19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 5

19. júní - 19.06.1997, Page 5
Ritnefnd 19. júní: Óskar Kolfinna Erla Linda Hanna Katrin Kamilla Brynhildur Kynlegt baráttumál Jafnrétti i launum, heimilislífi, kvikmyndum, kirkjunni, íþróttum, pólitík, gamni og alvöru. Nær kemst ég ekki inni- haldi blaðsins í fáeinum orðum. Þessi 19. júní er fyrir margt óvenjulegur. Blaðið er skrifað af yngstu ritnefnd sem starfað hefur fyrir Kvenréttindafélag íslands, auk þess hefur karl- maður i fyrsta skipti hætt sér um borð. Ekkert okkar var hærra í lofti en einnogþrjátíu á Kvennafrí- daginn mikla, og þau okkar sem ekki flæktust í vinnunni með pabba þennan dag, laumuðust til að fylgjast með kvenna- skaranum úr fjarlægð. Við eigum ekki áratuga baráttusögu að baki, og höfum ekki annað að byggja á en okkar sýn á ver- öldina. Sú sýn miðast við jafnrétti á öllum sviðum. Við erum þó ekki það bláeyg að ætla okkur að finna upp hjólið, - kannski frekar nýjar leiðir til að koma því af stað, og nýjar brautir fyrir það að renna eftir. Við áttum okkur á því að við verðum að læra af reynslunni og horfa fram á við; taka risa- skref inn í framtíðina, án þess að kasta rýrð á fortíðina, og það getur verið snúið. Sjálf var ég fimm ára þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu í einn dag til að minna á mikilvægi sitt. Kvennafrídagurinn fór um allan heim og konur í Álafossúlpum og fótlaga skóm, stappandi sér til hita á Lækjartorgi, heltóku heimspressuna. ísland var ríki hinna sterku kvenna. Svo kom Vigdis, svo kom kvennalistinn og að síðustu Ingibjörg Sólrún. Aftur og aftur var ísland land hinnar sterku konu. Þegar maður virðir fyrir sér sviðið, eftir að ljós fjölmiðlanna eru slokknuð, eru staðreyndirnar ekki eins glæstar. Enn er launamunur kynjanna hér á landi óskiljanlega mikill, enn eiga konur erfiðara um vik á vinnumarkaði og enn eiga karl- ar skerta möguleika á að taka þátt í lifi barna sinna. Meðan veröldin er klofin af þessum gamla hlutverkaleik er nauðsyn- legt að halda merkinu á lofti. Við sem erum böm þeirra kvenna sem stöppuöu niður fótum á Lækjartorgi 1975, höfum kannski aðra sýn á veröldina en þær. -Þvi sem betur fer hefur margt breyst. Jafnréttisbaráttan í dag snýst um réttinn til að takast á við líf- ið út frá eigin forsendum. Ungar konur vilja ekki þurfa að klæðast nærbuxum með klauf til að komast áfram í starfi. Við þurfum ekki lengur að berja á karlpeningnum með rauðu sokkaplaggi, við getum gengið í svörtu næloni og samt verið jafnréttissinnar, feministar, kvenréttindakonur eða hvað við viljum kalla okkur. Liðsauki úr óliklegustu áttum í viðtali hér í blaðinu segir Sigriður Lillý Baldursdóttir, for- maður Kvenréttindafélagsins, að sér finnist viðhorf fólks hafa breyst mikið á sl. árum. -jafnréttisbaráttunni berist nú liðs- auki úr óliklegustu áttum. Það er ánægjulegt að karlar, ekki síður en konur, skuli vera famir að sjá að jafnrétti kynjanna skiptir máli. -Að jafnréttið varði ekki þröngan hóp kvenna heldur allt samfélagið. Fólk er farið að sjá að það skiptir máli að konur komist til valda og sjónarmið þeirra njóti sín þar sem ákvarðanir em teknar. Um leið em menn að átta sig á þvi að það er sjálfsögð krafa að karlar geti kynnst bömunum sín- um. Vonandi er verið að velta jafnréttishjólinu á rétta braut, og beina þvi þangað sem konur og karlar hafa jafna möguleika á hvaða sviði sem er. Markmiðið er að hefðir, ímyndir, eða gömul verkaskipting og fordómar skorði einstaklinginn ekki við eitthvað sem ekki tengist hæfileikum hans eða löngunum. Aðeins þannig geta konur staðið jafnfætis körlum, og það sem konur. Kvenréttindabaráttan snýst nefnilega ekki um að gera konur að körlum. Það að vilja jafnrétti er ekki að vilja kynlausan heim, heldur heim þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Brynhildur Þórarinsdóttir 3

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.