19. júní


19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 38
Mismunun í launum er ólögleg ■■ . 011 Norðurlöndin hafa löggjöf um jafnrétti kynjanna. 1 Skand- inavíu voru lögin sctt á 8. áratugnum en áður höfðu ákvæði um launajafnrctti vcrið í samningum aðila á vinnumarkaði. Á ís- landi voru mcnn fyrri til og lög urn launajafnrétti voru sett strax í kjölfar staðfestingar á samþykkt ILO, Alþjóðavinnumálastofnunar- innar, um launajafnrétti 1957. Árið 1976, ári eftir að íslenskar konur höfðu minnt á mikilvægi sitt með því að leggja niður störf í einn dag, voru sett jafnréttislög hérlendis, sem ná til alls samfé- lagsins, en taka sérstaklega til vinnumarkaðarins. Það að lögð er sérstök áhersla á vinnumarkaðinn í íslensku jafnréttislögunum þýð- ir einfaldlega að viðurkennt er að á vinnumarkaðnum viðgengst mismunun sem verður að útrýma, og að jafnrétti á vinnumarkaði er ntikilvægur grundvöllur þess að jafnrétti náist á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hvað segja lögin um jafnrétti? „Jafnréttislögin íslensku kveða á um launajafnrétti," segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður. „I’ar segir að konunt og körlum skuli greidd jöfn laun og njóta sörnu kjara fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Þau innifela ýrnis ákvæði önnur í þessa veru, svo sem að konunt og körlum skuli með stjórnvaldsaðgerðum tryggðir jafnir ntöguleikar til atvinnu, launa og menntunar og að atvinnu- Úr jafnréttislögunum (l.nr.28/1991) „Tilgangur laga þessara er að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum svíðum. Sérstaklega skal bæta stöðu kvenna til að ná þvi markmiði." (l.gr.) „Atvinnurekendum er óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði og gildir það m.a. um: 1. Laun, lanatengd friðindi og hvers konar aðra þóknun fyrir vinnu. 2. Ráðningu, setningu eða skipun í starf. 3. Stöðuhækkun og stöðubreytingar. 4. Upp- sögn úr starfi. 5. Vinnuaðstæður og vinnu- skilyrði. 6. Veitingu hvers konar hlunn- inda." (6.gr.) rekendur og stéttarfélög skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. I jafnréttislögunum er sérstakri nefnd, Kærunefnd jafnréttismála, fengið það verkefni að fjalla um kæru- mál vegna laganna. Á þetta að auðvelda þeim sem verða fyrir brot- um að ná fram leiðréttingu, í stað þess að þurfa að leita með mál- ið til dómstóla er hægt að fá álit nefndarinnar.“ Lára bendir á að jafnréttislögin séu ekki einu lagaskuldbindingar í þessa veru. í stjórnarskránni sé ákvæði í 65. gr. um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna og í EES samningnum, 69. gr., segi að aðildarríkin skuli tryggja að konur og karlar hljóti jöfn laun fyrir jafna vinnu, en með launum sé átt við venjulegt grunn- eða lág- markskaup ásamt öllum öðrunt greiðslum, hvort heldur er í fé eða fríðu sem launþegi fær beint eða óbeint frá vinnuveitanda sínunt vegna starfa síns. Lögin eru ekki lengur hliðsjónarplagg Lagarantminn hvað varðar launajafnrétti er því tryggður, að sögn Láru. En hvaða þýðingu hafa lögin í raun? „Þegar spurt er hvort farið sé eftir lögunum eða hvort þau hafi vægi, hefur mér stundum fundist að menn hafi þessi Iög til hlið- sjónar meira heldur en að nauðsynlegt sé að fylgja þeint eftir í hví- vetna,“ segir Lára. „Ula hefur gengið að fá rétt viðurkenndan í ein- staka dómsmálum sem rekin hafa verið. Þar má sérstaklega nefna tregðu við að viðurkenna að konur eigi jafnan rétt til skaðabóta og karlar. Á síðustu mánuðum hefúr Hæstiréttur hins vegar kveðið upp nokkra afar mikilsverða dórna þar sem tekið er af skarið á grundvelli jafnréttislaga og konum tryggður jafn réttur á við karla. Þess er því að vænta að sá tími sé liðinn að menn geti talið jafn- réttislög einhvers konar hliðsjónarplagg í umræðunni.“ Konur eru tregar til að kæra Lára segir það rétt að kærumál vegna launa hafi verið fá til Kæru- nefndarinnar. Á því sé vafalaust engin einhlít skýring, en hún nefn- ir nokkrar hugsanlegar skýringar, svo sem að launamunurinn sé meiri þeim mun ofar í launastiga sem komið er, konur vilji ekki kæra atvinnurekendur sína á meðan þær eru í starfi hjá þeim. Það sé óþægilegt fyrir þær, þeim finnist þær með því vera að opinbera óánægju sína, þær vilji ekki verða fylupúkar. „Það er fyrst þegar þær láta af störfum, er sagt upp starfi eða segja sjálfar upp sem þær velta þeim möguleika fyrir sér að kæra launamisrétti,“ segir hún. Það ætti ekkert að standa í veginum fyrir því að beita kæruleiðinni meira, enda segist Lára telja að stéttarfélögin styðji almennt við bakið á þeim konum sem kæra launamisrétti og Kærunefndin þyki aðgengileg. Nýr dómur um launajöfnun Þann 13. mars sl. dæmdi Hæstiréttur Ríkisútvarpjð til að breyta launakjörum konu til samræmis við laun karls í sömu stöðu, þótt þau væru hvort í sínu stéttarfélaginu og fengju þar af leiðandi greitt eftir mismunandi samningum. Lára segir að dómurinn geri í raun ekki annað en að staðfesta það sem segir í jafnrétt- islögum og annars staðar, að óheimilt er að mismuna fólki í laun- um eftir kynferði. Kjarasamningar breyti engu þar um eða aðild að stéttarfélagi. „Dómurinn hefur afgerandi áhrif á þeim vinnustöð- um þar sem karlar og konur vinna hlið við hlið sömu störfin og til- heyra sitthvoru stéttarfélaginu,“ segir Lára. „Þar ber atvinnurek- anda að gæta þess að fólki sé ekki mismunað í launum með vísan til mismunandi kjarasamninga. Dómurinn sendir ákveðin skilaboð til launagreiðenda um að mismuna ekki kynjum í launum. Laun og kjör vcrða að vera þau sömu og það stendur atvinnurekanda nær að sýna fram á að svo sé.“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.