19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 41

19. júní - 19.06.1997, Qupperneq 41
greidd lægri laun en -Er það vegna þess að: Konur hafa minni menntun og styttri starfsreynslu en karlar??? Rannsóknir sýna að konur fá lægri laun en karlar með sömu mennt- un og sömu starfsreynslu. Launamunurinn eykst með aukinni mennt- un. Hann er mestur hjá háskólamenntuðu fólki og eykst eftir því sem lengra líður frá námslokum. Af hverju skyldi menntun kvenna geía minna af sér en mennfun karla, ef þau hafa sömu kennarana, sömu námsbækurnar og út- skrifast meö sömu gráöuna? Konur sækja í lág- launastörf??? Störf kvenna eru einfaldlega ekki eins hátt metin og störf karla, launa- munurinn er í öllum starfsgreinum, og hverfur ekki þótt konur fiykkist í hefðbundin karlavígi. Af hverju veröur gengisfelling í laun- um ákveöinna starfsstétta þegar kon- ur ná þar meirihluta? Konur sækja ekki í stj órnunarstöður??? Konur hafa átt erfiðara með að fá stöðuhækkun og þær standa ekki jafnfætis þegar kemur að ráðningu, til dæmis vegna þess að enn eru það aðeins þær sem gætu þurft að taka sér fæðingarorlof. Meðan réttur karla til fjölskyldulífs er skertur er engin von til að konur geti sótt um hálunaðar stöður sem krefjast langs vinnutíma, á jafnréttisgrundvelli. Af hverju skyldu karlar ekki ráóa við ungabörn? Hæfni kvenna er minni en karla??? Hugtakið hæfni hefur löngum verið tengt menntun, þ.e. áunninni kunnáttu. í hinum hefðbundnu kvennastéttum skiptir meðfædd hæfni hins vegar mestu; listrænir hæfileikar, hæfni til mannlegra samskipta, sveigjanleiki, skipulagsgáfa o.s.frv. Það er þessi hæfni sem ekki hefur verið metin að verðleikum. Laun eru ákveðin með kjarasamningum sem hafa ekkert með kynin að gera??? Vissulega er löngu búið að afnema sérstaka kvenna- og karlataxta, samið er um lágmarkslaun óháð kyni. En það eru yfirborganimar, sporslumar og friðindin sem vega þyngst í launamuninum og það lendir í vasa karlanna. Karmski er málið að ákveðnir kvennastéttataxtar og karlastéttataxtar eru komnir i stað gömlu kyn- skiptu taxtarma. Konur bera minni ábyrgð en karlar??? Er virkilega minni ábyrgð fólgin í því að koma böm- um til manns en að koma hlutabréfum í verð? Karlar bera ábyrgð á fram- færslu fjölskyldunnar??? Þarf að svara þessu enn í dag? Konur gera ekki eins háar launakröfur og karlar??? Störf kvenna eru léttari og skemmti- legri??? Hvaða mælikvarðar em það sem segja að léttara sé að annast sjúk- linga en að reikna út burðarþol? Gefa þeir viðmiðið fyrir því að fjög- urra ára háskólanám í hjúkmnarfræði gefur margfalt minna af sér en fjögurra ára háskólanám í verkfræði? Afhverju skyldu konur einar geta lifað af skemmtigildinu? Að minnsta kosti hafa einstakiingsbundir samningar aukiö launa- muninn á hinum Norðurlöndunum, eins og t.a.m. Margareta Winberg, atvinnumáiaráðherra Svía, hefur staðfest. Launamunurinn verður ekki jafnaður með einkaframtaki heldur almennri stefnumörkun. -Ef við erum komin með lögmál markaöarins á annað borð: Afhverju skyldu atvinnurekendur sem vilja reka fyrirtœki hagkvæmt, þá ekki bara ráöa konur fyrst þær eru ódýrara vinnuafl? ■ Áhrif kvenna á vinnumarkaði Það cr ekki nóg að rannsaka launamun kynjanna heldur þarf ekki síður að beina athyglinni að völdum og áhrifum kvenna á vinnumarkaði. Kanna þarf áhrif kvenna í kjarasamningum og hvernig hægt er að styrkja stöðu þeirra, til dæmis með því að breyta samningaferlinu þannig að konur hafi betri tækifæri til þátttöku og áhugi þeirra aukist. Hérlendis eru völd og áhrif á vinnumarkaði að mestu leyti í höndum karla og þörfm á að efla hlut kvenna er aðkallandi. Atvinnurekendamegin er sjaldgæft að konur sjáist, engin kona á sæti í framkvæmdastjórn VSI en þrjár konur sitja í sant- bandsstjórninni sem er 79 ntanna apparat. Engin kona á sæti í sjö manna stjórn Vinnumálasambandsins. Konur hafa verið að sækja á innan samtaka launafólks en völd þeirra eru þó enn ekki í neinu hlutfalli við fjöldann. Þátttaka kvenna í ábyrgðar- stöðum hefur reyndar aukist en það vekur athygli að hlutfall kvenna lækkar eftir því sem embættin eru áhritámeiri. Það á bæði við um einstök félög og heildarsamtök. Mun algengara er að konur gegni embætti varaformanns í félögum en for- manns og þær eru mun frekar varamenn í stjórnum en aðal- menn. Hvað er hægt að gera til að auka þátttöku kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar? Hansína A. Stefánsdóttir, formaður jafnréttisnefndar ASI, segir að fyrst og fremst sé nauðsynlegt að kynna hreyfinguna betur fyrir konurn og vekja þannig áhuga þeirra. Það þurfi að hvetja þær til að sækja nántskeið á borð við trúnaðarmannanámskeið eða Félagsmálaskóla al- þýðu. Jafnframt þurfi að gera konum ljóst að þær geta haft áhrif, enda sé það fólkið sjálft sem haldi uppi starfinu og leggi línurnar. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.