19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 26
vítis þrettán” eins og oft var sagt; alltaf nokkrar rífandi kjaft hér
og þar. Við fórum yfirleitt tvær á ftindi, bara til þess að eiga
a.rn.k. einn liðsmann í salnum. Staðan er allt önnur í dag. Nú
tckur ótrúlegasta fólk, jafnvel karlmenn, ekki bara undir með
manni heldur bætir í.”
Það er alltaf erfitt að vera fáliðaður. Þegar verið er að sá nýj-
um hugmyndum fara sáningarmennirnir af stað, einn og einn,
en nauðsynlegt er að þeir hafi eitthvert bakland, til að næra eig-
in hugmyndir og fá aðstoð, ræða þau vandamál sem þeir lenda
í. Það er þarna sem ég sé Kvenréttindafélagið fyrir mér. KRFÍ
er fjölmennt félag og einhuga þrátt fyrir að vera samsett af kon-
um úr öllum pólitísku flokkunum. Ég sé félagið fyrir mér sem
bakland fyrir þær konur sem eru að vinna að jafnréttismálum
um allt þjóðfélagið.”
I framhaldi af þessu bendir Sigríður Lillý á að stjórn félagsins
sé skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Þetta er hópur kvenna
sem eru virkir þátttakendur í pólitík og takast á þar, en geta
unnið saman innan félagsins,” segir hún. „Framkvæmdastjórn-
in er líka kraftmikil, en þar eru konur sem allar eru í fullri vinnu
annars staðar. Það er ekkert einfalt að reka svona félag en það
rekst áfram af miklum áhuga. Það er svo alltaf spurning hvern-
ig hægt er að virkja hinn almenna félaga betur, ekki þannig að
stjórnin fari um landið og messi yfir fólki, heldur að félagsmenn
geti litið til félagsins sem þessa bakhjarls.
Ég hcld að félagið sé ekki síður mikilvægt núna en 1907. Það
er oft einfaldara að búa til stemningu í kringum citthvað nýtt,
en að halda á floti jafn flóknu og gömlu félagi og KRFÍ. Það
cina sem félagsmennirnir eiga sameiginlegt er að vilja vinna að
kvenfrelsismálum. Almennt er ég þeirrar skoðunar að ekki eigi
að hanga á stofnunum eða félögum ef verkefnin eru á þrotum
en því er ekki að heilsa með KRFÍ. Né ef stofnunin er líflaus og
hugmyndasnauð, cn það er heldur ekki raunin með KRFÍ. Þar
er mikið líf og öflug skoðanaskipti. Aðkoman er góð og verk-
efnin næg. Mér finnst full ástæða til að viðhalda félaginu og það
hefur alla burði til að skila miklum árangri.“
Verkefnin framundan
Sigríður Lillý fer að lokum yfir starfið framundan: „Verkefni
haustmisserisins eru sveitarstjórnarkosningarnar sem verða vor-
ið 1998. Það er eðli málsins samkvæmt verkcfni félagsins að
gæta þess að konur séu þar þátttakendur. Við erum að útbúa
möppu með ýmsum upplýsingum, leiðbeiningum og greinum
fyrir konur sem eru í sveitarstjórnarmálum. Brottfall kvenna í
sveitarstjórnum er mikið, þótt við höldum í horfinu hvað hlut-
fall varðar, og það er áhyggjuefni hvað þær endast stutt. Við
ætlum að styrkja konur til að halda áfram og veita nýjum fram-
bjóðendum upplýsingar.
Samhliða þessu ætlum við að kanna ímyndir. Það er grunur
okkar margra að sú ímynd sem dregin er upp af konu gangi illa
með ímyndinni um stjórnmálamann. Þær konur sem ákveða að
fara út í pólitík geta lent í krísu; kröfurnar standa á þeim að vera
konur, en jafnframt að vera stjórnmálamenn. Ef ímyndirnar eru
ólíkar í hugum fólks geta konurnar, eðli málsins samkvæmt,
ekki leikið bæði hlutverk í senn. Það cr t.d. bent á að konur
þurfi að vera dimmraddaðar og t.a.m. var Margaret Thatcher
sett á námskeið og látin lækka röddina um áttund, það var ekki
fyrr en þá að menn fóru að heyra í henni. Ég held að það sé ým-
islegt í fari kvenna sem menn geta ekki samsamað stjórnmála-
manninum og ýmislegt sem konur vilja ekki taka upp en er talið
stjórnmálamanninum til tekna. Það er þetta sem við ætlum að
skoða og vekja athygli á.“ ■
^.fóSatáuíecÁan
í Borgarleikhúsinu 16. og 17. ágúst 1997
á efnisskrá
- íslenska einsöngslagið -
Flytjendur:
Björn Jónsson, tenór
Elsa Waage, mezzósópran
Finnur Bjarnason, baritón
Gunnar Guðbjörnsson, tenór
Hanna Dóra Sturludóttir, sópran
Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran
Judith Gans, sópran
Þóra Einarsdóttir, sópran og
Jónas Ingimundarson píanóleikari
Borga rleikhúsið -
erðuberg
Hótel Varmahlíð
Sími: 453 8170 - Fax: 453 8870
Nýtt og glæsilegt hótel
í hjarta Skagafjarðar
* 15 tveggja manna herbergi m/baði
* 110 manna veitingasalur
* Bar og setustofa
* Veiðileyfi, sundlaug og hesta-
leiga á staðnum.
Verið velkomin Ásbjörg Jóhannsdóttir
hótelstjóri