19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 49
Undirbúningur að Vestnorræna kvennaþinginu, „Kvinnutingi Útnorðurs", er í full-
um gangi. Ragnheiður Harðardóttir, formaður undirbúningsnefndar.
en þar verður til sýnis og sölu allt það
besta sem til er af handverki kvenna í
þessum löndum.
Enda þótt dagskráin sé ekki fullmótuð
þegar þetta er skrifað er samt sem áður
hægt að segja frá henni í höfuðdráttum.
Leitast verður við að hafa dagskrána
sem fjölbreyttasta þannig að vestnor-
rænar konur nái að kynnast hver ann-
arri, kynnast menningu þjóðanna sem
löndin byggja og mynda varanleg
tengsl. Þingið hefst með menningar-
vöku á fimmtudagskvöldinu þar sem
yrkisefnið er konan í þjóðsögum og
fornsögum Grænlands, Færeyja og ís-
lands. Þetta verður sameiginleg vestnor-
ræn dagskrá þar sem tvinnað er saman
atriðum og stuttum fyrirlestrum um efn-
ið frá löndunum þremur.
Föstudagurinn hefst síðan með
íþróttaiðkun einhverskonar og er reynd-
ar meiningin að hafa þetta fastan lið
alla þingdagana. Vonast er til að konur í
íþróttahreyfingunni verði liðtækar við
að skipuleggja hópleikfimi. Meginvið-
fangsefni föstudagsins er „Menntun og
vinnumarkaður". Um kvöldið verður
skemmtidagskrá í urnsjón austfirskra
kvenna.
Umræðuefni laugardagsins verður
hin sameiginlega lífsbjörg vestnorrænu
þjóðanna eða „Hafið". Þá mun gefast
kostur á að ræða hvaðeina sem tengist
því, s.s. umhverfi, friður, auðlindir og
efnahagsmál. Um kvöldið verður farið í
Hallormsstaðaskóg þar sem skógræktar-
stjóri sýnir það markverðasta, haldin
verður heljarmikil gri11veisla með öllu
tilheyrandi í Atlavík og hvert land
stendur fyrir einhverskonar uppákomu.
Þema sunnudagsins er möguleikar
kvenna til að hafa áhrif í þjóðfélaginu.
Þá verður rætt um völd, vinnustaðalýð-
ræði, stjórnmál, áhrif breytinganna í
Evrópu o.m.fl. Um miðjan dag, eða kl.
15.00, verður þingið rofið en þá munu
konur frá löndunum þremur ræða ár-
angur starfsins á þinginu, möguleika
kvenna til að vinna áfram að því að
bæta stöðu sína á þeim sviðum sem
rædd hafa verið og hvernig konur í
þessum löndum geti stofnað til varan-
legs samstarfs um hagsmunamál sín. Þá
er einnig mikilvægt að tekin verði af-
staða til þess með hvaða hætti löndin í
útnorðri geti undirbúið sameiginlega
þátttöku sína í Nordisk Forum sem
haldið verður í Ábo í Finnlandi 1994.
Undirbúningsnefndin er fyrir löngu
búin að panta hið margrómaða aust-
firska hitabeltisveður þessa ágústdaga.
Þá er hægt að spóka sig í sandölum og
ermalausum sumarkjól. En þinghaldið
stendur ekki og fellur með veðrinu.
Konurnar í útnorðri láta það ekki á sig
fá þó að rigni og blási; þá værum við
ekki hér. Þess vegna er sennilega best
að leyfa regngallanum og stígvélunum
að fljóta með stuttbuxunum og hlýra-
bolunum þegar farið er að ferðbúast fyr-
ir vestnorrænt kvennaþing á Egilsstöð-
um í sumar.
Rey kj a víkurbor g Thorvaldsensfélagið
Samband Alþýðuflokkskvenna Úlfar Þormóðsson
Samband íslenskra samvinnufélaga Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt Sjálfstæðisfélagið Vorboði, Hafnarfírði Verkakvennafélagið Aldan, Sauðárkróki
Verkakvennafélagið Framsókn
Verkakvennafélagið Framtíðin
Seltj arnarneskaupstaður Verkamannafélagið Dagsbrún
Stjórnunarfélag íslands Verkamannasamband íslands
Stefánsblóm, Skipholti 50b
49