19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 26
Konur og getnaðarvamir Eru algengustu getnaðar- varnirnar heilsuspillandi? Lykkjan er nú al- gengasta getnaðar- vörn íslenskra kvenna samkvæmt upplýsingum frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Árið 1984 notuðu um 40% kvenna á aldr- inum 25-29 ára lykkjuna. Pillan er al- gengust í yngri aldursflokkum, um 40% kvenna á aldrinum 20-24 ára nota pill- una en þeim fer síðan ört fækkandi og á aldrinum 25-29 ára nota að meðaltali um 15% pilluna. Heildarnotkun þess- ara tveggja algengustu getnaðarvarna hefur aukist undanfarin ár, á ára- tugnum 1971-1981 jókst notkun pill- unnar og lykkjunnar úr 47% í 55%. Hvaða áhrif hefur notkun þessara tveggja algengustu getnaðarvarna á heilsufar kvenna? Eru t.d. einhver tengsl milli krabbameins og notkunar pillunnar og lykkjunnar? í Læknablaðinu í desember 1983 er sagt frá tveim greinum sem birtust í októberhefti Lancet það sama ár. Þar er fjallað um tengsl brjóstakrabba- meins, leghálskrabbameins og forstigs- breytinga í leghálsi við langvarandi notkun getnaðarvarnarpillna. Gerð var rannsókn á 314 konum sem fengu brjóstakrabbamein fyrir 37 ára aldur á árunum 1972-1982 og notkun pillunnar hjá heilbrigðum jafnstórum viðmiðun- arhóp. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að ef getnaðarvarnarpillur með háskammta progesteroni eru not- aðar í langan tíma fyrir 25 ára aldur skapar það aukna áhættu á brjósta- krabbameini. í greininni er jafnframt bent á að athuganir hafi leitt í ljós að pillan hafi verndandi áhrif gegn eggja- stokka- og legbolskrabbameini. í grein- inni stendur m.a.: Auka áhœttu á brjóstakrabba „í eggjastokkunum hindra þessi lyf 26 egglos og draga úr frumuskiptingum í yfirborðsfrumum eggjastokkanna. Legbolsslímhúðin er undir stöðugum áhrifum estrogena og progesterona, þar sem estrogen eru talin auka frumu- skiptingu brjóstafruma. Samsettar getnaðarvarnartöflur eru þannig taldar draga úr áhættu á legbolskrabbameini en auka áhættu á brjóstakrabbameini. Áhrif progesterons í þessum lyfjum eru talin vera mest á brjóst kvenna yngri en 25 ára þar sem tíðahringir með litlum progesteron áhrifum eru taldir algeng- ari í þessum aldurshópi. Greinar- höfundar benda á að notkun samsettra getnaðarvarnarlyfja, er innihalda lága skammta af progesteroni, virðist ekki hafa sömu áhættu í för með sér.“ í hinni greininni sem birtist í Lancet og vitnað er til í Læknablaðinu er borin saman tíðni leghálskrabbameins og forstigsbreytinga í leghálsi hjá 6.838 konum sem notuðu ýmsar tegundir af getnaðarvarnarpillum og 3.154 konum sem notuðu lykkjuna. 13 konur fengu leghálskrabbamein og notuðu þær allar pilluna. Tíðni krabbameins og forstigs- breytinga í leghálsi var 75% hærri meðal kvenna sem notuðu pilluna en meðal þeirra sem notuðu lykkjuna. Tíðni breytinganna var háð því hve lengi pillan er notuð, en óháð notkun lykkjunar. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa sætt gagnrýni m.a. vegna skorts á upplýsingum um kynlíf kvenn- anna. Áhrif Pillunnar Landlæknisembættið hefur gefið út fræðslurit um þessar tvær algengustu getnaðarvarnir kvenna. Spurningar og svör um pilluna nefnist annað þeirra. Þar kemur ýmislegt á óvart, m.a. að pillan geti haft áhrif á hárvöxt. Orðrétt stendur: „Einstaka konur fá hárlos. Það hverfur í flestum tilfellum er þær hætta pillunotkun. Ekki er ráðlegt að skipta um tegund heldur fá aðrar getn- aðarvarnir. í örfáum tilfellum fá konur útbrot og aukinn hárvöxt." Pillan getur einnig haft áhrif á mjólk- urmyndun í brjóstum: „Fyrir kemur að mjólkurkirtlarnir verða fyrir áhrifum frá hormónunum þannig að mjólk myndast. Pað gengur oftast fljótt yfir. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.