Einnig eru árétt-
aðar tillögur KRFÍ um skattalegar ívilnanir
til þeirra sem annast uppeldi barna á heim-
ilum með stórauknum barnabótum. Og loks
var lögð áhersla á að skattaframtal hvers
einstaklings sé sjálfstætt skjal og skráð á
framteljanda sjálfan.
Starfshópur 4 fjallaði um launamál
kvenna.
Engin sameiginleg niðurstaða kom úr
umræðum hópsins. Lögð var fram og sam-
þykkt áskorun til Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra um að hann láti nú
þegar framkvæma könnun á því hvers vegna
launamismunur kynjanna er svo mikill sem
ra,un ber vitni.
Eftir að starfshópar höfðu kynnt niður-
stöður sínar voru almennar umræður, og til-
lögur og áskoranir samþykktar.
Samþykkt var tillaga um að gera Auði
Auðuns, fyrrverandi dóms- og kirkjumála-
ráðherra að heiðursfélaga KRFÍ. Auður
hefur starfað ötullega að hagsmunamálum
kvenna og m.a. starfað innan KRFÍ og verið
formaður MMK í 25 ár.
Þá var skorað á menntamálaráðuneytið
að stórauka starfsfræðslu nteð sérstakri
áherslu á jafnrétti kynjanna jafnt á grunn-
skóla- og framhaldsskólastigi, svo ung-
lingum finnist sjálfsagt að fara nýjar leiðir í
starfsvali. Fundurinn taldi að stórauka bæri
fræðslu í skólum um stofnun heimilis, sam-
búð og hjúskap, uppeldi og jafna stöðu
kvenna og karla.
Loks skoraði fundurinn á Matthías
Bjarnason heilbrigðisráðherra að tryggja
sem fyrst að hægt verði að koma á kerfis-
bundinni leit að brjóstakrabbameini hjá
konum með brjóstamyndatökum.
Kosið var í stjórn KRFl til næstu fjögurra
ára og hlutu þessar kosningu:
Aðalm. Áslaug Bryngjólfsdóttir. Varam.
Valborg Bentsdóttir og Gerður Steinþórs-
dóttir.
Aðalm. Dóra Guðmundsdóttir. Varam.
Sigurveig Guðmundsdóttir og Guðrún
Sæmundsdóttir.
Aðalm. Helga Sigurjónsdóttir. Varam.
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og Guðrún
Gísladóttir.
Aðalm. Kristín Jónsdóttir. Varam. Sjöfn
Halldórsdóttir og Eygló Pétursdóttir.
Aðalm. Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir. Varam. María Ásgeirsdóttir og Ást-
hildur Ólafsdóttir.
Aðalm. Valgerður Sigurðardóttir.
Varam. Ásdís Rafnar og Björg Einarsdóttir.
í stjórn Menningar- og minningarsjóðs
kvenna voru kosnar:
Aðalm. Kristín B. Tómasdóttir, Brynhildur
Kjartansdóttir og Hlédís Guðmundsdóttir.
Varam. Helga Gröndal og Hjördís Þor-
steinsdóttir.
Einnig var kosið í fulltrúaráð KRFÍ en f
því eiga sæti tveir aðalmenn og tveir vara-
menn í hverju kjördæmi landsins. Uppstill-
ingarnefnd lagði til að fulltrúaráðið sæti
óbreytt og var það samjrykkt.
16. landsfundi KRFl lauk með pallborðs-
umræðum „Hvert stefnum við f jafnréttis-
baráttunni?“ Erna Indriðadóttir stjórnaði
umræðum en þátttakendur voru Jóhanna
Sigurðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Lára
V. Júlíusdóttir, Unnur Stefánsdóttir, Inga
Jóna Þórðardóttir og Esther Guðmunds-
dóttir.
Eftir fundarslit þáðu landsfundarfulltrúar
veitingar að Borgartúni 6 í boði félagsmála-
ráðherra, Alexanders Stefánssonar.
77