19. júní


19. júní - 19.06.1997, Síða 14

19. júní - 19.06.1997, Síða 14
Eftir sjö ára bið er Judith Esztergal orðirm íslenskur ríkis- borgari. Hanna Katrín Friöriksen bauð Judith uppá kaffibolla í því tilefni og spjallaði við hana um muninn á þvi að vera afrekskona í handbolta í Ungverjalandi og á íslandi. „Hérna vantar keppnina,“ segir Judith. „I’að er allt fullt af bók- um sem segja að keppni sé óholl fýrir börn og jafnvel unglinga en þetta er það sem íþróttir snúast unt. I’ær snúast ekki um að gera öllum jafnt undir höfði, ekki frekar cn annað sem maður fæst við í lífinu. Lífið er keppni.“ Judith, sem stendur á þrítugu, kont hingað til lands fyrir sjö ár- um til þess að spila handbolta með ÍBV. Hún er frá Búdapest þar sem hún var 17 ára gömul komin í meistaraflokk, varð Ungverjalandsmeistari, bikarmeistari og lék til úrslita um Evr- ópumeistaratitil. Svo komu upp peningavandræði í liði hennar og enskukunnátta J udithar varð til þess að hún var beðin um að koma liðinu til bjargar, láta selja sig til Islands. „Ég var 23 ára og alveg til í að prófa,“ segir hún. Umskiptin urðu töluverð, frá því að leika handbolta sem hálfatvinnumanneskja í það að vinna í fiski á daginn og æfa handbolta á kvöldin. „Ég var ekki vön því að vinna með boltanum enda æfðum við alltaf tvisvar á dag úti. I Eyjum fékk ég vinnu í fiski: hér eru stígvél, sloppur og hnífur og þetta er fiskur, gjörðu svo vel. Ég hélt fyrst að menn væru að grínast." Eftir fimm ár í Vcstmannaeyjum ákvað Judith að flytja til Reykjavíkur þar sem hún gekk til liðs við Hauka. I’ar hefur hún verið sigursæl, liðið hefur orðið Islandsmeistari bæði árin, bik- armeistari annað árið og Judith var valin besti Ieikmaður deild- arinnar síðasta vetur. Að auki hefur hún þjálfað yngri flokka í handboltanum, unglingalandslið og verið viðriðin þjálfun meistaraflokks. „Vandamálin byrja í yngri flokkunum," segir Judith. „I’að er ómögulegt að troða fjörutíu krökkum saman í lítinn sal með einum þjálfara og þykjast ætla að kenna þeim eitt- hvað. I’að er skortur á húsnæði hjá íþróttafélögunum, það á svo sem líka við um strákana, en þegar aðstaðan er af skornum skammti lendir það alltaf verr á kvenfólkinu. Þær eru alltaf í öðru sæti.“ Judith nefnir annað til sögunnar sem hún telur að skipti miklu máli varðandi eflingu kvennaíþrótta. „I Ungverjalandi er reynt að velja úr þá sem líkur eru á að standi sig. Þjálfarar mæta í leik- fimitíma skólanna til þess að velja úr efnilega krakka. Þeir reyna líka að beina krökkunum á réttar brautir, bcnda til dæmis stelpu sem æfir handbolta á að hún muni líklega eiga betur heima í fimleikum eða tónlist. Þetta má ekki hér, það má varla skipta krökkunum í a, b og c lið. I’að er mikill misskilningur að keppni sé af hinu vonda, hún hefúr mikið uppeldislegt gildi ef staðið er rétt að málum. Það er líka eins og fólk, foreldrar og aðrir, gangi út frá því að stelpur þoli keppni vcrr en strákar.“ „Svo hverfa stelpurnar þcgar þær komast á unglingsárin," segir Judith. „Ég veit ekki hvað verður af þeim, en þær hætta að mæta á æfingar. Viðhorf foreldra og annarra skiptir miklu máli, ég hef til dæm- is orðið vitni að því að ungar stelpur taki sér frí frá æfingum fyr- ir jól af því að þær eru að hjálpa til við jólaundirbúninginn. Ég hef ekki orðið vör við að foreldrar kalli á strákana frá æfingum til þess að baka og taka til.“ En þrátt fyrir þetta er Judith ekki frá því að hlutirnir séu að breytast til batnaðar. Kvenfólkið æfi betur en þegar hún kom fyrst til landsins, þjálfarar séu almennt orðnir betri og metnað- urinn til þess að standa sig orðinn meiri. „Það er samt mikill rnunur á þeirri aðstöðu sem kvenfólkið býr við samanborið við karlana,“ segir hún og rifjar upp skúringar, flöskusöfnun, veit- ingasölu og sölu á harðfisk, klósettpappír og jólakortum. Allt íjáröflun fyrir kvennahandboltann. Það eru nokkur ár síðan Judith ákvað að sækja um íslenskan rík- isborgararétt. Sjö ár, segja reglurnar og eftir þeim var farið í til- felli hennar, þó dæmi séu um að afreksfólk í íþróttum hafi farið styttri leið. Þeir hafa á undanförum árum verið ófáir sem hafa reynt að leggja handboltakonunni frá Budapest lið í sambandi við ríkisborgararéttinn. Hún segist eiga fulla möppu affallegum bréfum um sig sent vinir og samstarfsmenn hafa sent allsherjar- nefnd Alþingis í von um að flýta ferlinu. Judith nefnir þar vinnuveitanda sinn, Arndísi Þórðardóttur, ciganda Birgis ehf., scm hún segir hafa hjálpað sér mikið. „Ekki bara varðandi rík- isborgararéttinn, heldur líka í sambandi við handboltann. Hún er margfaldur íslandsmeistari á skíðum og skilur því erfiðleik- ana við að samræma fulla vinnu og þátttöku í keppnisíþrótt- um.“ Meðal annarra sem rcyndu að aðstoða Judith við að öðlast ís- lenskan ríkisborgararétt er Erla Rafnsdóttir, fyrrum landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik, sem hafði hug á að nýta krafta Judithar í landsliðinu. En allt kom fyrir ekki og þær raddir heyr- ast sem segja að árangur slíks þrýstings hefði mögulega orðið annar og betri hefði verið um að ræða feng fyrir karlalandslið- ið. Judith segist ekki nenna að velta sér lengur upp úr slíkum hugleiðingum, nú sé hún orðin íslendingur og þó hún telji ekki miklar líkur á að verða nýliði í íslenska landsliðinu þrítug að aldri eigi hún samt vonandi eftir góð ár í boltanum - sem Is- lendingur! ■ U
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.