19. júní - 19.06.1997, Blaðsíða 51
kirkjulífið. Sjálfur hlýt ég að æskja þess að hlutfall karla og
kvenna jafnist. Þannig tala ég meðal annars vegna reynslu
minnar af samstarfi við sóknarnefndir. Eitt sinn þjónaði ég í
sókn þar sem allir sóknarnefndarmenn voru konur. Þá brá svo
við, að ýmsum þörfum verkefnum innan sóknarinnar var sinnt
eftir langa vanræksiu. Mér hefur einnig reynst mikils virði yfir-
leitt að áherslur kvenna næðu inn í sóknarnefndir sem ég hef
starfað með. I’að eru því ekki cingöngu tilfinningarök sem mér
ganga til heldur einnig hagnýt rök byggð á eigin reynslu, er ég
fullyrði að þörf sé á rneiri áhrifum kvenna á yfirstjórnina. Nú
kjósa sóknarnefndarmenn til kirkjuþings og kirkjuþing aftur
kirkjuráð. Þetta eru í fyrirsjáanlegri framtíð helstu valdastofnan-
ir kirkjunnar. Æskilegasta leiðin til að tryggja raunveruleg áhrif
kvenna er að jafna hlut þeirra á kirkjuþingi. Kosið verður til
kirkjuþings á næsta ári og fýrir þann tíma ættu áhugasamar kon-
ur í kjördæmunum að vera búnar að kanna möguleika á slíkri
jöfnun. Ekki skal standa á mér að vera talsmaður hennar. Náist
jöfnunin þarna kemur hitt af sjálfú sér að þessar sameiginlegu
nefndir skipast af meiri jöfnuði.
2. Fyrir löngu hef ég haldið því fram að rétt sé að sneiða hjá
kyngreinandi orðalagi í helgihaldinu eftir því sem hægt er og
smekklcgt getur talist. Þetta hef ég nokkuð iðkað eins og fjöl-
margir prestar aðrir. Að því leiti eigum við ekki langt að sækja
fyrirmyndirnar til annarra Lútherskra kirkna. Þannig tel ég mig
hafa tekið nokkurt mark á gagnrýni þeirri sem kentur fram í
spurningunni. Hvað varðar biblíuþýðingar eða hinn opinbera
texta Biblíunnar er vandamálið nokkuð flókið. Þessar þýðingar
hafa leitast við að vera sem stafréttust miðlun frumtextans. Unt
það itvort ég sem biskup ætli ntér að beita mér fyrir því að
gagnrýni kvenna hafi mótandi áhrif í kirkjunni, er því til að
svara, að það cr hluti af viðleitni biskups til að varðveita einingu
kirkjunnar að öll guðfræðileg gagnrýni sé tekin alvarlega og um
hana fjallað.
3. Varðandi þessa þriðju spurningu vil ég rninna á það sem ég
sagði áðan um sóknarnefndir og áhrif kvenna á störf þeirra. Ef
konur yrðu helntingur kirkjuþingsmanna og helmingur kirkju-
ráðs efast ég ekki um að við færum að sinna betur ýmsum brýn-
um verkefnum sem nú eru vanrækt.
minnihluta á Kirkjuþingi, aðeins ein kona gegnir prófastsemb-
ætti og kona hefur aldrei setið í Kirkjuráði eða á biskupsstóli.
Þó hafa Alkirkjuráðið og Lútherska heimssambandið, sem
þjóðkirkjan á aðild að, unnið ötullega að jafnrétti innan aðild-
arkirknanna. Tilmæli þessara hreyfinga um fjölgun kvenna í
störfúm og nefndum fyrir árið 2000 virðast hafa skilað litlum
árangri hér á landi.
Feministar eru konur sem láta sig varða um réttindi kvenna.
Þær kjósa sér ekki allar sama vettrv'ang og nota ekki allar sömu
aðferðir í baráttu sinni. Engu að síður eiga þær sameiginlegt
markmið: jafnan rétt kvenna og karla. I guðfræðilegu samhengi
hafa konur bent á að þetta markmið er hið sama og Jesús Krist-
ur sjálfur hafði að leiðarljósi í boðskap sínum og starfi. Kristur
braut blað í mannkynssögunni með viðhorfum sínum og sam-
skiptum við konur. Á öllum tímaskeiðum kirkjusögunnar hafa
konur hvatt kristna kirkju til þess að prédika og starfa í samræmi
við þessa fyrirmynd Krists. Oftast hafa þær ckki haft erindi sent
erfiði. Síðustu þrjátíu árin hefúr þó margt áunnist í réttindabar-
áttu kvenna innan kirkjunnar í kjölfar kvennabaráttunnar úti í
þjóðfélaginu.
