19. júní


19. júní - 19.06.1985, Side 26

19. júní - 19.06.1985, Side 26
Konur og getnaðarvamir Eru algengustu getnaðar- varnirnar heilsuspillandi? Lykkjan er nú al- gengasta getnaðar- vörn íslenskra kvenna samkvæmt upplýsingum frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Árið 1984 notuðu um 40% kvenna á aldr- inum 25-29 ára lykkjuna. Pillan er al- gengust í yngri aldursflokkum, um 40% kvenna á aldrinum 20-24 ára nota pill- una en þeim fer síðan ört fækkandi og á aldrinum 25-29 ára nota að meðaltali um 15% pilluna. Heildarnotkun þess- ara tveggja algengustu getnaðarvarna hefur aukist undanfarin ár, á ára- tugnum 1971-1981 jókst notkun pill- unnar og lykkjunnar úr 47% í 55%. Hvaða áhrif hefur notkun þessara tveggja algengustu getnaðarvarna á heilsufar kvenna? Eru t.d. einhver tengsl milli krabbameins og notkunar pillunnar og lykkjunnar? í Læknablaðinu í desember 1983 er sagt frá tveim greinum sem birtust í októberhefti Lancet það sama ár. Þar er fjallað um tengsl brjóstakrabba- meins, leghálskrabbameins og forstigs- breytinga í leghálsi við langvarandi notkun getnaðarvarnarpillna. Gerð var rannsókn á 314 konum sem fengu brjóstakrabbamein fyrir 37 ára aldur á árunum 1972-1982 og notkun pillunnar hjá heilbrigðum jafnstórum viðmiðun- arhóp. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að ef getnaðarvarnarpillur með háskammta progesteroni eru not- aðar í langan tíma fyrir 25 ára aldur skapar það aukna áhættu á brjósta- krabbameini. í greininni er jafnframt bent á að athuganir hafi leitt í ljós að pillan hafi verndandi áhrif gegn eggja- stokka- og legbolskrabbameini. í grein- inni stendur m.a.: Auka áhœttu á brjóstakrabba „í eggjastokkunum hindra þessi lyf 26 egglos og draga úr frumuskiptingum í yfirborðsfrumum eggjastokkanna. Legbolsslímhúðin er undir stöðugum áhrifum estrogena og progesterona, þar sem estrogen eru talin auka frumu- skiptingu brjóstafruma. Samsettar getnaðarvarnartöflur eru þannig taldar draga úr áhættu á legbolskrabbameini en auka áhættu á brjóstakrabbameini. Áhrif progesterons í þessum lyfjum eru talin vera mest á brjóst kvenna yngri en 25 ára þar sem tíðahringir með litlum progesteron áhrifum eru taldir algeng- ari í þessum aldurshópi. Greinar- höfundar benda á að notkun samsettra getnaðarvarnarlyfja, er innihalda lága skammta af progesteroni, virðist ekki hafa sömu áhættu í för með sér.“ í hinni greininni sem birtist í Lancet og vitnað er til í Læknablaðinu er borin saman tíðni leghálskrabbameins og forstigsbreytinga í leghálsi hjá 6.838 konum sem notuðu ýmsar tegundir af getnaðarvarnarpillum og 3.154 konum sem notuðu lykkjuna. 13 konur fengu leghálskrabbamein og notuðu þær allar pilluna. Tíðni krabbameins og forstigs- breytinga í leghálsi var 75% hærri meðal kvenna sem notuðu pilluna en meðal þeirra sem notuðu lykkjuna. Tíðni breytinganna var háð því hve lengi pillan er notuð, en óháð notkun lykkjunar. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa sætt gagnrýni m.a. vegna skorts á upplýsingum um kynlíf kvenn- anna. Áhrif Pillunnar Landlæknisembættið hefur gefið út fræðslurit um þessar tvær algengustu getnaðarvarnir kvenna. Spurningar og svör um pilluna nefnist annað þeirra. Þar kemur ýmislegt á óvart, m.a. að pillan geti haft áhrif á hárvöxt. Orðrétt stendur: „Einstaka konur fá hárlos. Það hverfur í flestum tilfellum er þær hætta pillunotkun. Ekki er ráðlegt að skipta um tegund heldur fá aðrar getn- aðarvarnir. í örfáum tilfellum fá konur útbrot og aukinn hárvöxt." Pillan getur einnig haft áhrif á mjólk- urmyndun í brjóstum: „Fyrir kemur að mjólkurkirtlarnir verða fyrir áhrifum frá hormónunum þannig að mjólk myndast. Pað gengur oftast fljótt yfir. J

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.