19. júní


19. júní - 19.06.1997, Page 32

19. júní - 19.06.1997, Page 32
Þaö er staðreynd að staða kvenna og karla á vinnu- markaði er ekki jöfn. Rannsóknir sýna að kynjunum er mismunað þegar kemur að laun- um, bæði sem ein- staklingum og með því að störf sem kalla mætti kvennastörf eru lægra metin en svokölluö karlastörf. Venjan er sú að því hærra sem hlutfall kvenna er í ákveð- inni stétt, því lægri eru launin. Þrátt fyrir það hefur skipting kynjanna á náms- og starfsgreinar lítið breyst árum saman. Á sama tíma er staða karla mjög slök þegar kemur að möguleikanum til að setja fjölskyldulífið í for- gang, sem ekki er til að bæta stöðu kvenna í at- vinnulífinu. Við getum því sagt að það sé fyrst og fremst tvennt sem þurfi að gera til að jafna stöðu kynj- anna: Bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði og auð- velda körlum að taka þátt í fjölskyldulífi og uppeldi barna sinna. Óskiljanlegur launamunur Hér á landi er munur á launum karla og kvenna sem á engan hátt er hægt að útskýra með mennt- un, starfi, hæfileikum eða starfsaldri. Einu skýring- arnar eru gamaldags kynjahlutverk og fordómar; vinna kvenna er einfaldlega ekki talin eins mikils virði og vinna karla. í skýrslu Jafnréttisráðs íslands um launamyndun og kynbundinn launamun sem út kom í ársbyrjun 1995 kemur fram að íslenskar kon- ur hafa að meðaltali um 78% af launum karla fyrir sambærileg störf og fer hlutfallið niður í 70% ef bæði er tekið tillit til dagvinnulauna og auka- greiðslna. Þegar um jafnaðarkaup er að ræða lækk- ar hlutfallið enn eða niður í 68%. Karlar fá auk þess mun oftar ýmiss konar aukagreiðslur meðan konur eru á hreinum taxtalaunum, þeir fá oftar yf- irvinnu, meiri fríðindi í tengslum við starfið og eiga auðveldara með að fá stöðuhækkun. Bilið milli launa kynjanna eykst síðan enn frekar með aukinni menntun. Við þetta má svo bæta að samanburðurinn verð- ur enn óhagstæðari fyrir konurnar þegar kemur að ævitekjunum, þar sem það eru, enn sem komíð er, aðeins þær sem geta tekið fæðingarorlof, og enn eru það einkum þær sem verða að taka sér frí frá vinnu vegna heimilis og barna. Tæknifræðingur, stúdentspróf og ] ogi/i árs nám í Tækniskóla íslands. lieðaldagvinnulaun ikj.o^ kr. heðalheildarlaun alls 216.590 kr.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.