19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 24

19. júní - 19.06.1992, Side 24
INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR NÝKfÖRIN FORMAÐUR KRFÍ eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur í mars sl. var Inga Jóna Þórðardóttir kosin formaður Kvenréttindafélags íslands og tók hún við af Guðrúnu Árnadóttur sem gaf ekki kost á sér. Inga Jóna hefur verið í framvarðarsveit jafnréttissinna um margra ára skeið og segir í viðtali við 19. júní að konur eigi sinn þátt í að viðhalda fordómum gagnvart sjálfum sér. Þú ert búin að vera virk í Kven- réttindafélaginu í nær tuttugu ár og ert nýkjörin formaður þess. Eiga félagið og kvennabar- áttan framtíð fyrir sér? Já, það á enn miklu hlutverki að gegna þó að það sé búið að starfa í 85 ár. Ég gekk snemma í KRFÍ og byrjaði að starfa með félaginu veturinn 1974-5 þegar verið var að undirbúa kvennafrídaginn og kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna. Ég var búin að vera virk í stjórnmála- samtökum frá því að ég var rúmlega tví- tug. Þá fannst mér jafnréttis- baráttan vera eitthvað sem yrði leyst á næstu tíu árum. Þegar við fengjum jafnréttis- lögin þá væri allt komið. En félagar mínir sögðu við mig að það tæki heilan mannsaldur að ná fram breytingum. En við stelpurnar héldum nú ekki. Nei, þetta gengur auðvitað hægt vegna þess að þetta byggist á viðhorfsbreytingum og þær þurfa að skjóta rótum til að verða varanlegar. Við höfum uppskorið miklar breyt- ingar síðastliðin ár sem sáð var til fyrir mörgum árum. Þó að okkur þyki vera bakslag núna þá er afturkippur- inn líklega meiri í umræðunni og ég er þeirrar skoðunar að það sé mest vegna þess að al- menningur er orðinn þreyttur á þessu tali. Allt sem byrjar á KVEN er sett undir sama hatt. Kvennabaráttan hefur geng- ið í sveiflum og KRFÍ náði- snemma þýðingarmiklum ár- angri. Félagið var aðeins fjög- urra ára þegar það kom því í gegn að Alþingi samþykkti lög um jafnan rétt karla og kvenna til menntunar og embætta. Svo kom kosningarétturinn. Hins vegar liðu margir áratugir uns fyrsta konan var vígð prestur og fyrsta konan settist í sæti hæstaréttardómara. Þó að rétturinn væri til staðar þá gerðist það ekki fyrr. Helsta einkenni kvennabaráttunnar í dag er að jafnréttið er fengið í orði en ekki á borði. Við erum enn að berjast við for- dóma og það er misskilningur að halda að það sé kynslóðabundið. Það er það reyndar að sumu leyti en oft kemur mesti stuðningurinn við ungu konurnar frá fullorðnum konum sem eru búnar að lifa margt. Fordómar blunda furðu víða. Eg veit ekki nema að konur eigi sinn þátt í þeim með því að viðhalda þeim. Með því að vantreysta sér og öðrum konum? Það skortir mikið á að konur ali með sér nægjanlegt sjálfstraust. Og enn þann dag í dag eru drengir aldir öðru vísi upp en stúlkur. Þetta sýna ýmsar kannanir. Það virðist vera lögð meiri áhersla á að gera drengi sjálfstæða til að takast á við hlutina en stúlkur. En samt sem áður má ekki gleyma því að við höfum náð langt á undanförnum árum. Konur eru alls staðar orðnar meira áberandi, konur eru meirihluti nemenda í Háskólanum og framhaldsskólum, æ fleiri komast í yfir- mannsstöður og viðhorf til kvenna og þess sem þær eru að gera hafa gjörbreyst. Hver finnst þér vera brýnustu verkefni fé- lagsins á komandi ár- um? Það þarf að efla félagið og opna það — fá fleiri konur til starfa og virkja konur um land allt. Að byggja það þannig upp að það verði vettvangur þar sem fjöldi kvenna getur starfað saman og unnið að sameigin- legum málum. Þar sem reynsl- unni er skilað áfram til nýrrar kynslóðar og þar sem völ er á fræðslu um það sem hefur gerst áður. Þó að það sé óþarfi að dvelja um of við fortíðina þá er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir hvernig leiðin hefur legið. Eg tel að félagið eigi að sinna þessum fræðsluþætti um samhengið í sögunni. Það er ekki síður brýnt að sinna fræðslumálum varðandi rétt- indamál kvenna í dag, réttindi, skyldur og ábyrgð, og um leið skort á réttindum. Það sem við viljum berjast fyrir. Til dæmis stendur til að koma á laggirnar námskeiði í haust á vegum KRFÍ um óvígða sambúð. Hver 24

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.