19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 48
Laun kvenna lækka
eftir því sem þeim
fjölgar á vinnumarkaðinum
Hefur jafnréttis-
baráttan haft
áhrif á kjör
kvenna í láglaunastéttum, og hefur
eitthvaö breyst sídustu tíu árin, á
kvennaáratugnum? Til þess að fá svör
við þessum spurningum og ýmsum
öðrum fengum við fjórar konur úr
jafnmörgum stéttarfélögum til
hringborðsumræðna. Konurnar eru
Aðalheiður Fransdóttir í Framsókn,
Anna Sigurðardóttir í Félagi starfsfólks
í veitingahúsum, Guðlaug Pétursdóttir
í Sókn og Hildur Kjartansdóttir í Iðju.
Hér á eftir fá lesendur að kynnast
viðhorfum kvennanna, sem ekki voru
mættar til leiks sem fulltrúar viðkom-
andi félaga heldur einstaklingar innan
félaganna, með eigin skoðanir og sína
persónulegu reynslu.
-Hafa orðið einhverjar breytingar á
kjörum ykkar á undanförnum misser-
um?
Guðlaug: Ég get ekki fundið það.
Mér finnst orðið miklu erfiðara að lifa
á tekjunum í dag en mér fannst fyrir
nokkrum árum þrátt fyrir það að nú
erum við bara þrjú í heimili en vorum
7-8 áður. Sókn hefur dregist aftur úr í
launum. Við fengum nokkuð góða
samninga 1982, þá bestu sem við höfum
fengið, en síðustu samningar voru
lélegir. Og svo kom gengisfellingin
strax og reif af okkur meira en það sem
við fengum.
Anna: Ég hef aldrei fundið eins
mikla ólgu í konunum eins og núna eftir
seinustu samninga. Þær hafa verið
óánægðar áður. Nú eru þær raunveru-
lega óánægðar, mjög sárar og reiðar, og
þá sérstaklega með kaupið. Við höfum
oft borið okkur saman við Sókn, og nú
Aðalheiður Fransdóttir vinnur
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur.
„Ég hef unnið þar í þrjú ár, og
var bónustrúnaðarkona um
tíma, en er það ekki lengur“
erum við svo sannarlega á botninum.
Þar við bætist að alltaf er komið leiðin-
legar fram við lægstlaunaða fólkið. Því
erfiðari og leiðinlegri störf sem fólk
vinnur, því verr er komið fram við það.
-Eru konur í miklum meirihluta í
þínu félagi?
Anna: Já. Auk kvennanna eru aðeins
dyraverðir og birgðaverðir í félaginu en
dyraverðirnir eru fáir í fullu starfi.
-Nú er formaðurinn karlmaður.
Væri ekki eðlilegra að hann væri kona?
Anna: Jú, en þetta er félag sem í er
ófaglært fólk og konurnar þykjast ekki
treysta sér í formennskuna. Svo held ég
líka að konur sem vinna svona vinnu
hafi ekki næga trú á sjálfum sér og ekk-
ert álit á öðrum konum.
Aðalheiður: Ástandið hefur ekki
breyst til hins betra hjá okkur heldur.
Við sátum eftir í febrúarsamningunum
í fyrra. Til þess að ná lægstu tekjum
þurfum við að gefa fyrstu 36 klukku-
stundirnar í hverjum mánuði af bón-
usnum til að ná dagvinnutekjutrygging-
unni, sem er algjörlega fáránlegt. Við
förum alltaf niður á við í launurn. í
samningunum í haust náðum við heldur
ekki lægstu launum, ekki fyrr en við
erum búnar að vinna í eitt ár. í okkar
samningum er alltaf miðað við bónus.
Hann er tekinn ofan á launin okkar.
Þetta er ekkert nema aukaálag, sem
hver og einn leggur á sig.
-Hvað finnst þér um bónusinn?
Aðalheiöur: Það á að afnema hann.
Annars er það upp og ofan hvað fólki
finnst um það. Stelpurnar sem koma
inn um stundarsakir og eru hraustar og
duglegar vilja ekki missa bónusinn, því
með honum geta þær náð verulega
góðu kaupi. En ég held að viðhorfið
breytist, þegar þær eru búnar að vinna
í 3-4 ár. Við höfum ekkert val, við
verðum að vera í bónus hvort sem við
viljum eða ekki. Aftur á móti geta
atvinnurekcndur tekið bónusinn af
þegar þeim dettur í hug; T.d. ef lítið er
um hráefni, má taka bónusinn af sein-
asta daginn, sent eitthvað er að gera.
Við verðum þá kannski að fara í að
þrífa eða eitthvað annað álíka, því
þegar fólk ræður sig í frystihús ræður
það sig í hvaða starf sem er.
-En af hverju voru svona lélegir
samningar undirritaðir?
Aðalheiður: Ég get ekki svarað því.
Ég skil það ekki enn. Það mættu
reyndar mjög fáar konur frá okkur á
fundinn, og það voru því að stórum
hluta til ræstingakonur sem samþykktu
Anna Sigurðardóttir vinnur á
Loftleiðahótelinu. Hún er í
Félagi starfsfólks í veitinga-
húsum. Anna hefur verið í
samninganefnd í nokkrum
samningum. „Ég er búin að
vinna úti í sextán ár, og hef allt-
af unnið á Loftleiðahótelinu“
\
48