19. júní - 19.06.1992, Síða 29
ir getu hvers og eins. Enginn vinnur og
enginn tapar í kvennahlaupinu vegna
þess að allir þátttakendur fá verðlauna-
pening að hlaupi loknu.
Annað kvennahlaup verður haldið í
ágúst í tengslum við Vestnorrænu
kvennaráðstefnuna á Egilsstöðum. Þar
mun nefndin kynna starf sitt, stöðu
kvenna í íþróttum hér á landi og einnig
mun hún skipuleggja íþróttastarf meðan
á ráðstefnunni stendur, þ.á.m. verður
hlaup fulltrúanna frá Færeyjum, Græn-
landi og Islandi.
Af öðrum störfum nefndarinnar í
sumar og haust má geta þess að út verð-
ur gefið veggspjald með mynd af hinni
vinsælu sundkonu
Ragnheiði Runólfs-
dóttur sem er önnur
íslenskra kvenna til
að hljóta hinn eftir-
sótta titil íþrótta-
maður ársins. Jafn-
framt verður gefinn
út þæklingur í haust
um kvennaíþróttir
og verður honum
dreift í bekkjardeild-
um grunnskólanna.
Tilgangurinn með
útgáfu bæklingsins
er að hvetja ungar
stúlkar til dáða og fá
þær til að leita í
auknum mæli inn í
íþróttafélögin.
Að sögn Unnar
Stefánsdóttur, sem
er ekki aðeins for-
maður umbótan-
efndarinnar í
kvennafþróttum
heldur einnig þekkt
hlaupakona og
margfaldur íslands-
meistari, hafa við-
brögð við störfum
nefndarinnar verið
mjög góð. „Við höf-
um leitað fanga víða
og okkur virðast
óendanleg verkefni
bíða okkar. Það er
ánægjulegt til að
þess að vita að
stjórn ÍSÍ skuli hafa
skipað þessa nefnd
sem reyndar hefði átt að gera fyrir
mörgum árum. Sennilega getum við
konur kennt okkur sjálfum um að staða
okkar innan íþróttanna er veik. Ýmsar
íþróttakonur, sérstaklega í hópíþróttun-
um, kvarta undan því að þær fái verri
æfingatíma og að lítil áhersla sé lögð á
að þær fái jafn hæfa þjálfara og karlarn-
ir. Einnig hefur oft komið í Ijós, m.a. í
hópíþróttunum, að landslið kvenna eru
gerð út af örkinni til að safna fjármunum,
ef þau eiga að keppa erlendis, á meðan
körlunum er séð fyrir fjármagni og þeir
þurfa ekki að ganga á milli fyrirtækja
með þetlistaf eða að standa í sölutjöld-
um á torgum."
„Hvað varðar stjórnunarstörf innan
íþróttahreyfingarinnar má benda á að
núna eru aðeins tvær konur í fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ en hins vegar sjö karl-
menn." Hún kann enga ákveðna skýr-
ingu á þessu en telur ekki leika vafa á
því að konum sé mun erfiðara að hasla
sér völl í heildarsamtökunum en í sér-
og héraðssamböndunum.
„Ég er viss um að karlar sem lesa
þetta segja núna: „Konur eru engu síður
en karlmenn velkomnar í trúnaðar-
störf." Málið er þara það að þeir lýsa oft
yfir jafnréttisskoðunum þegar þessi mál
ber á góma en reynast síðan tregir til að
styðja og veita kvenframbjóðendum
brautargengi til ábyrgðarstarfa. Auðvit-
að verðum við konur sjálfar að vinna að
okkar eigin málum og það er einmitt
það sem er komið í gang núna. Við er-
um að vekja athygli á stöðu okkar í
íþróttahreyfingunni, sérstaklega athygli
kvenna. Við verðum að taka okkur al-
varlega á, bretta upp ermarnar og gefa
okkur fram til starfa. íþróttirnar eru einn
margra þátta heilbrigðs lífs og eru fyrir
alla. íþróttamenn læra sjálfsaga, ósér-
hlífni, tillitssemi, hópvinnu og svona
mætti lengi telja. Á þessum tímum þeg-
ar svo margt gagntekur unga hugi eru
íþróttirnar, að mínu mati, sá vettvangur
sem við eigum að beina börnum okkar
á. Það er hins vegar erfitt að ala á jafn-
réttishugsjón þegar ýmsir brestir eru í
henni hjá okkar sjálfum. Við íslendingar
tölum mikið um jafnrétti og höfum
meira að segja lög þar um. Jafnrétti inn-
an íþróttahreyfingarinnar verður að
auka og það gerir enginn nema við kon-
ur sjálfar."
Unnur vísar að lokum til þess hvernig
þekktur útvarpsmaður spurði nýlega
með undrun í röddinni hvort kvenna-
baráttan væri komin á takkaskó. „Ef
menn kjósa að orða það svo er svar mitt
við þessu já."
Ein nefndarkvenna er Lovísa Einars-
dóttir íþróttakennari sem átt hefur sæti í
framkvæmdastjórn ÍSÍ um nokkurra ára
skeið. I viðtali hér í blaðinu fer hún
nokkrum orðum um reynslu sína úr
starfinu í íþróttahreyfingunni og ræðir
m.a. um það áhugaleysi sem fjölmiðlar
sýna íþróttaiðkun kvenna.
„Sennilega getum við konur kennt okkur sjálfum um að staða okkar innan íþróttanna er veik," segir for-
maður Umbótanefndar ÍSÍ í kvennaíþróttum, Unnur Stefánsdóttir.
29