19. júní


19. júní - 19.06.1997, Side 21

19. júní - 19.06.1997, Side 21
Kvennalisti (þingstyrkur 4,8%) Mjög áberandi er að Kvennalistinn er sá flokkur sem sýnir þessu málefni mestan áhuga svo vægt sé til orða tekið. Enda er það líklega sú krafa sem við getum gert til flokks sem kall- ar sig Kvennalista. Jafnréttissjónarmið tengjast líka að meira eða minna leyti öllum mála- flokkum sem Kvennalistinn tekur upp ef marka má stefnuskrá hans. Jafnréttismál Kvenna- listans á þingi sýna að ef flokksins gætti ekki lengur þá gengi jafnréttisbaráttan á þeim vett- vangi líklega á sextán snúningum. Eiga breytingar uppruna sinn á Alþingi? Flokksstefnur- og störf á Alþingi Ef við lítum á stjórnarflokkana þá eiga þeir samtals ekki nema rúm fimmtán prósent hlutdeild í öllum fyrirspurnum og þings- ályktunartillögum. Helmingur frumvarpa er þó borinn fram af þeim en það má meta það í ljósi þess að stjórnarfrumvörp hafa mun meiri lílcur á að ná fram að ganga. Ráðuneytin eru undir stjórn flokkanna tveggja og þar með er aðgengilegra verk að semja lagafrumvörp. I’að verður þó ekki tekið með í niðurstöð- ur hér en í staðinn verður þess minnst að frumvörpin eru rnjög fá. Einnig er nauðsynlegt að benda á að skýrslur eru frekar á hendi ráðuneytaog því kynntar af viðkomandi ráðherra. Varð- andi stjórnarflokkana er niðurstaðan sú að lítið samræmi er á milli yfirlýstrar stefnu í jafnréttismálum og formlegra starfa þeirra á þingi. I’að má líka segja að Framsóknarflokkurinn hafi í raun skuldbundið sig öðrum frernur vegna jafnréttisáætlunar sinnar. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi jafnréttismál „raun- verulega” á stefnuskrá þingflokksins er þá mjög óljóst. Af hin- um flokkunum kemur Alþýðuflokkurinn sýnu verst út þar sem jafnréttisstefna hans er langtum metnaðarfyllri og nákvæmari en t.a.m. hjá Alþýðubandalaginu en metnaðurinn er mun minni hjá hinum fyrrnefndra þegar komið er á þing. Alþýðubandalag- ið hefur hins vegar sett hófsamari texta saman um markmið í jafnréttismálum og getur þess vegna nteð góðum hætti staðið við hann og rúmlega það. Kvennalistinn verður að teljast standa undir heiti sínu enda sýnir flokkurinn vel á þingi að jafnréttí er hans meginstefnumál ef rniðað er við aðra flokka. Hið opinbera getur unnið að jafnrétti með ýmsum hætti þar sem flokkarnir vinna e.t.v. að sínum markmiðum. Sú vinna er hins vegar ekki mjög sýnileg hjá mörgum flokkum og kernur þar að auki ekki fram í þingmálum þeirra af neinum toga. Sá samanburður sem hér var gerður verður því að teljast ágætis prófsteinn á raunverulegan vilja stjórnmálaflokkanna til að vinna að jafnrétti í reynd. Útkoma á þingi / hlutdeild flokka í jafnréttismálum: Pjóðvaki = 3 Fsp. (10,7%) 3 Þál.till (23,1%) 1 frumvarp (20%) 0 ud (0%) Kvennalisti = 16 Fsp. (57,1%) 10 Þál.till. (77%), 2 frumvörp (40%) 2 ud (100%) Alþýðuflokkur = 0 Fsp. (0%) 2 Þál.till. (15,4%) 1 Frumvarp (20%) 0 ud (0%) Alþýðubandalag = 5 Fsp.(17,9%) 5 Þál.till. (38,5%) 2 frumvörp (40%) 0 ud (0%) Framsókn = 4 Fsp. (14,3%) 1 þál.till. (7,7%) 2 Frumvörp (40%) 1 Skýrsla (50%) 0 ud (0%) Sjálfstæðisflokkur = 0 Fsp. (0%) 1 Þál. (7,7%) 2 Frumvörp (40%) 1 Skýrsla (50%) 0 ud (0%) (ud = umræður utandagskrár, flokkur málshefjandi aðila.) Hlutur þingflokka í framlögðum málum á Alþingi.frá 1995 Flokkur Fyrirsp. Pál. till. Frumv. Skýrslur Ud Þjóðvaki 10.7% 23,1% 20% 0% 0% Kvennalisti 57,1% 77% 40% 0% 100% Alþýðuflokkur 0% 15,4% 20% 0% 0% Alþýðubandalag 17,9% 38,5% 40% 0% 0% Framsóknarflokkur 14,3% 7,7% 40% 50% 0% Sjálfstæðisflokkur 0% 7,7% 40% 50% 0% 100% 100% 100%

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.