19. júní


19. júní - 19.06.1992, Side 52

19. júní - 19.06.1992, Side 52
Þegar þetta viðtal er tekið, um miðjan marsmánuð, er snjór yfir öllu á Þing- völlum en hlýr sunnanandvari leikur um þennan gimstein íslenskrar sögu og náttúru. Sól er tekin að hækka á lofti og geislar hennar magna glit snjókristall- anna á jörðinni og baða gamla Þing- vallabæinn þar sem prestshjónin og börn þeirra búa. Þögnin er mikil og yfir öllu svæðinu ríkir kynngimagnaður kraftur. Á hugann leitar bergmál radda á þingstaðnum forna og ef að er gáð má heyra bergmál vopnakliðs fornra kappa sem háðu baráttu fyrir réttlæti. „Það er nánast útilokað annað en að finna fyrir kynngimögnun þessa staðar," segir Hanna María. Við sitjum tvær ein- ar úti í Þingvallakirkju sem virðist svo lítil en er svo stór í sögunni. „Það hafa margir sagt við mig að þegar þeir koma til Þingvalla, sérstaklega hingað á þing- staðinn, eða ganga um Almannagjá sé eins og sérstök tilfinning grípi þá. Eg skil vel hvað við er átt vegna þess að ég hef alltaf fundið fyrir virðingu staðarins og það er næstum eins og ég telji mig knúna til að tala aðeins lægra en venju- lega til að sýna staðnum þá virðingu sem hann krefst af öllum sem hingað koma. Sagan leitar á mann úr öllum átt- um." Hanna María var vígð árið 1981 til Ásaprestakalls í Skaftártungu. „Til að byrja með var ég ein þarna eystra í tvö ár vegna þess að unnusti minn, Sigurður Árni Þórðarson, var þá í framhaldsnámi erlendis. Við vorum leynilega trúlofuð á þessum árum," segir hún með glettnis- glampa í augunum. „Þegar hann kom síðan frá námi og við giftum okkur breyttust aðstæður fljótlega. Ég varð ófrísk að elstu dóttur okkar, Kötlu, og var að sjálfsögðu í þriggja mánaða fæðingarorlofi eftir að hún fæddist. Á þessum árum var ekki heimilt að prestar hefðu aðstoðarprest þótt það hefði verið einfaldasta lausnin fyrir okkur vegna þess að Sigurður Árni er guðfræðingur. Það endaði með því að ég varð að segja af mér embættinu að Ásum. Ég gat ekki sinnt þessu prestakalli, sem er mjög víð- femt og erfitt yfirferðar á vetrum, þannig að Sigurður tók við brauðinu." Laun presta hafa ekki þótt ýkja há hingað til og að sögn Hönnu Maríu voru launakjörin ein ástæða þess að þau sóttu hvort um sitt prestakallið á Norðurlandi. Það var árið 1985 að Hanna María fékk Hálsprestakall og Sigurður Árni Staðarfellsprestakall, sem áður var Ljósavatnsprestakall. „Við vor- um fyrstu prestarnir í hjónabandi sem fengu brauð hlið við hlið," segir hún og skellir upp úr þegar hún rifjar upp að gárungar hafi strítt þeim á því að þau hefðu ekki fengið brauð heldur sam- loku! Skjótt skipast veður í lofti og tæpu ári síðar var Sigurður Árni skipaður rektor Lýðháskólans að Skálholti. Að sögn Hönnu Maríu hafði hann sótt um þá stöðu áður en hann var skipaður í emb- ættið fyrir norðan. „Enn skildu leiðir okkar. Hann fór suður en ég var áfram að Hálsi og þar fæddist okkur önnur dóttir, Saga." Hanna María gerir stutt hlé á frásögninni en segir síðan að dvöl- in fyrir norðan hafi verið mikil lífs- reynsla fyrir ungan kvenprest sem ný- lega var búinn að eignast barn. „Ég gafst hreinlega upp." Hún er alvarleg í bragði þegar hún segir frá því hve erfið ákvörð- un það hafi verið fyrir hana að hætta prestsstörfum í Hálsprestakalli en því miður hafi það verið óumflýjanlegt. „Upphaflega var áætlunin sú að ég héldi áfram að vinna fyrir norðan og að 52

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.