19. júní


19. júní - 19.06.1992, Page 25

19. júní - 19.06.1992, Page 25
er réttur þeirra sem búa í óvígðri sam- búð og hvaða rétt hafa þeir ekki? Eins er í undirbúningi fræðslunámskeið um skattamál og fjármál hjóna, sem konur eru þvf miður oft Iftið meðvitaðar um, svo og lífeyrismál. Kvenréttindafélagið er aðili að frani- kvæmdanefnd um launamál kvenna, en launamisrétti er eitt erfiðasta baráttu- málið f dag. í því sambandi hefur kann- ski ekki nægilega verið fjallað um það hvernig konur standa að samningamál- um og hvaða aðferðir duga þeim best. Hvers vegna fara þær svona halloka? Hvaða viðhorf eru ríkjandi hjá konum þegar þær ráða sig í vinnu, hvað láta þær bjóða sér? Konur virðast fremur líta svo á að þær þiggi laun heldur en að þær séu að selja vinnu sína. Það verður að gjörbreyta viðhorfum og ég vona að félag eins og KRFÍ geti átt hlut að því þó ekki væri nema með því að spyrja þess- ara spurninga. Útgáfumál Kvenréttindafélagsins eru til endurskoðunar. Til að ná til félags- manna þarf útgáfan að vera virk. Blaðið okkar, 19. júnf, er ársrit og því er erfitt að fylgja umræðunni í félaginu eftir með því. Tillögur í útgáfumálum verða lagðar fyrir landsfund í haust. Kvenréttindafélagið á að hvetja konur til starfa í stjórnmálum og eitt af því sem við þurfum að huga að á næstu misser- um er að fá fram umræður um ástæður fyrir því að konur virðast vera að draga sig í hlé af vettvangi stjórnmálanna. Nú segja margir að styrkur KRFÍ felist í því að félagið er þver- pólitískt, en getur það ekki jafn- framt verið veikleiki? Styrkur félagsins er að þar eru konur að vinna að sameiginlegum málum þrátt fyrir mismundandi stjórnmálaskoðanir. Styrkur KRFÍ felst í því að það kallar til starfa konur alls staðar að, bæði konur með mótaðar stjórnmálaskoðanir og svo hinar sem vilja ekki vera að skipta sér af stjórnmálum en kjósa að einbeita sér að kvennabaráttu. Auðvitað leiðir þetta til þess að til að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu þarf að leggja til hliðar ágreiningsmál þar sem pólitíkin kemur af einhverju afli inn. En þá hafa þessar sömu konur auðvitað annan vett- vang þar sem þær kjósa að beita sér á sínum pólitísku forsendum og það eiga þær að gera. í KRFÍ er verið að vinna að ákveðnum málum, jafnrétti karla og kvenna á öllum sviðum. Og þó að við- horfsbreytingin virðist stundum ganga hægt þá er það lokaárangurinn sem skiptir máli. Og með því að starfa þver- pólitískt saman náum við meiri árangri. Sofa konur þyrnirósarsvefni eða eru þær í dauðadái? Það er ef til vill ákveðin tilhneiging hjá konum að falla í þyrnirósarsvefn og bíða eftir því að þær verði vaktar. Ég held að það sé kannski alvarlegra að þær átta sig ekki á vandamálunum, eða stöðu sinni, fyrr en þær eru komnar í strand. En þær eru almennt rólegar yfir kjörum sínum enda er rík tilhneiging til að halda friðinn. Einstaklingar eru ólíkir og þeir hafa mismunandi þarfir. Jafnrétt- isbaráttan á að taka mið af því — en ekki að steypa alla í sama mót. Jafnrétt- isbaráttan byggist á því að konur og karlar njóti sömu réttinda og hafi sömu möguleika. Og meðan að svo er ekki hefur Kvenréttindafélagið mikilvægu hlutverki að gegna. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ 25

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.