Sú staðreynd að konur sem sækja um prestsembætti innan ís-
lensku kirkjunnar eru í viðtölum spurðar um afstöður sínar til
gagnrýninna viðhorfa kvenna í guðfræði bendir til þess að til-
hneiging sé til þess að draga konur í dilka: konur sem eru með
og konur sem eru á móti kvennaguðfræðinni . Þeir fordómar
sem korna fram í fyrrnefndu viðtali við sænska biskupskandidat-
inn virðist því lifa góðu lífi hér á landi. Konur sem kenna sig við
kvenréttindi og vinna að bættri stöðu kvenna mega því enn sem
fyrr gæta sín. Af dæmi hinnar sænsku Christina Odenberg
mætti ætla að farsælast væri fyrir þær konur sem liyggja á starfs-
frarna innan íslensku kirkjunnar að gefa út yfirlýsingu þess efn-
is að þær séu „ekki feministar“.
Kvenréttindakonur hafa í tímans rás tekið ákveðna áhættu með
því að vinna að köllun sinni, það er að segja þá áhættu að þeim
verði haldið frá valdastörfum innan kirkjunnar. Konur reka sig
á veggi og sumar hafa gefist upp, á meðan aðrar láta ekki deig-
an síga, knúnar áfram af fordæmi Krists. Þessum konum er ljóst
að löngu er orðið tímabært að kirkjan starfi í anda þess sem hún
kennir sig við, í anda Krists sem mismunaði ckki eftir kynferði,
stétt eða kynþætti. Konurnar sem gefa kost á sér til starfa inn-
an íslensku kirkjunnar í framtíðinni finna sig vonandi ekki
knúnar til þess að lýsa því yfir að þær sér ekki fcministar. Sömu-
leiðis verður spurningin um tímabært jafnrétti kvenna og karla
utan sem innan kirkjunnar vonandi skjótt ótímabær.
Rosmary Koen i Noregi ruddi brautina
fyrir konur á biskupsstóli. Það verður
sperxnandi að sjá hvort íslendingar
feta í íótspor nágrannaþjóðanna með
því að kjósa Auði Eir, segir Guðrún
Jónsdóttir.
Frjálslyndur brautryðjandi
Fyrsti kvenbiskupirm á Norðurlöndunum, Rosmary Koen í Noregi, hefur nú starfað í um
þrjú ár. Guðrún Jónsdóttir, framkvœmdastjóri þingflokks kvennalistans, bjó í Noregi
þegar Rosmary fékk embœttið. Hún segir kvenpresta hafa fagnað þessum tímamótum
ákaft og haft á orði að um stcerri viðburð vœri að rœða fyrir kirkjuna en Martin Luther
var á sínum tíma.
Guðrún segir að allmikill styr hafi staðið um embættisveitinguna, ekki aðeins vegna
þess að Rosmary væri fyrsti kvenbiskupinn, heldur vegna þess að hún mælti fyrir frjáls-
lyndari viðhorfum innan kirkjunnar; svo sem að kirkjan fordæmdi ekki fóstureyðingar
eða samkynhneigða. „Þessi efni hafa verið mjög heit innan norsku kirkjunnar," segir
Guðrún, „og í raun setti menntamálaráðherra hana í embætti þvert á vilja kirkjunnar."
Að sögn Guðrúnar vakti Rosmary strax mikla athygli á stöðu kvenna innan kirkjunn-
ar. Hún sagði sig t.a.m. úr prestafélaginu þar sem formaður þess var yfirlýstur andstæð-
ingur kvenpresta, og lét yfirlýsta lesbíu fá prestakall sem vakti upp hávær mótmæli.
Guðrún segir að sem kona hafi Rosmary sameinað öll frjálslynd sjónarmið í kirkjunni.
Hún bendir á að starf hennar hafi rutt brautina fyrir aðrar konur og nú hafi Danir, Græn-
lendingar og nú síðast Svíar eignast kvenbiskupa. „Það verður spennandi að sjá hvort
íslendingar feta í fótspor nágrannaþjóðanna, ekki veitir af að bæta hlut kvenna innan
kirkjunnar hér," segir Guðrún að lokum.