19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 35

19. júní - 19.06.1992, Side 35
Sjöfn Kristjánsdóttir, lögfræðingur, hefur starfað mikið fyrir Kvennaráðgjöfina. Hjördís Hjartardóttir, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar. vegna sjúkdóms eða greftrunar og einn- ig af öðru sérstöku tilefni, s.s. tannrétt- ingum. Við ákveðin skilyrði er svo hægt að úrskurða barnsföður til að greiða móður framfærslueyri í tengslum við barnsburð og meðgöngu. Barnið er ekki eign í kafla um foreldraskyldur, forsjá barns og umgengisrétt er m.a. áréttað að það er réttur barns að foreldrar þess sjái fyrir því þar til það er sjálfráða og lengur ef það þarf á því að halda. Foreldri sem fer eitt með forsjá barns á að stuðla að því að barnið umgangist hitt foreldrið, sé það barninu til góða, og er þetta nýtt at- riði. Foreldrar gera sér oft ekki grein fyr- ir hversu mikið gildi það getur haft fyrir barnið að halda tengslunum við báða foreldra en lögin eiga að tryggja rétt barnsins til að umgangast bæði föður sinn og móður og er foreldrum skylt að sinna umgengninni. Þarna er einnig kveðið á um að for- eldrum beri að stuðla að því eftir mætti að börn þeirra fái menntun og starfs- þjálfun í samræmi við hæfileika þeirra og áhugamál. En einnig er sagt að for- eldrum beri að hafa samráð við barn sitt áður en það ræður persónulegum mál- um þess til lykta. Þetta þýðir að foreldr- ar eiga að leggja það fyrir barn sitt áður en ákvörðun er tekin um hvort það vilji t.d. fara í sveit yfir sumarið, læra á ákveð- ið hljóðfæri eða fara í ákveðinn skóla. Að sjálfsögðu þarf að miða þetta samráð við aldur og þroska barnsins en hér er verið að leggja áherslu á að barnið sé einstakl- ingur en ekki eign foreldra sinna. Sameiginleg forsjá Þegar foreldrar skilja ríkir yfirleitt upp- lausnarástand í fjölskyldunni og það hefur ill áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Börnin verða oftar en ekki bitbein for- eldranna sem deila um forsjá þeirra. Einna veigamestu breytingarnar sem gerðar eru k Barnalögunum frá 1981 koma fram/í þeirri grein frumvarpsins sem fjallar/ um forsjá við skilnað eða sambúðarslit. Sú breyting sem vakið hefur mekta athygli er að við skilnað geta foreldrar samið um sameiginlega forsjá barns. Áður varð forsjáin að vera óskipt á tendi annars, en nú stendur þessi nýi valkostur foreldrum til boða. Þetta á ja:nt við gifta foreldra og ógifta og svo þg sem ekki eru í sambúð. For- eldrar sem eru nú með skipt forræði gætu breytt því og samið um sameigin- lega forsjá. En foreldrar verða að gera um þetta samning sín á milli því yfir- vald getur ekki úrskurðað gegn vilja annars eða beggja. Sameiginleg forsjá hefur það í för með sér að ábyrgð for- eldra verður jöfn því báðir bera ábyrgð á að ala barnið upp og koma því til þroska. Velji foreldrar þennan valkost þá verða þeir að gera með sér ítarlegan samning þar sem m.a. verður að ákveða hjá hvoru barnið á að hafa lögheimili og þar með fasta búsetu. Samkomulag milli foreldra um öll atriði sem snerta barnið er forsenda fyrir sameiginlegri forsjá, en samningur þar um öðlast gildi þegar sýslumaður hefur staðfest hann. Gangi sameiginlega forsjáin ekki sem skyldi geta foreldrar síðan hvor um sig krafist niðurfellingar á samningnum og þarf þá að skipa forsjármálunum að nýju. Dómstóll leysi deilumál Ágreiningsmál um forsjá barna eru oft- ast viðkvæm og torleyst. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að dómstóll leysi þessi deilumál en foreldrar geta leitað úrlausnar hjá dómsmálaráðuneytinu. Hingað til hefur það verið dómsmálaráðuneytið sem úrskurðar forsjá þegar foreldrar geta ekki komið sér saman. Áður en for- sjármál er til lykta leitt í dómsmálaráðu- neytinu skal leita umsagnar barna- verndarnefndar en þegar um dómstóla- mál er að ræða þá leitar dómari umsagnar barnaverndarnefdar ef hann telur þörf á því. í dómsmálum er talið að oft verði kallaðir til sérfróðir menn, t.d. sálfræðingar, sem kanna eigi hagi foreldra og barna og því verði minni þörf á umsögn barnaverndarnefndar. Dómsmálaráðuneytið getur sömuleiðis óskað eftir umsögn sérfæðinga. Margir eru hræddir um að of mikil töf verði á úrlausn jafn viðkvæmra rnála og forsjár- deilu ef þau verða að fara fyrir dómstóla en í frumvarpinu er tekið fram að þess- um málum beri að hraða. Börn mega segja sitt álit í frumvarpinu eru einnig þau nýmæli að börnum 12 ára og eldri er gefinn kostur á að segja hvað þeirn finnst um forsjár- rnálið en þó með þeim fyrirvara að það hafi ekki skaðvænleg áhrif á þau. Rétt þykir ennfremur að ræða við yngri börn ef þau eru nógu þroskuð og ástæða þykir til. Annað nýmæli er það að skipa má barninu talsmann ef þörf er á og á hann að gæta hagsmuna barnsins við úrlausn forsjármáls. Hér getur verið um að ræða sálfræðing, barnageðlækni eða 35

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.