19. júní - 19.06.1992, Síða 18
Að kæra launamisréttið
Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri norræna jafnlaunaverkefnisins:
Við konur á islandi eigum að búa við þau grundvallarmannréttindi að njóta launajafnréttis á við
karla. Þessa stefnu hefur samfélagið í heild markað sér með setningu jafnréttislaga. Raunveruleikinn
er annar. Margar konur geta greint frá þeirri reynslu sinni að vera mismunað í launum og hlunnind-
um miðað við karla í sömu eða svipuðum störfum. Við getum líka greint þá tegund misréttis að
starfsgreinar kvenna eru vanmetnar miðað við hefðbundnar karlagreinar. Svo virðist sem launa-
munur kynjanna fari ekki minnkandi þó menntun kvenna og vinnuframlag sé stöðugt að aukast.
Jafnverðmæt og sambærileg
störf
Réttur kvenna til launajafnréttis á við
karla hvílir á fjórðu grein jafnréttislag-
anna sem kveður á um að konum og
körlum skuli greidd jöfn laun og þau
njóti jafnra kjara fyrir jafnverðmæt og
sambærileg störf. Það gefur auga leið að
þar sem konur gegna sömu störfum og
karlar eiga þær að hafa sömu laun. En
rétturinn til launajafnréttis einskorðast
ekki við sömu störf. Hann er mun víð-
tækari. Konur geta átt rétt á sömu laun-
um og karlar þó þær gegni störfum sem
eru frábrugðin störfum karla. Að öðrum
kosti væri rétturinn til launjafnréttis tak-
markaður við þann hóp kvenna sem
gegnir nákvæmlega sömu störfum og
karlar en vegna þess hve vinnumarkað-
urinn er kynskiptur er sá hópur hlutfalls-
lega mjög lítill. Sjálft orðalag laganna
vefst hins vegar fyrir mörgum. Hvaða
störf eru jafnverðmæt? Hvernig
á að meta verðmæti starfa?
Þetta ákvæði er ættað úr
samþykkt Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar nr. 100 sem var
fullgilt af íslands hálfu árið
1958. Jafnlaunalög flestra ríkja
innihalda sambærileg ákvæði.
Því er eðlilegt að líta til Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar
með túlkun á þessu orðalagi.
Rauði þráðurinn í túlkuninni
felst í því að verðmæti starfa er
metið á grundvelli þeirra krafna
sem starfið gerir til þess sem
gegnir því, óháð starfsheitum
og óháð þeim ytri mun sem
kann að vera á störfunum.
Reynt er með skipulögðum að-
ferðum að svara þvf hversu
krefjandi eða erfitt starfið er og
hversu mikillar hæfni það
krefst. Menntun er einn þeirra
þátta sem hæfni launþegans
getur ráðist af. Þurfi t.d. að
Ijúka fjögurra ára sérskólanámi
til að gegna ákveðnu kvenna-
starfi er eðlilegt að leggja það
að jöfnu við jafnlangt nám sem Konur
þarf til að gegna karlastarfi. Þá á ekki að
þurfa að skipta máli að námið sé á ólík-
um sviðum. Fólk getur líka öðlast hæfni
eftir óformlegum leiðum og gildir það
ekki síst um mörg kvennastörf. Sú
ábyrgð sem kona í dæmigerðu kvenna-
starfi gegnir getur verið fyllilega sam-
bærileg við aðra tegund ábyrgðar karls í
hefðbundnu karlastarfi. Svona mætti
áfram telja. Talsverð reynsla er fyrir
hendi í ýmsum öðrum löndum af því að
beita þessurn aðferðum við samanburð
á milli kvennastarfa og karlastarfa í
þeim tilgangi að skera úr um hvort þau
séu jafnverðmæt en hér á landi hefur
ekki enn verið úrskurðað um jafnlauna-
kæru á þessum grundvelli.
Kærutilefnin vantar ekki
Að úrskurða um kærur vegna launamis-
réttis og jafnvel að höfða mál fyrir dóm-
stólum er mikilvægur hlekkur í því að
óttast afleiðingar þess að kæra launamisrétti.
þróa túlkun laganna og efla þekkinguna
á þeim - og leiðrétta einstök tilvik þar
sem jafnréttislög eru brotin. Slíkt getur
haft fordæmisgildi og þannig haft áhrif á
launamál kvenna í víðum skilningi.
Hver kæra sem vinnst getur því verið
jafnlaunabaráttunni ómetanleg lyfti-
stöng. Það er hins vegar einkennandi
fyrir stöðu þessara mála á íslandi að
kærur vegna meintra brota á ákvæðum
laganna um launajafnrétti eru afar fáar
og þær sem hafa komið til kasta Jafn-
réttisráðs hafa haft takmörkuð áhrif. Á
sama tíma benda allar tölfræðilegar
upplýsingar, sem til eru um launamál
karla og kvenna, til þess að íslenskar
konur hafi síst minni ástæðu en konur í
nágrannalöndunum til þess að kæra
meint launamisrétti.
Það er því nærtækt fyrir okkur sem
störfum að norræna jafnlaunaverkefn-
inu að leita svara við því hvers vegna
kærur eru svo fáar sem raun ber vitni.
Endurspeglar það almenna van-
þekkingu á jafnréttislögunum?
Vita konur ekki hvort verið sé
að brjóta á þeim? Er eitthvað í
meðferð kærumála sem fælir
konur frá því að kæra? Þessar
spurningar og aðrar svipaðar
eru önnur af tveim ástæðum fyr-
ir þeirri ákvörðun verkefnis-
stjórnar norræna jafnlaunaverk-
efnisins að gefa út sérstakt kynn-
ingarrit um meðferð kærumála
vegna launamisréttis kynja. Hin
er að leggja grunn að meðferð
þessara mála í samræmi við það
hlutverk verkefnisstjórnar að
gera tillögur að framkvæmd
fjórðu greinar laganna. Þar veg-
ur þyngst að skilgreina orðalag
laganna um jafnverðmæt og
sambærileg störf.
Bætt meðferð kæru-
mála
Meðferð kærumála var styrkt til
muna vorið 1991 með samþykkt
nýrra jafnréttislaga, en þá var
stofnuð sérstök kærunefnd jafn-