19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 80

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 80
Aðalfundur Kvenréttindafélags íslands var haldinn að Hallveigar- stöðum, mánudaginn 18. mars 1985. Formaður félagsins, Esther Guð- mundsdóttir var einróma endurkosin for- maður til næstu tveggja ára. Á fundinum var samþykkt ný reglugerð fyrir 19. júní breyting á stefnuskrá KRFÍ og samþykktar lagabreytingar, en 16. lands- fundur KRFÍ hafði áður samþykkt þessar breytingar. Að loknum venjulegum aðalfundar- störfum áréttaði fundurinn samþykkt 16. landsfundar um að gera Auði Auðuns, fyrr- verandi dómsmálaráðherra að heiðursfélaga KRFÍ, en hún á að baki langt starf í þágu félagsins. Þá skoraði fundurinn á hæstvirt Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu um full- gildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám hverskonar misréttis gegn konum. Sáttmálinn var undirritaður fyrir íslands hönd árið 1980, en hefur enn ekki verið full- giltur. Eftirtaldar konur skipa nú stjórn KRFÍ: Esther Guðmundsdóttir, formaður, Arndís Steinþórsdóttir varaformaður, Áslaug Brynjólfsdóttir, Ásthildur Ketilsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Erna Bryndís Hall- dórsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Jónína M. Guðnadóttir, Kristín Jónsdóttir, Ragn- hildur Guðmundsdóttir og Valgerður Sig- urðardóttir. Skýrsla stjórnar KRFÍ1984-1985 Stjórn og varastjórn FRFÍ hefur komið saman a.m. k. einu sinni í mánuði sl. starfsár en framkvæmdastjórn sem í eiga sæti for- maður, varaíormaður, ritari og gjaldkeri hafa komið saman reglulega þess á milli. Samtals hafa verið haldnir 23 stjórnarfundir. Félags- menn eru nú 475 og aðildarfélög 41. Skrifstofa félagsins hefur verið opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13.00- 17.00. Framkvæmdastjóri félagsins er Ragn- heiður Eggertsdóttir. Um félagsstarfið almennt má segja að lang mestur tími hefur farið í undirbúning landsfundar, sem halda átti um miðjan október sl. Vegna verkfalls opinberra starfsmanna var honum frestað um mánuð en ekki tók betra við, því víða hafði fundum og ráðstefnum verið frestað vegna ástands í þjóðfélaginu. Bar svo við að þá daga í nóvember sem stjórn KRFl hafði ákveðið landsfund höfðu tveir stjórnmála- flokkar stóra fundi. Var því ákveðið að fresta landsfundi til 15. og 16. mars 1985. 16. landsfundur KRFÍ var haldinn í menningar- miðstöðinni Gerðubergi, Reykjavík. Sjá frásögn annars staðar í blaðinu. Fyrri hluta vetrar var lítið um almennt félagsstarf. Á árinu veitti þjóðhátíðarsjóður 100 þús. kr. styrk til ritunar sögu KRFÍ sem Sigríður Er- lendsdóttir annast. Félagsfundir ogfleira Hádegisfundur var haldinn í Lækjar- brekku 17. maí 1984. Þar var fjallað um lok kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna og fyrirhugaða ráðstefnu í Nairobi í Kenýa í júlí 1985. Vilborg Harðardóttir kom á fund- inn og sagði frá undirbúningi hér á landi vegna ráðstefnunnar og hugmyndum að að- gerðum kvenna á íslandi á árinu 1985. Fund- inn sóttu um 30 manns. Fræðslu- og umræðufundur um tekju- og eignaskatt hjóna var haldinn 22. nóvember sl. að Hótel Esju. Frummælendurvoru Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, Erna Bryndís Hall- dórsdóttir, endurskoðandi og Sólveig Ólafs- dóttir, lögfræðingur. Að loknum framsögu- erindum voru líflegar umræður. Fundinn sóttu um 40 manns. Brugðið var út af vana og haldinn skemmtifundur að Hallveigarstöðum 10. desember sl. Boðið var upp á jólaglögg og