19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 84

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 84
stefnunni í Kaupmannahöfn 1980. Ekkert er því til fyrirstöðu að fullgilda sáttmálann eftir að breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/ 1952 gengu í gildi. Alþjóðlegt kvennaár 1975 Forráðamönnum SÞ var ljóst að þrátt fyrir samþykktir og yfirlýsingar um góð málefni þurfti aukinn þunga í aðgerðum til að flýta úrbótum í ákveðnum málaflokkum. Staða kvenna, réttindi þeirra og aðstaða var víða í hrópandi andstöðu við grundvall- arstefnu SÞ um mannréttindi. Til að hrinda af stað jákvæðri þróun í þeim efnum var Kvennanefnd SÞ (The Status of Women Commission) stofnuð 1948. Við flestar stofnanir SÞ eru áheyrnarfulltrúar alþjóðasamtaka áhugafólks. Alþjóðasamtök kvenna höfðu eðlilega augun mjög á starfi Kvennanefndarinnar og frá þeim barst nefndinni snemma árs 1972 tillaga um sérstakt kvennaár í því skyni að beina athygli að málefnum kvenna. Allsherjarþing SÞ 1972 samþykkti tillögu Kvennanefndarinnar um Alþjóðlegt kvennaár 1975 og lagði áherslu á: I. Jafnrétti karla og kvenna. II. Að tryggja fulla þátttöku kvenna í heildarátaki til framþróunar, eink- um með því að leggja áherslu á ábyrgð kvenna og mikilvægi þeirra í sambandi víð fjárhagslega og menningarlega þróun innan ein- stakra landa, heimshluta og á alþjóðasviði. III. Að viðurkennt verði mikilvægi aukins framlags kvenna til bættrar sambúðar ríkja og til eflingar heimsfriðar. Alþjóðlega kvennaárinu 1975 voru valin kjörorðin Jafnrétti - Framþróun - Friður sem kristalla ofangreind megin- markmið. Kvennanefndinni var af hálfu SÞ falið skipulag aðgerða í tilefni kvennaársins og framkvæmd þeirra. Formaður nefndarinnar var Helve Sip- ilá, finnskur lögfræðingur, sem þá var aðstoðaraðalritari SÞ. Kvennaráðstefnur Efnt var til alþjóðlegrar ráðstefnu sem fulltrúar 133 aðildarríkja sátu í Mexico City dagana 19. júní-2. júlí 1975. Aðalverkefni þeirrar ráðstefnu var að semja frumvarp að alþjóðlegri áœtlun um aðgerðir til bœttrar stöðu kvenna í heiminum með hliðsjón af fyrrgreindum markmiðum kvennaárs- ins. Sérstök ráðgjafanefnd Kvenna- nefndar SÞ skipuð fulltrúum 23 ríkja og undir stjórn Ashraf Pahlavi íransprins- essu gerði drög að frumvarpinu sem lagt var fyrir Mexico-ráðstefnuna. Ráðstefnan afgreiddi frumvarpið með megináherslu á menntun, stjórnmál, heilbrigðismál og fjöl- skyldumál og það síðan lagt fyrir Alls- herjarþingið 1975. Þingið ályktaði 15. des. sama ár um að næstu lOárin (1976- 1985) skyldu helguð því átaki sem alþjóðaáætlunin fól í sér og beindi til stjórna aðildarríkjanna að stuðla að framkvæmdum í því skyni. Jafnframt var afráðin að hálfnuðum áratugnum önnur ráðstefna til að meta framvindu mála. Sú ráðstefna var haldin í Kaupmanna- höfn dagana 14.-30. júlí 1980. Eink- unnarorðin Jafnrétti - Framþróun - Friður voru áréttuð og að á síðari hluta Kvennaáratugarins skyldi megin- áhersla vera á atvinnu, heilsu og menntun. Við lok áratugarins skyldi síðan haldin þriðja ráðstefna SÞ helguð málefnum kvenna og þar metið hvort viðunandi árangur hefði náðst á þessum 10 árum eða hvort frekari aðgerða væri þörf. Kvennaráðstefnan 1985 verður haldin í Nairobi dagana 15.