19. júní - 19.06.1992, Side 8
„Ég hef verið 26-27 ára þegar það
kom fyrst til tals að við myndum eignast
barn," segir Sigurbjörg. „Þá vorum við
hjónin bæði búin að Ijúka langskóla-
námi. Fólkinu í kringum okkur fannst
það sjálfsagt mál að við biðum með
barneignir þar til náminu væri lokið.
Við hættum að nota getnaðarvarnir en
þegar ekkert hafði gerst þegar ég var að
nálgast þrítugt fór ég í rannsókn. í Ijós
kom að ég kæmi ekki til með að geta
eignast börn nema til kæmi ákveðin
læknisfræðileg aðgerð.
Ég fann mjög mikið fyrir því á meðan
ég lá á sjúkrahúsinu að mikill þrýstingur
var frá læknum og hjúkrunarliði að ég
færi í þessa tilteknu aðgerð. Ég lá á sex
manna stofu þar sem eingöngu voru
konur sem voru að fara í aðgerðir eða
lágu fyrir vegna þess að þær áttu á
hættu að missa fóstur. Andrúmsloftið á
stofunni einkenndist mjög af vorkunn
með þeim konum sem voru að reyna að
eignast börn og örvæntingin lá í loftinu.
Þær fengu mjög mikinn skilning og það
var talið mjög jákvætt að þær skyldu
leggja á sig þessa þrautagöngu. Þetta
skapaði óhjákvæmlega mikinn þrýsting
og olli því að þetta gat ekki mjög auð-
veldlega orðið mín eigin ákvörðun. Þá á
ég við að ef ég læt undan þrýstingi þá er
ég ekki að taka eigin ákvörðun. Engu að
síður ákvað ég að koma mér út, sem ég
og gerði. Við hjónin ræddum þetta
mjög vel og ígrunduðum alla mögu-
leika en komumst að þeirri niðurstöðu
að við værum ekki tilbúin í þetta.
Mér fannst ég vera það ung að ýmis
tækifæri væru eftir og mér fannst ég
ekki vera að taka neina endanlega
ákvörðun. Þessi ákvörðun stendur enn,
ég er ekki tilbúin til þess að gert sé ein-
hvers konar læknisfræðilegt inngrip.
Sama gildir um fósturbörn. Það hefur
komið til greina, allt hefur verið rætt. En
við erum ekki tilbúin til þess heldur.
Þetta er ákvörðun og það verður ekki
bæði haldið og sleppt í henni. Ég sit
uppi með hana, alveg jafnt og sú sem
tekur þá ákvörðun að eignast barn.
Þeirri ákvörðun fylgja einnig afleiðingar
sem þú situr uppi með allt til æviloka."
Þarf ekki barn til að vera kona
Hvaða tilfinningar fylgja því að fá það
svar frá lækni að náttúran muni ekki ein
sjá til þess að getnaður geti átt sér stað?
Verður maður reiður? Finnst lífið órétt-
látt? Nei, það er ekki skoðun Sigurbjarg-
ar.
„Það kom yfir mig sú tilfinning að nú
þyrfti ég að hugsa mig vel um og sá
fram á það fyrst og fremst að þetta yrði
mikil krufning. Þetta ætlaði ég að
ígrunda vel. Hjá flestum eru barneignir
sjálfsagður og eðlilegur hlutur og það
að eignast barn verður aldrei nein
ákvörðun. En mér fannst mér vera stillt
upp frammi fyrir því að taka mjög stóra
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir: „Þetta er ákvörðun og það verður ekki bæði haldið og
sleppt í henni. Ég sit uppi með hana, alveg jafnt og sú sem tekur þá ákvörðun að
eignast barn."
og afdrifaríka ákvörðun og ég yrði að
leggja mikla vinnu og langan tíma í að
velta þessu fyrir mér. Það var það fyrsta
sem kom yfir mig. Ég hef aldrei fundið
til neinnar reiði.
Mér finnst börn vera alveg yndisleg
og sérstaklega ánægjulegt að umgang-
ast þau. í börnunum finnur maður svo
mikið af sjálfum sér. En mér finnst ég
ekki hafa verið haldin þessari sterku og
miklu löngun eða örvæntingarfullu þörf
sem ég varð til dæmis áskynja í kring-
um mig þegar ég var á sjúkrahúsinu. Eg
fór að velta því fyrir mér hvernig stæði á
því. Af hverju er ég ekki haldin þessari
þrá? Hvað er það við mig sem gerir mig
öðruvísi en aðrar konur? Á einhvern
hátt hefur þetta áhrif á sjálfsímyndina,
ímyndina um hvernig konur eigi að
vera. Móðurímyndin er svo sterk. En
kona getur verið svo ótal margt annað
en móðir."
Svör Sigurbjargar við þeim spurning-
um sem hún lagði fyrir sjálfa sig fyrir
áratug eru löngu Ijós. „Ég er svo lánsöm
að eiga fjögur systkini og systur mínar
eru mjög nánar mér, sérstaklega þær
sem eru næst mér í aldri. Ég á mörg
systkinabörn og þau eiga mikinn og
stóran stað í hjarta mér," segir hún. „Ég
hugsa mikið um þau og fylgist vel með
þeim, bæði í nálægð og fjarlægð. Ég hef
átt við þau sérstaklega ánægjuleg sam-
skipti og ég uppgötvaði allt í einu að til
að hafa ánægju af þeim þá þurfti ég
ekki að eiga börnin sjálf. Niðurstaða
mín var líka sú að ég gat fengið útrás
fyrir þörf mína fyrir að sýna blíðu og
umhyggju á ýmsan annan hátt og í öðr-
um samskiptum. Mér finnst ég hafa var-
ið tímanum bæði í starfi og einkalífi
mjög mikið í aðstæðum þar sem ég er
bæði að gefa og þiggja. Það er það sem
móðurhlutverkið snýst einmitt um. Það
er því ýmislegt sem ég hef komist að í
gegnum tíðina."
En hefur það ekki verið erfitt að
standa við ákvörðun sem þessa vegna
þess hversu sjálfsagt það er talið að all-
ar konur hafi eðlislæga þörf fyrir að