19. júní


19. júní - 19.06.1990, Side 75

19. júní - 19.06.1990, Side 75
KRFÍ fékk boð frá Norrænu ráð- herranefndinni um að sækja fundi í Lillehammer í Noregi, um ólaun- uð störf. Var fundurinn haldinn 23.-24. nóvember. Fór formaður ásamt Ragnheiði Harðardóttur frá Jafnréttisráði. Þá barst félaginu boð um að senda fulltrúa á ráðstefnu þarsem kynnt- ar voru niðurstöður samnorræna verkefnisins Brjótum múrana. Var ráðstefnan haldin á Hótel Sögu 1.-3. desember og sátu tveir full- trúar félagsins ráðstefnuna. Um niðurstöður verkefnisins er fjallað I viðtali við Valgerði Bjarnadóttur hér í blaðinu. STJÓRN KRFI Aðalfundur var haldinn þ. 28. febrúar sl. og urðu þá nokkrar þreytingar á framkvæmdastjórn félagsins. Gerður Steinþórs- dóttir lét af starfi formanns þ. 15. janúar vegna starfa erlendis og það féll því í hlut varafor- mannsins, Arndísar Steinþórs- dóttur, að flytja ársskýrslu fé- lagsins á aðalfundinum. Arndís gaf aðeins kost á sér í varastjórn og Björg Jakoþsdóttir lét af stjórnarstörfum. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Guðrún Árnadóttir meinatæknir, for- maður, Jónína Margrét Guðna- dóttir, varaformaður, Ragnhild- ur Hjaltadóttir, gjaldkeri, Ást- hildur Kjartansdóttir ritari og Sigurveig Sigurðardóttir, með- stjórnandi. Varastjórn skipa þær Lára V. Júlíusdóttir, Arndís Steinþórsdóttir og Kristín Flyg- enring. Sex fulltrúar sem lands- fundur kýs eiga að auki sæti í stjórn KRFÍ: Valgerður Sigurð- ardóttir, hennar varamenn eru Ásta Michaelsdóttir og Inga Jóna Þórðardóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir, hennar vara- menn eru Valborg Bentsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir, Val- gerður Karlsdóttir, til vara Ragn- heiður Björk Guðmundsdóttir og Ásthildur Ólafsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, til vara Adda Bára Sigfúsdóttir og Guðrún Gísladóttir, Dóra Guðmunds- dóttir, til vara Guðrún Sæmundsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir, Kristín Karls- dóttir og til vara Ingibjörg Helgadóttir og Guðrún Eyjólfs- dóttir. Hólmfríður Árnadóttir hefur setið fundi sem varamaður Dóru Guðmundsdóttur. Þessir sex fulltrúar voru kjörnir á lands- fundinum 1988 til fjögurra ára. Framkvæmdastjóri félagsins er Herdís Hall. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri Kvennaheimilisins Hallveigar- staðir. Stjórn KRFÍ hélt ellefu fundi á tímabilinu frá apríl 1989 til febrúar 1990. Framkvæmda- stjórn hittist einu sinni í viku að jafnaði allt árið. Skrifstofa fé- lagsins að Hallveigarstöðum er opin virka daga milli kl. 10 og 12 eins og verið hefur. Erlendar og innlendar fréttir dagsins í hnotskurn Blaðið sem setur þig inn í fréttadaginn á svipstundu! Fréttaskýringar Umrœða Baksvið frétta L 75

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.