19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 19

19. júní - 19.06.1997, Page 19
Stefna stjórnmálaflokka í jafnréttismálum Ymislegt markvert má finna ef tekin eru til skoðunar þingmál sem borin hafa verið upp eftir síðustu kosningar og flokkast undir jafnrétti (kynja) og konur. Þrjú þing hafa staðið eftir kosn- ingarnar, þar af eitt aukaþing sem stóð í einn mánuð. Frá þessum tíma hafa verið borin upp 46 mál af umræddum toga: 26 fyrirspurnir, 13 tillögur til þingsályktunar,5 frumvörp og 2 skýrsl- ur. Til samanburðar má nefna að 112 heilbrigðismál voru borin upp á þessu tímbili og 40 mál sem snúa sérstaklega að bankamálum landsmanna. Rétt er þó að minnast á að jafnréttismál eru fá miðað við önnur sem hafa sérstakt ráðuneyti fyrir sig, s.s. umhverfismál. Ekki er ætlunin að rekja kerfisbundið efni málanna heldur er verðugast að skoða fjölda þeirra og efni með tilliti til stefnu hvers og eins stjórnmálaflokks í jafnréttismálum. Að sjálfsögðu eru ýmsar tegundir mála ekki fullkomlega samanburðarhæfar og er sá fyrirvari settur hér að ekki skal meta niðurstöð- ur bókstaflega. Til að upplýsingar um jafnréttismál á þingi gagnist hins vegar eitthvað er nauðsynlegt að svara eftir- farandi spurningum: Eru framborin jafnréttismál hvers og eins þingflokks í samræmi við yfirlýsta jafnréttistefnu hans? Eru flokkar sem gefa sig út fyrir að vera jafnréttissinnaðir jafnvirkir talsmenn þess í þingsal? Sj álf stæðisflokkur (þingstyrkur 39,7%) Stefna flokksins samkvæmt samþykktum frá síðasta flokksþingi er í anda einstaklingsfrelsis og lögð er áhersla á að jafnréttismál séu mannréttindamál og ættu þá frekar heima innan verksviðs forsætisráðuneytis. Að frátaldri almennri ályktun um jafnrétti einstaklinga eru „áhersluatriði" flokksins: afnám kynbundins launamunar, viðhorfsbreyting með aukinni þátttöku kvenna í opnberri stefnumótun, starfsmat, vinnustaðasamningar, gagnsætt launkerfi, breyttur og sveigjanlegur fæðingarorlofsréttur með áherslu á jafnan rétt kynja og jafnréttisfræðsla í skólum. Þegar þingmál eru hins vegar skoðuð er ekkert í anda þessara stefnumarkmiða að finna. Vera má að einhver vinna fari fram í ráðuneyt- um flokksins en lagabreytingar eru engar né tilraunir gerðar af hálfu þingmanna til þingsályktana. Það má m.a. benda á að þrjú tækifæri hafa að vissu leyti fengist til hlut- deildar í þingsályktunartillögum um fæðingarorlof feðra. Það mál er ekki skilgreint út frá fijálshyggjusjónarmiðum sérstaklega en af einhverjum orsökum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar ekki séð ástæðu til að hlutast til um málið enn. Ljóst er að engin tengsl virðast vera á milli annars vegar flokkssamþykkta Sjálfstæðisflokksins og hins vegar þingstarfa hans eftir síðustu kosningar. Þjóðvaki (þingstyrkur 6,3%) í stefnuskrá Pjóðvaka frá 1995 er jafnrétti kynja fyrst og fremst talið efla lýðræði í landinu og erfitt er að andmæla þvi. Áhersla er lögð á jöfnun launamunar kynja, lengt fæð- ingarorlof og sjálfstæðan rétt beggja foreldra til töku fæðingarorlofs. Flokksmenn Þjóðvaka vilja jafnframt tryggja jafnrétti kvenna og karla í stjórnarskrá. Einnig er nefnt að stuðla skuli að opnu launakerfi þar sem kjör koma skýrt fram, m.a. í kjarasamningum; að heildarlauna- greiðslur verði felldar inn í opinbera launataxta. Þingflokk Þjóðvaka má með ágætum hætti tengja þeirri stefnu sem flokkurinn kennir sig við í jafnréttismálum. Líkt og hjá Framsókn mæðir þó mest á einum þingmanni flokksins, Svanfriði Jónasdóttur, við að hafa frumkvæði í jafnréttismálum á þingi. L )7

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.