19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 81
Umsagnir
KRFI var beðið um umsögn frá
Alþingi um eftirfarandi mál.
1. Frumvarp til laga um endurmenntun
vegna tæknivæðingar í atvinnulífinu.
2. Frumvarp til laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla, 48. mál.
Frumvarp til laga um stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla, 105. mál.
3. Frumvarp til laga um endurmat á
störfum láglaunahópa.
4. Óumbeðið sendi KRFÍ umsögn um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 75,14. september 1981. um
tekjuskatt og eignarskatt, með síðari
breytingum 187. mál.
KRFÍ var beðið um umsögn frá
íslandsdeild Norðurlandaráðs vegna
norrænnar þingmannatillögu A695/s
sem lögð hefur verið fram í Norður-
landaráði um val á námi og starfi eftir
áhuga og hæfni fremur en kynferði.
afturábak í jafnréttisbaráttunni. Stefna
KRFI hefurveriðog erskýr; það er hver ein-
staklingur greiði (tckju) skatt af þvf fé sem
hann einn aflar. Þegar umrætt frumvarp var
til umfjöllunar á Alþingi síðustu dagana fyrir
jólaleyfi þingmanna sendi stjórn KRFÍ bréf
til allra þingmanna og mótmælti umræddri
breytingu.
Skattahópur lagði niðurstöður sínar fyrir
landsfund KRFÍ.
Starfsemin út á við
KRFI á fulltrúa í ráðgj afanefnd Jafnréttis-
ráðs og var á sl. hausti endurskipað í nefnd-
ina og eiga þar sæti Oddrún Kristjánsdóttir
(aðalmaður) og Esther Guðmundsdóttir
(varamaður). Hlutverk ráðgjafanefndar-
innar er að vinna að þeim málum sem Jafn-
réttisráð felur nefndinni hverju sinni svo og
að gera tillögur til ráðsins að nýjum verk-
efnum og framkvæmd þeirra.
Störf nefndarinnar á sl. ári hafa verið í
beinu framhaldi af starfi fyrri nefndar, eink-
ni KRFÍ
Útgáfustarfsemi
Utgáfa fréttabréfs er fastur liður í
starfi félagsins og hafa fjögur fréttabréf
komið út á milli aðalfunda. Ritstjórar
hafa verið Guðrún Egilson og Jónína M.
Guðnadóttir. Þórhildur Jónsdóttir hefur
séð um útlit og uppsetningu.
19. júní kom að venju út í júní 1984.
Meðal efnis í blaðinu voru greinar um
tölvubyltinguna og áhrif hennar á konur,
sagt var frá Framkvæmdanefnd um
launmál kvenna og rætt við nokkrar
konur er skipa mikilsverð embætti í
íslenskri stjórnsýslu. Ennfremur var
greinaflokkur um jafnréttisbaráttuna og
áhrif hennar á hjónabandið. Ritstjóri var
Fríða Björnsdóttir, fjármálastjóri Erna
Bryndís Halldórsdóttir og Júlíana Signý
Gunnarsdóttir var auglýsingastjóri.
Utbúnar hafa verið möppur undir 19.
júní.
KFRÍ hefur gefið út í fjölrituðu hefti
niðurstöður athugunar um áhrif tölvu-
væðingar á störf kvenna og karla á vinnu-
markaðinum sem Ragnheiður Harðar-
dóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg
Svavarsdóttir önnuðust. Bæklingurinn
heitir „Tölvuvæðingin. Hlutur kvenna
°g karla á vinnumarkaðnum". Þórhildur
Jónsdóttir, auglýsingateiknari teiknaði
niyndir.
um varðandi mótandi áhrif skóla, þ.e.
kennara og námsgagna, á viðhorf skóla-
barna til kynhlutverka. Ráðstefna var haldin
um þessi mál fyrir tæpu ári sem nefndist
„Stelpurnar og strákarnir í skólanum“.
Unnið hefur verið að samningu og útgáfu
bæklings um jafnréttismál, sem er ætlaður
fyrir kennara til uppfræðslu og umræðu við
börnin. Þá er verið að undirbúa viku með
jafnréttisfræðslu í Námsgagnastofnun í sept-
ember nk., og verið er að athuga með nám-
skeið á vegum Kennaraháskóla íslands um
jafnréttismál næsta sumar.
Skv. lögum á formaður KRFÍ sæti í
íslensku UNESCO nefndinni. Hefur einn
fundur verið haldinn frá síðasta aðalfundi.
