19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 35
Konur og ofneysla áfengis
Konureru þrautseigari
- Er munur á meðhöndlun karla og
kvenna þegar inn á meðferðarstofnanir
er komið?
„Það er enginn meðvitaður munur
þar á, en vissulega hlýtur það að hafa
sín áhrif hversu miklu færri konur eru á
þessum stofnunum. Hins vegar er það
ljóst að þegar inn á afvötnunarstöð er
komið eru vandamálin mjög áþekk og
skiptir kynferði þar engu máli. Flestir
standa í mjög svipuðum sporum, bug-
aðir af skömm yfir því hvernig komið er
fyrir þeim.
Hins vegar eru konur þrautseigari við
að halda meðferðina út. Flestar konur
halda sig inni allan þann tíma sem þeirn
er ætlað, en karlmenn virðast frekar
telja sig ómissandi, finnst þeir síður
geta fórnað öllum þessum tíma í burtu
frá vinnu. Þar kemur þessi hefðbundni
hlutverkaleikur í þjóðfélaginu skýrt
fram.“
Konur ná betri árangri
~ En er árangur svipaður hjá báðum
kynjum?
„Það kom okkur mjög á óvart þegar
viðárið 1981 könnuðum árangur þeirra
sem dvalið höfðu í eftirmeðferð á Sogni
frá því að þar var opnað. Þá kom í ljós
að konur sýndu bctri árangur en karlar.
Ef til vill má skýra það að hluta til með
því að konur eru að öllu jöfnu ekki eins
illa farnar og langt gengnar þegar þær
'eita aðstoðar. Þar kemur aftur að lík-
amlega þolinu og svo félagslegu um-
burðarlyndi."
~ En þegar illa fer, eru konurþá tregari
hl að koma aftur til meðferðar?
„Nei, konur sýna engu meiri tregðu
hl endurkomu ef þörf krefur. Hins
Vegar er rétt að taka það fram að allir
alkóhólistar sem búnir eru að fara í
nieðferð og hafa fallið eins og það er
kallað, eiga mjög erfitt með að sætta sig
við það og leita sér aðstoðar að nýju.“
Kfargt gœti breyst_______________
Þetta voru lokaorð Þórarins Tyrf-
'ngssonar. Alkóhólismi er mjög fjöl-
Þórarinn Tyrfingsson yfírlæknir. (Ljósmynd Anna Fjóla Gísladóttir).
þætt vandamál. Það er því hæpið að
rýna aðeins á einstaka þætti hans eða
draga menn í dilka eftir kynjum eða
einstökum vímuefnum. Það þarf góða
heildaryfirsýn yfir alla þætti til að hægt
sé að skilja þennan sjúkdóm að ein-
hverju marki.
Það er athyglisvert að velta fyrir sér
ýmsu því sem fram kemur hjá Þórarni
eins og til dæmis því að konur skuli
síður hneigjast til alkóhólisma en
karlar. Skýringar gæti verið að leita í
því að tiltölulega stutt er síðan að
neysla kvenna á áfengum drykkjutn var
viðurkennd. Og enginn verður jú alkó-
hólisti fyrr en hann neytir einhvers
vímugjafa.
Þetta hefur þó breyst mikið. Svo-
nefnd félagsleg drykkja er nú engu
minni hjá konum en körlum og kann-
anir sýna að neysla kannabisefna er
hlutfallslega jafnmikil meðal kvenna og
karla á aldrinum milli tvítugs og þrítugs
í þeim hópi sem komið hefur til með-
ferðar. Einnig bendir margt til þess að
ungar stúlkur séu jafnvel harðari af sér
en piltar við að nálgast margvísleg
vímuefni til neyslu.
Alkóhólismi er í dag viðurkenndur
senr sjúkdómur. Stöðugt er unnið að
rannsóknum á þessum sjúkdómi, or-
sökum hans og afleiðingum. Hins vegar
er vafasamt að nokkru sinni komi fram
lyf sem læknað geti menn af alkóhól-
isma. Því eins og Þórarinn komst ein-
hvern tíma að orði: „Ef fram kæmi lyf
sem ynni gegn þeim áhrifum sem
áfengið hefur á alkóhólistann, þá gæti
hann allt eins haldið sig við kranavatn-
ið.“
35