piparkökur. Jónína Leósdóttir las upp úr bókinni „Öskubuskuáráttan", sem nýkomin var út í hennar þýðingu og Elín Pálsdóttir Flygenring las Ijóð eftir móður sína Þóru Jónsdóttur. Jólafundinn sóttu um 25 manns. Annar hádegisfundur félagsins var hald- inn í Litlu-Brekku 14. febrúar sl. Kristín Waage, félagsfræðingur kom á fundinn og sagði frá ráðstefnu sem hún sótti fyrir KRFÍ í Kaupmannahöfn í október sl. um mis- notkun lyfja, eitulyfja og áfengis meðal kvenna. Það var Dansk kvindesamfund sem hélt ráðstefnuna. Margt athyglisvert kom fram á hádegisfundinum, en því miður sóttu hann aðeins 15 manns. Afmœlisvakan Afmælisvaka KRFÍ var haldin með hefð- bundnu sniði að Kjarvalsstöðum á afmælis- degi KRFI 27. janúar 1985. Fram komu: Björg Einarsdóttir, Þóranna Pálsdóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir Dagný Helgadóttir, Valgerður Matthíasdóttir, Þóra Jónsdóttir, Eva Hallbeck, Lilja ívarsdóttir, Þóra Kristín Guðjohnsen, Þórunn Magnúsdóttir og Hinrik Bjarnason. Oddrún Kristjánsdóttir og Júlíana S. Gunnarsdóttir sáu um undir- búning vökunnar, sem tókst í alla staði mjög vel. Starfsei Námskeið Námskeið í gerð skattframtala var haldið 28. janúar sl. Var það nýlunda í starfi félagsins. Leiðbeinandi var Erna Bryndís Halldórsdóttir, endurskoðandi. Tvö námskeið í tímastjórnun voru haldin á vegum KRFÍ í febrúar. Upphaf- lega átti aðeins að vera eitt námskeið en vegna mikillar eftirspurnar varð að halda annað. Á þessum námskeiðum kynnti Sigríður Snævarr, sendiráðunautur ýmsar aðferðir til þess að skipuleggja vinnu og stjórna tíma. M.a. kynnti hún bækurnar „Getting Organized" og „The Effective Executive" eftir Stephanie Winston. Kenning Stephanie Winston er sú, að óreiða sé ein leið skipulagningar, en sú leið sem mestan tíma tekur og mestum óþægindum veldur. Bendir hún á ýmsar sáraeinfaldar og ódýrar leiðir til að sinna hinum hversdagslegustu verk- efnum, hinni s.k. rútínu á heimili og vinnustað. Fyrirhugað var að halda námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum í janúar og febrúar, en þátttaka var það lítil að fella varð námskeiðið niður. Hópstarf Tveir starfshópar hafa starfað veturinn 1984-1985. Tölvuhópur, sem Oddrún Kristjánsdóttir stýrði, hefurstarfað frá því vorið 1984. Hóp- urinn átti að undirbúa málflutning á lands- fundi um tölvuvæðingu og áhrif hennar á störf kvcnna og karla. Þegar hópurinn tók til starfa kom í ljós að litlar sem engar upplýs- ingar voru fyrir hendi. Var því áhugi fyrir því að leggja út í athugun og safna m.a. upp- lýsingum um tölvuvæðingu nokkurra fyrir- tækja og stofnana og verkaskiptingu kynj- anna þar. Ennfremur að fá upplýsingar um hlut stúlkna og pilta í námi og á námskeiðum er tengjast tölvum. Þar sem athugun sem þessi var talin ofviða fjárhag félagsins, var leitað á náðir fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, sem veitti félaginu góðfús- lega 100 þúsund króna styrk. Ragnheiður Harðardóttir, fil kand. Sigrún Jónsdóttir, þjóðfélagsfræðinemi og Sveinbjörg Svavars- dóttir, þjóðfélagsfræðingur voru fengnar til að annast athugunina. Niðurstöður voru gefnar út. Skattahópur undir forystu Arndísar Stein- þórsdóttur tók til starfa í byrjun janúar 1985. I vetur hefur töluvert borið á umræðu um tekju- og eignaskatt hjóna og háværar raddir verið um aukna samsköttun hjóna. Þessi umræða var m.a. í sölum Alþingis og þar samþykkt breyting á lögum um tekju- og eignaskatt, sem KRFI telur vera stórt skref 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.