19. júní - 19.06.1992, Page 12
Mér líður vel og það vita þeir sem
standa mér næst þannig að ég verð
helst vör við þetta hjá fólki sem þekkir
mig ekki mikið." „Þar er ég sammála
þér," segir Sigurbjörg. „Vinir mínir vita
að ég er sátt við lífið eins og það er. En
það kemur einhver tónn í rödd fólks
sem er að hitta mig í fyrsta sinn og frétta
þetta. Og þá vorkenni ég því meira en
það mér!"
Gefandi barnleysi
Esther segir hlæjandi að það næsta sem
hún hafi komist því að vera móðir er að
í tíu ár átti hún tvo hunda og annar
þeirra var svo háður henni að hún hafði
hann oft á tíðum í fanginu á meðan hún
hrærði í pottunum. „Hún hét Fía, þessi
skrítni hundur sem var varla hundur, og
þegar hún átti hvolpa vældi hún á mig
og vildi að ég sæi um þá! Þetta var ein-
kennileg og yndisleg skepna og fólk leit
næstum á hundinn sem hluta af mér."
Sigurbjörg skellir upp úr við að heyra
þetta og dregur upp mynd úr veskinu af
hundi. „Þetta er Crettir Jónasson," segir
hún. „Ég hef reyndar haft mikil sam-
skipti við börn einmitt vegna þess að
þau sækja í hann og vilja spyrja „kon-
una sem á hundinn" ótal spurninga."
Þær ræða hundahald um stund og
eru sammála um að enda þótt það sé
mjög krefjandi þá verði aldrei hægt að
bera það saman við þá ævilöngu
ábyrgð sem fylgir barneignum. „Þú veist
að þú lifir hundinn þinn," segir Sigur-
björg alvarleg í bragði. „Börnin bera
áfram ævilangt arf frá þér og þau verða
fyrir djúpum áhrifum af því hvaða móð-
urímynd þau fá. Ef til vill er það hluti af
þessari þörf flestra kvenna fyrir að eign-
ast börn, það að vera ævarandi áhrifa-
valdur í lífi annars einstaklings. Ef svo er
þá er það mjög eigingjörn hugsun,
hvort sem hún er meðvituð eður ei. Satt
að segja finnst mér það heilmikil eigin-
girni að ætla að eignast börn til þess að
sjá sjálfan sig endurskapaðan. Ég finn
ekki hjá mér slíka þörf."
En finnst þeim að þeir sem eiga börn
líti á það sem sjálfselsku að þær hafa
ekki reynt til hins ýtrasta? Esther kveður
nei við, vegna þess að fólkið í kringum
hana þekki sögu hennar og aðstæður.
Sigurbjörg segist hafa fengið að heyra
það óbeint að þeir sem eiga börn hafi til
að bera vissa fórnfýsi og gjafmildi um-
fram aðra. í slíkum skilaboðum sjái hún
að sá sem sendir þau á erfitt með að
setja sig í annarra spor. „Ég get gefið án
þess að vænta endurgjalds og hef þörf
fyrir að láta gott af mér leiða. Barnleysið
gefur svo margt, eins og það að maður
kynnist sjálfum sér á annan hátt. Það
hefur gefið mér tækifæri til að kryfja
áleitnar spurningar til mergjar og um
leið að þekkja sjálfa mig betur en ella.
En á móti hef ég fórnað tækifærinu til
að eignast barn, að minnsta kosti með
læknisfræðilegri aðstoð."
Esther segir frá því að hún eigi tvær
nöfnur og því hafi fylgt blendnar tilfinn-
ingar að vera sagt frá því að barn væri
skírt eftir henni. „Önnur er systurdóttir
mín og mér finnst ég eiga mikið í henni.
Hin er dóttir hárgreiðslunema sem ég
hef kennt. Móðirin bað mig að halda á
barninu undir skírn og að vissu leyti var
ég svolítið montin. Það greip mig sú til-
finning að með þessu væri verið að
segja, óbeint að vísu, að ég myndi
aldrei geta eignast nöfnu sjálf í barna-
barni."
Sigurbjörg kinkar kolli til merkis um
að hún skilji vel við hvað Esther á.
„Systurdóttir mannsins míns sagði okkur
STOFNAÐIR 1939
STARFSEMI NÁMSFLOKKANNA GREINIST í ÞESSA HÖFUÐÞÆTTI:
1. Frjálst bóklegt frístundanám, t.d. fjölbreytt tungumál-
anám, þar á meðal íslenska fyrir útlendinga.
2. Frjálst verklegt frístundanám, t.d. bókband, saumar,
postulínsmálun, vélritun, módelteikning, teikning og
málun, hlutateikning, umhverfísteikning og teikning og
málun fyrir unglinga.
3. Prófnám (öldungadeild) á fornámsstigi ígildi 8., 9., og
10. bekkjar. - Og framhaldsskólastigi, viðskiptabraut,
heilsugæslubraut og menntabraut.
4. Starfsnám fyrir ófaglært fólk í atvinnulífinu. (Umönn-
unnar og þjónustustörf).
5. Vorið 1992 hófst kennsla í líkamsrækt: Trimm fyrir alla.
Auk þess kennum við.
a) dönsku, norsku og sænsku, 6-10 ára börnum sem hafa
nokkra undirstöðu í málunum.
b) fólki sem á við lestrarörðugleika að etja.
c) námshópum fatlaðra.
Hópar fólks sem æskja fræðslu um e-ð tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og við reynum að
koma til móts við óskir þess.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, en einnig er kennt í Gerðubergi (og Arbæjarskóla).
Upplýsingar fást á skrifstofu Námsflokkanna, Fríkirkjuvegi 1, í síma 12992 og 14106.
Kennitala: 480269-5525