Arndís Steinþórsdóttir hefur verið aðal-
maður KRFÍ í Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna, en Sigríður Vilhjálms-
dóttir varamaður. Verið er að ganga frá
athugun um stöðu kvenna á vinnumark-
aðnum sem Esther Guðmundsdóttir og Sig-
ríður Vilhjálmsdóttir hafa annast.
Kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna lýkur
á þessu ári og verður þriðja kvennaráðstefna
SÞ haldin í Nairobi í Kenya dagana 15.-26.
júlí 1985. Utanríkisráðherra hefur skipað
cftirtalda aðila í sendinefnd íslands: Sigríði
Snævarr, sendiráðunaut fromann nefndar-
innar, Guðríði Þorsteinsdóttur, formann
Jafnréttisráðs, Maríu Þorsteinsdóttur, for-
mann Kvenfélagsambands íslands, Esther
Guðmundsdóttur, formann Kvenréttinda-
félags íslands og Gerði Steinþórsdóttur,
borgarfulltrúa.
Kvennasamtök hér á landi hafa ákveðið
að nýta sér þetta ár, og vekja athygli á stöðu
kvenna. Stofnaður hefur verið samstarfs-
hópur 23 félagasamtaka og nefnda og ber
hann nafnið ’85-nefndin - samstarfsnefnd í
Iok kvennaáratugs SÞ. KRFÍ á aðild að
þessari nefnd og er Sólveig Ólafsdóttir aðal-
maður þar en Esther Guðmundsdóttir vara-
maður.
KRFÍ á fulltrúa í Mæðrastyrksnefnd og
hefur Ingibjörg Snæbjörnsdóttir setið þar.
Þorbjörg Magnúsdóttir hefur verið fulltrúi
KRFI í Landsambandi gegn áfengisbölinu.
f áfengisvarnardeild kvenna í Reykjavík og
Hafnarfirði hafa setið Júlíana Signý Gunn-
arsdóttir og Þóra Brynjólfsdóttir. í Land-
vernd hafa Valborg Bentsdóttir og Oddný
Kristjánsdóttir verið fulltrúar KRFI.
Jafnréttisnefnd norrænu ráðherranefnd-
arinnar hélt fund í Gautaborg 2. - 4. maí
1984. Formaður sótti þennan fund.
Formaður sótti stjórnarfund Alþjóðasam-
taka kvenréttindafélaga IAW, sem haldinn
var í London 31. júlí 1984. í framhaldi af
þeim fundi var haldinn formannafundur
IAW og sóttu hann formaður og varafor-
maður KRFÍ. Notaður var styrkur Hús-
stjórnar Hallveigarstaða kr. 30.000 til farar-
innar.
Danska kvenréttindafélagið hélt ráð-
stefnu 4.-6. október 1984 um misnotkun
lyfja, eiturlyfja og áfengis meðal kvenna.
KRFI var boðið að senda fulltrúa og voru
veittar 3.000 d.kr. til fararinnar. Sú upphæð
nægði ekki og var því haft samband við
SÁÁ og athugað hvort samtökin hefðu hug
á að senda fulltrúa í samvinnu við KRFÍ. Það
varð úr að Kristín Waage, félagsfræðingur
hjá Áfengisvarnardeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur sótti ráðstefnuna.
Hallveigarstaðir
KRFÍ á þrjá fulltrúa í hússtjórn
Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, auk
formanns eru Arndís Steinþórsdóttir,
varaformaður ‘og Oddrún Krist-
jánsdóttir gjaldkeri.
Haldið hefur verið áfram viðgerð
hússins. Er hún á lokastigi. Flaggstöng
hefur verið ,sett upp og til stendur að
merkja húsið. Þá hefur hússtjórnin sam-
þykkt að útbúa bækling um Hallveigar-
staði og félögin þrjú, sem eiga og reka
húsið. Á sl. ári losnaði húsnæði f kjall-
ara, norðanmegin og var það leigt
Kvennaathvarfi undir skrifstofuhús-
næði. Hússtjórn Hallveigarstaða veitti
Kvennaathvarfi styrk, sern nam húsa-
leigu til eins árs.
Gerður hefur verið leigusamningur
við Borgardómaraembættið í Reykjavík
til 31. desember 1987. Stefnan hefur
verið sú að framlengja leigu aðeins til
eins árs í senn, en nú var breytt frá þeirri
stefnu vegna mikils viðhaldskostnaðar og
fyrirsjáanlegt er að félögin hafa ekki efni
á að taka húsnæðið í notkun sjálf á næst-
unni.
81