19. júní - 19.06.1992, Side 55
svo töm, hafi gert vart við sig. Mér
fannst hreinlega leiðinlegt að vera að
etja kappi við aðrar konur."
Heldur þú að karlmaður fái sam-
viskubit gangvart kynbræðrum sínum
þegar hann sækir um starf?
„Örugglega ekki," svarar hún um
hæl. „Karlmenn virðast hafa allt önnur
viðhorf til slíkra hluta og taka öðruvísi á
þeim en við konurnar. I mörgum tilfell-
um hefja þeir baráttu, ef svo mætti
segja, til að kynna kosti sína á meðan
við förum okkur mun hægar í sakirnar
og bfðum nánast þess sem verða vill.
Þegar ég fann fyrir sektarkenndinni tók
ég það mjög alvarlega en þegar við er-
um að tala um þetta núna þá hljómar
það nánast skondið þótt það sé ekkert
fyndið við svona hugsanir. Það truflaði
mig svolítið að ég, sem tel mig vera
barn míns tíma, skuli lenda í kreppu við
sjálfa mig við svona kringumstæður."
Hanna María segir að hún hafi verið
búin að búa sig undir það að fá ekki
stöðuna á Þingvöllum þegar kallið kom.
„Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumála-
ráðherra, hringdi í mig dag nokkurn og
sagði að umsókn minni hefði verið tek-
ið. Hvílíkt símtal og hvílík gleði. Ég stóð
eins og þvara á meðan orðin síuðust inn
í huga mér en síðan langaði mig að
hoppa hæð mína af gleði. Ég gat fengið
draumastarfið mitt!"
Ráðning Hönnu Maríu tók gildi frá og
með 1. október sl. og símtalið góða kom
seint f september. „Þar með rauk ég upp
til handa og fóta og hafði í raun ekki
tíma til að gera mér grein fyrir umfangi
starfsins fyrr en ég fór með mitt hafur-
task til Þingvalla síðasta dag september-
mánaðar." Hún brosir oft á meðan við-
tali þessu stendur en þegar hún rifjar
upp tilfinningarnar sem gagntóku hana
þegar hún ók að gamla Þingvallabæn-
um er hún alvarleg á svip. „Ég kom
hingað sem nýr þjóðgarðsvörður og
sóknarprestur, það þyrmdi yfir mig allt í
einu og mér varð hugsað til þess út f
hvað ég væri komin. Ég var með mikinn
hjartslátt þegar ég stöðvaði bílinn minn
við gamla fallega bæinn." Þrátt fyrir al-
vöru málsins gerir Hanna María góðlát-
legt grín að sjálfri sér og segir að hún
hafi haft svo mikið að gera þessa fyrstu
daga í október að hún hafi sveiflast á
milli gleði og kvíða jöfnum höndum.
„Ég held að því sé þannig farið með
marga sem er falið stórt verkefni að þeir
geysist af stað en nái sér svo fljótlega og
blóðþrýstingurinn og spennan minnka.
Þessu var þannig farið með mig og fyrst
þegar ég fór um svæðið sem mér þykir
svo vænt um fann ég stundum fyrir
skelfingu yfir því hve yfirgripsmikið
þetta starf er. En nú er ég komin með
báða fætur á jörðina á ný og einbeiti
mér að því að sinna skyldum mfnum
eins vel ég og mér er frekast unnt. Auð-
vitað vil ég standa mig en ég er hætt að
reyna að vera fullkomin og geri bara
mitt besta. Þeir sem til Þingvalla koma
eru góðu vanir vegna hins mikla starfs
sem séra Heimir hefur unnið hér og ég
mun reyna að mæta þeim kröfum sem
til mín eru gerðar." Hún brosir í kamp-
inn þegar hún segir frá því að fyrst eftir
komuna til Þingvalla hafi hún setið
heilu næturnar við lestur bóka og rita
um Þingvelli. „Þó svo ég telji mig vita
eitt og annað þá má alltaf á sig blómum
bæta og saga Þingvalla og náttúrufræði
eru óendanleg uppspretta fróðleiks."
Þú ert fyrsta konan sem gegnir emb-
ætti þjóðgarðsvarðar og sóknarprests á
Þingvöllum, þessum völlum karlyfirráða
til skamms tíma. Hvernig líður braut-
ryðjanda?
„Bara vel," segir hún og bætir við að
það sé ekki hægt annað en að líða vel á
Þingvöllum. „Saga okkar, hvort sem við
erum stödd á Þingvöllum eða annars
staðar, er saga karlmanna, a.m.k. hin
opinbera saga. Mér finnst hins vegar öll
ÞÆGILEGIR OG FALLEGIR GALLAR I MÖRGUM
LITUM OG GERÐUM FYRIR DÖMUR OG HERRA
SENDUM I
PÓSTKRÖFU
ks
UTIUFt
GLÆSIBÆ SÍMI 812922
55