-26. júlí í sumar. Þar verða væntanlega lögð fram drög að nýrri áætlun um framkvæmdir til að stuðla að bættum hag kvenna í heiminum. Ljóst er að einn áratugur hefur ekki reynst nægur til að breyta aldagömlum rótgrónum viðhorfum til stöðu kvenna og réttinda þeirra eða réttleysis í sumum þjóðfélögum. Á íslandi Hér á landi voru viðburðir í þessu samhengi í stórum dráttum þeir að árið 1974 mynduðu nokkur samtök kvenna samstarfsnefnd sem kom fram með ákveðnar tillögur um aðgerðir vegna Alþjóðlegs kvennaárs 1975. Sú nefnd efndi m.a. til kvennaráðstefnu að Hótel Loftleiðum dagana 20.-21. júní 1975. Meðal ályktana á ráðstefnunni var til- laga sem 8 konur báru fram um að íslenskar konur tækju sér frí einn dag frá störfum til að sýna fram á mikilvægi starfs síns. Varð þetta beint tilefni Kvennafrísins 24. okt. 1975. Talið er að um 90% íslenskra kvenna hafi lagt niður vinnu þann dag og fengið það staðfest með ótvíræðum hætti að þjóð- félagið er óstarfhæft án vinnuframlags kvenna, inni á heimilunum sem utan. Ríkisskipuð Kvennaársnefnd tók til starfa í maí 1975. Hún tók til fram- kvæmda nokkrar af hugmyndum sam- starfsnefndarinnar, gerði eigin tillögur að verkefnum og gerði könnun á stöðu og störfum íslenskra kvenna í júní- sept. 1976. Kvennaársnefndin lauk störfum og skilaði skýrslu um mitt árið 1977, þar á meðal niðurstöðum könnun- arinnar. Jafnréttisráð tók til starfa haustið 1976, verkefni þess og nefndar- innar sköruðust og því ekki talinn grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Kvennaársnefndar. Jafnrétt- isráði var veitt heimild til að hafa ráð- gjafanefnd og hefur slík nefnd verið starfandi hjá ráðinu síðan. Nokkrar sveitastjórnir hafa skipað hjá sér jafn- réttisnefndir sem flestar starfa í sam- ráði við Jafnréttisráð. Haustið 1984 var ’85-Nefndin stofnuð, samstarfsnefnd 23 félagasam- taka og nefnda um lok kvennaáratugar SÞ. Hefir ’85-Nefndin valið sér marg- vísleg verkefni, s.s. úttekt á kvennaára- tugnum á íslandi, hvað áunnist hafi í jafnréttisbaráttunni þann tíma, útgáfu rits, eflingu Kvennasögusafns íslands (stofnað 1. jan. 1975), minnast sérstak- lega daganna 8. mars, 19. júní og 24. október, halda listahátíð kvenna o.fl. íslenskar sendinefndir fóru á ráð- stefnurnar í Mexico 1975, Kaupmanna- höfn 1980 og áformað er að nefnd fari til Nairobi 1985. í einu af mörgum kynningarritum SÞ vegna Alþjóðlega kvennaársins 1975 segir Helve Sipilá: „Hingað til hafa konur, 51% mannkyns, ekki tekið fullan þátt í uppbyggingu þjóðfélaga sinna... Einskorðuð hlutverkaskipting kynja meinar konum áð nýta þau tækifæri, sem falla utan heimilis- starfa og heimilisiðnaðar. Heimurinn hefur ekki lengur ráð á að viðhalda þessari skiptingu. Við eygjum enga von til þess að leysa alþjóðleg vandamál efnahags- og þjóðfélagsþróunar og auka gildi mannlegs lífs, ef helmingur mann- kyns er settur hjá. A Alþjóðlegu kvennaári skal gera jafnrétti og jafnstöðu kvenna og karla að raunveruleika. Um það eru skýr ákvæði í stofnskrá SÞ og Mann- réttindayfirlýsingunni. An jafnréttis og jafnstöðu kynja eru ekki líkur á árangri í þróun mann- kynsins.“ 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.