19. júní - 19.06.1992, Qupperneq 56
umgjörð og náttúra hér engan veginn
vera af ætt karla frekar en kvenna þótt
hinir fyrrnefndu séu mest áberandi í
sögunni. Ég grúska mikið í þjóðfræði og
gleðst í hvert sinn sem ég finn eitthvað í
ritum eða sögnum um konur. Ég er allt-
af að raða saman upplýsingabrotum um
stöðu kvenna í sögunni. Um þessar
mundir er ég að skrifa kafla í nýrri
kristnisögu og ég gríp sjálfa mig f því að
vera sérstaklega vakandi gagnvart stöðu
kvenna og leita meðvitað og ómeðvitað
að upplýsingum til að skilgreina stöðu
þeirra. Þjóðfélagið og allt umhverfi okk-
ar er svo mótað af karlmönnum og ég,
sem guðfræðingur og prestur, er ætíð
vakandi fyrir stöðu kvenna og þeim
breytingum sem hún tekur í karlaþjóð-
félaginu. Sem betur fer stefnum við í
rétta átt í að jafna hlut kvenna og karla.
Skipun mín í þetta virðulega embætti er
ágætt dæmi um það en auðvitað er
margt enn ógert í þessum efnum."
Við snúum tali okkar að skyldum
þjóðgarðsvarðar og spyrjum Hönnu
Maríu hvort hún sé búin að móta sér
stefnu um varðveislu þjóðgarðsins. „Ég
veit ekki hvort kalla megi það stefnu en
hins vegar hef ég ýmsar hugmyndir sem
mig langar að hrinda í framkvæmd.
Grundvöllurinn að þeim er í sjálfu sér
„Ég kom hingað sem nýr þjóðgarðs-
vörður og sóknarprestur, það þyrmdi
yfir mig allt í einu og mér varð hugsað
til þess út hvað ég væri komin."
einfaldur. Ég vil svo gjarnan að sem
flestir sæki Þingvelli heim og að staður-
inn sé lifandi tákn fslensku þjóðarinnar,
ekki aðeins í sögunni heldur líka í hug-
um ungra sem aldraðra. Þingvellir eru
eign þjóðarinnar allrar og ég hef mikla
löngun til þess að skipuleggja allskonar
starf hér til að kynna menningu okkar til
forna, sögu staðarins o.s.fv." Við erum
greinilega komnar inn á svið sem
Hönnu Maríu er hugleikið og andlit
hennar geislar af áhuga. „Ég sé til dæm-
is fyrir mér að hér mætti sýna heyskap
með gömlum aðferðum. Hér eru nokk-
ur eyðibýli og mér finnst upplagt að
hópur fólks sýni þar gömlu aðferðirnar
og að slíkt væri auglýst í fjölmiðlum til
að hvetja fólk, ekki síst börn, til að
koma og taka jafnvel þátt í heyskapn-
um. Starf með börnum er mér mjög
hugleikið og annar möguleiki til að
auka áhuga þeirra á Þingvöllum er að
leiða þau um staðinn og segja þeim frá
því sem hér hefur gerst, fá þeim síðan
blað og liti í hendur og láta þau tjá sig
með myndum. Ég er viss um að slík
starfsemi væri foreldrum hvatning til að
koma með börn sín hingað og ég er
sannfærð um að heimsóknir af þessu
tagi myndu verða foreldrum og börnum
mikið ánægjuefni."
Einstök hönnun - Fegurð — Gœði — Tískuefni - Tískulitir
Heildsölubirgðir Ástbjörg Gunnarsdóttir
— Sæviðarsundi 60 — Sími 33290 — 104 Reykjavík
56